180 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjalli‪ð‬ Helgi Ómars

    • Society & Culture

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

    Þáttur 181 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Tómas

    Þáttur 181 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Tómas

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Það er var og er mér mikill heiður að fá Höllu Tómas í Helgaspjallið, og þá sérstaklega eftir þáttinn. Þegar tilkynnt var að kosinn yrði nýr forseti Íslands þá hafði ég hreinlega ekki kynnt mér Höllu, né hennar bakrunn eða vinnu, svo forsetaframbjóðendur urðu bara fleiri og fleiri og alltíeinu var maður dottinn í eitthvað raunveruleika sjónvarp sem var spennandi að sjá hvernig spilaðist út. Í hvert skipti sem ég hef séð kappræður og almennt þegar Halla Tómas opnar á sér munninn, þá hefur henni alltaf tekist að fanga mig. Þá áttaði ég mig á því að Halla er vissulega afl, sem er mikilvægt að við horfum ekki framhjá. Við ræðum svo ótrúlega margt, hjónabandið, bakrunninn, gildi og allt sem tengist mögulegri framtíð hennar sem forseti Íslands.

    Njótið vel!

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 1 hr 6 min
    Þáttur 180 - Ingileif Friðriks um glænýja bók, að fylgja ástríðunni og flogaveiki út frá streitu

    Þáttur 180 - Ingileif Friðriks um glænýja bók, að fylgja ástríðunni og flogaveiki út frá streitu

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Hin ástsæla, hæfileikaríka og ein af mínum allra bestu vinkonum Ingileif Friðriksdóttir kom LOKSINS í Helgaspjallið, og við ræðum svolítið um það í þættinum. Ingileif er mikil fjöllistakona sem fylgir engum reglum um hvernig á að vinna í þessu lífi, hún gerir nákvæmlega þangað sem ástríðan tekur hana og gerir það allt með miklum sóma. Nýjasta verk hugarheim Ingileifar er skáldsagan Ljósbrot, ný bók sem komin er í verslanir. Ingileif segir okkur frá því hvernig þessi bók varð til og hvernig hún fann sjálfstraustið til að dýfa sér í það verkefni. Ingileif er eins insperandi og þær gerast og það er mér mikill heiður að vera vinur hennar og enn meiri heiður að fá hana í Helgaspjallið.

    Ljósbrot fæst í öllum helstu bókabúðum landsins og algjört must að kaupa sér eintak!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 1 hr 14 min
    Þáttur 179 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Jón Gnarr

    Þáttur 179 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Jón Gnarr

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Næsti frambjóðandi í stólinn þekkjum við öll, Jón Gnarr. Hann hefur eflaust átt þátt í að gera dagana og kvöldin okkar skemmtilegri á skjánum, en vissulega líka þegar hann sat í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Í þessum þætti fáum við einstaklega einlæga hlið af Jóni þar sem við kynnumst honum örlítið dýpra og var mín upplifun að ég sat með manni sem þekkir tilfinningarnar sínar, hefur vingast við þær og er óhræddur að tjá þær, sem ég tel sérstaklega góður eiginleiki einstaklings sem er að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.
    Jón Gnarr hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem opinber persóna, en að upplifa og hlusta á þessa hlið á honum sem hann leyfir okkur að kynnast í þættinum gaf mér nýja aðdáun og virðingu fyrir honum.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 1 hr 20 min
    Þáttur 178 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Steinunn Ólína

    Þáttur 178 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Steinunn Ólína

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Steinunn Ólína er sá forsetaframbjóðandi sem ég hef verið forvitnastur um og var ég ekki vonsvikinn í þessum þætti, þvert á móti meira segja. Jafningi, sjálfsþekking og öryggi eru eiginlega orðin sem ég tók með mér eftir þetta spjall okkar Steinunnar. Við fórum um víðan völl í þessum þætti og verð að segja, að framboð hennar þykir mér sérstaklega spennandi. Slagorðið hennar í framboði sínu er "Með hjartanu" og tel ég það eiga mjög vel við. Ég mæli með að hlusta og fá að kynnast þessari mögnuðu konu enn betur!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 57 min
    Þáttur 177 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Hrund Logadóttir

    Þáttur 177 - Kynnumst forsetaframbjóðendum 2024: Halla Hrund Logadóttir

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Forsetakosningar 2024, eftir gríðarlega krefjandi ár, blússandi spillingu í landinu, þá þótti mér mikilvægt að setjast niður með forsetaframbjóðendum 2024 og kynnast þeim betur. Núna er tíminn að fá inn öflugan forseta sem stendur með fólkinu í landinu.
    Það var mikil ánægja að fá Höllu Hrund í Helgaspjallið og það sem ég tók hvað mest úr þeirri upplifun að sitja með henni, var hversu ljúf og góð nærveran hennar var, ásamt því auðvitað að hlusta á hana um hugsjónir og áætlanir hennar sem hún hyggst að taka með sér verði hún kosin forseti Íslands. Við förum yfir bakrunn hennar og störf, skyggnumst inní hugarheiminn hennar og kynnumst henni ennþá betur.

    Njótið vel!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 1 hr 10 min
    Þáttur 176 - Þórunn Eymundar frá Heimilisfriði um hlið meðferðaraðila gerenda ofbeldis

    Þáttur 176 - Þórunn Eymundar frá Heimilisfriði um hlið meðferðaraðila gerenda ofbeldis

    Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Í samfélaginu okkar höfum við aldrei verið eins vakandi og meðvituð um ofbeldi. Þórunn Eymundardóttir sálfræðingur hjá Heimilisfriði sem er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Í vaxandi og áframhaldandi umræðu fannst mér mikilvægt að heyra frá meðferðaraðilum sem vinna beint með gerendum, og finna fyrir áframhaldandi von um að ofbeldi í samfélaginu, og heiminum ef útí það er farið, fer minnkandi og við hjálpumst að, að reyna koma í veg fyrir það að fólk finni þörfina til að beita öðru fólki ofbeldi af öllu tagi. Ég er þakklátur Þórunni að hafa komið og fengið að bæði kynnast henni og vinnunni hennar, en líka hennar hugsjónum og sjónarmiðum.

    Ef þú telur að þú eða annar aðili gæti þurft á meðferð Heimilisfriðar að halda er hægt að fara inná www.heimilisfridur.is og panta tíma.

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

    • 1 hr 15 min

Top Podcasts In Society & Culture

عقل غير هادئ | مبارك الزوبع
عقل غير هادئ
بودكاست أبجورة
بودكاست أبجورة
Bidon Waraq | بدون ورق
بودكاست السندباد
Flow Podcast
Flow
Freakonomics Radio
Freakonomics Radio + Stitcher
When the migos created and invented the crazy style of rapping and flows, etc
Prince K

You Might Also Like

Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið
Eftirmál
Tal
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?