27 avsnitt

Hver á að leiða landið? RÚV telur niður til alþingiskosninga með hjálp góðra gesta sem rýna í skoðanakannanir, stefnumál flokkanna og frambjóðendur. Umsjónarmenn: Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Guðmundur Pálsson og Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. Framleiðandi: Anna Marsibil Clausen. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.

X21 - Kosningahlaðvarp RÚV RÚV

    • Nyheter

Hver á að leiða landið? RÚV telur niður til alþingiskosninga með hjálp góðra gesta sem rýna í skoðanakannanir, stefnumál flokkanna og frambjóðendur. Umsjónarmenn: Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Guðmundur Pálsson og Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. Framleiðandi: Anna Marsibil Clausen. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.

    Kvöldið fyrir kosningar

    Kvöldið fyrir kosningar

    Síðustu kappræðunum er lokið og leiðtogar flokkanna farnir úr húsi en þau Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Þórður Snær Júlíusson sitja eftir með okkur inni í Stúdíó 9 og kryfja umræður kvöldsins.

    Hvað er það versta sem getur gerst?

    Hvað er það versta sem getur gerst?

    Við skyggnumst bakvið tjöldin og fylgjumst með undirbúningi fyrir kosningavökuna í Stúdíó A. Við ræðum einnig við 48 ára mann frá Írak sem kýs í sínum fyrstu lýðræðislegu kosningum á laugardaginn og svo köfum við í þrjú málefni sem skipta almenning sköpum þegar kemur að því að haka við listabókstaf.

    Allt getur breyst og engum skal treyst

    Allt getur breyst og engum skal treyst

    ...nema auðvitað Boga og Óla! Tvíeykið Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson fara með okkur yfir stöðu mála auk þess sem við ræðum við manninn á bakvið kosningapróf RÚV.

    En hvað ef ég dey fyrir kosningar?

    En hvað ef ég dey fyrir kosningar?

    Það er í ótal horn að líta þegar kemur að skipulagningu kosninga eins og við komumst að í þætti dagsins. Við röltum niður í ráðhús Reykjavíkur þar sem kosningaundirbúningur er í fullum gangi og heyrum einnig viðtal við Bergóru Sigmundsdóttur sem hefur yfirumsjón með utanatkvæðagreiðslu. Þá kynnum við okkur þrjú hitamál sem gætu skipt sköpum þegar í kjörklefann er komið.

    Umboðið til stjórnarmyndunar er bara goðsögn

    Umboðið til stjórnarmyndunar er bara goðsögn

    Gestur dagsins er sprenglærður í íslenskum stjórnmálum enda kom hann víða við áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson vísar veginn um pólitíska landslagið fyrr og nú og deilir sögum úr stjórnartíð sinni, sögum sem hann segist aldrei hafa sagt opinberlega áður.

    Nýliði Ábyrgrar framtíðar

    Nýliði Ábyrgrar framtíðar

    Helgi Örn Viggósson er forritari og skipar annað sætið á lista Ábyrgrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir meginstraumsfjölmiðla fyrst og fremst hafa hræðsluáróður á sinni dagskrá sem og söluræður um ágæti bóluefna.

Mest populära poddar inom Nyheter

SvD Ledarredaktionen
Svenska Dagbladet
Söndagsintervjun
Sveriges Radio
Spotlight
Dagens Nyheter
Eftermiddag i P3
Sveriges Radio
Dagens Eko
Sveriges Radio
Ekot nyhetssändning
Sveriges Radio