11 avsnitt

Ungliðaspjallið er þáttur í umsjón ungliða frá ýmsum félagasamtökum. Rætt um málefni líðandi stundar frá forsendum unga fólksins og fengið gesti af eldri kynslóðinni með reynslu

Ungliðaspjalli‪ð‬ Karl Héðinn Kristjánsson, Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir, Jósúa Gabríel Davíðsson, Þorvarður Bergmann Kjartansson

    • Samhälle och kultur

Ungliðaspjallið er þáttur í umsjón ungliða frá ýmsum félagasamtökum. Rætt um málefni líðandi stundar frá forsendum unga fólksins og fengið gesti af eldri kynslóðinni með reynslu

    Ungliðaspjallið - #11 Útlendingar og Ísland

    Ungliðaspjallið - #11 Útlendingar og Ísland

    Í Ungliðaspjalli kvöldsins ræðum við um innflytjendur, hælisleitendur og um umræðuna í samfélaginu. Réttindi fólks á flótta og um innviði Íslands

    Ungliðar þáttarins verða Askur Hrafn Hannesson, aðerðarsinni, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS og ötul baráttukona fyrir réttindum barna og mannréttinda, Gabríel Ingimarsson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og Karl Héðinn Kristjánsson, forseti Roða, ungliðahreyfingar ungra Sósíalista.

    • 41 min
    Ungliðaspjallið # 10 - Halldóra Mogensen

    Ungliðaspjallið # 10 - Halldóra Mogensen

    Halldóra Mogensen er þingkona Pírata. Halldóra hefur skrifað þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu eða borgaralaun. Halldóra hefur líka talað fyrir afglæpavæðingu fíkniefna.

    Í Ungliðaspjallinu munum við fara yfir málefni vikunnar og ræða síðan við Halldóru um afglæpavæðingu, borgaralaun og rísandi popúlisma

    • 56 min
    Ungliðaspjallið #9 - Finnbjörn A. Hermannsson

    Ungliðaspjallið #9 - Finnbjörn A. Hermannsson

    Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ og verður gestur okkar í Ungliðaspjallinu í kvöld. Við munum ræða um kjaramálin, verkalýðsbaráttuna, neyðina í húsnæðismálum, heilbrigðiskerfinu og skort ráðafólks á raunverulegum lausnum og áhrifaríkum kerfisbreytingum.

    Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar.

    • 51 min
    Ungliðaspjallið #8 - Steinþór Logi Arnarsson

    Ungliðaspjallið #8 - Steinþór Logi Arnarsson

    Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka Ungra Bænda og í Ungliðaspjallinu í kvöld ætlum við að ræða við hann um stöðu íslenskra bænda, nýliðun í greininni og nýlega yfirstaðinn baráttufund Samtaka Ungra Bænda. Yfirskrift fundarins var „Laun fyrir lífi“. Þar var talað um alvarlega stöðu ungra íslenskra bænda og veruleikann sem blasir við ef ekkert breytist.

    Við munum ræða við Steinþór um stöðuna, hvað veldur erfiðleikum í greininni, slæma stöðu nýliðunnar og hvað er til ráðs. Þátturinn er í umsjón Árna Péturs Árnasonar, Elísabetar Guðrúnar og Jónsdóttur.

    • 45 min
    Ungliðaspjallið #7 - Hjálmtýr Heiðdal

    Ungliðaspjallið #7 - Hjálmtýr Heiðdal

    Hjálmtýr Heiðdal er formaður vináttufélagsins Ísland – Palestína og verður viðmælandi okkar í kvöld.

    Árásir Ísraelshers á Gaza halda ótrauðar áfram með fullum stuðningi svo til allra Vesturlanda, á morgun kl. 17 verður mótmælt fyrir utan bandaríska sendiráðið en Bandaríkin senda yfir 3 milljarða dollara í hernaðarstyrk til Ísraels á ári hverju, þrátt fyrir ítrekaða og viðvarandi stríðsglæpi og mannréttindabrot Ísraelsríkis

    Umsjónarmenn þáttarins í kvöld eru Árni Pétur Árnason og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir, meðlimir Ungra Pírata. Una María sem er meðlimur Ungs Jafnaðarfólks og Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra Sósíalista

    • 1 tim. 7 min
    Ungliðaspjallið #6 - Jóna Benediktsdóttir

    Ungliðaspjallið #6 - Jóna Benediktsdóttir

    Í Ungliðaspjallinu í kvöld ræðum við um nýju stjórnarskrána með Jónu Benediktsdóttur, formanni Stjórnarskrársfélagsins.

    Síðastliðinn föstudag voru 11 ár frá því að þjóðin samþykkti tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár. Þingið hefur brugðist hlutverki sínu sem málsvari þjóðarinnar en baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá hefur aldrei hætt.

    Í byrjun þáttarins ræðum við um kvennaverkfallið og fáum svo Jónu Benediktsdóttir inn til að ræða við okkur um nýju stjórnarskrána og þá valdníðslu sem hefur einkennt eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þátturinn er í umsjón Alínu Vilhjálmsdóttur, Elísabetar Guðrúnar- og Jónsdóttur, Karls Héðins Kristjánssonar og Þorvarðar Bergmanns Kjartanssonar

    • 59 min

Mest populära poddar inom Samhälle och kultur

P3 Dokumentär
Sveriges Radio
Spöktimmen
Ek & Borg Productions
30s in the City med Hanna och Stella
Podplay | Hanna & Stella
Creepypodden i P3
Sveriges Radio
Återföreningen
Podme / Perfect Day Media
P3 Nyheter Dokumentär
Sveriges Radio