90 episodes

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

KISS Army Iceland Podcast KISS ARMY ICELAND

    • Music

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    090 - Soja Salúýt (1978 - fyrri hluti)

    090 - Soja Salúýt (1978 - fyrri hluti)

    Við erum komnir að árinu 1978. Í þessum þætti tökum við fyrir fyrri hluta þessa ágæta árs í KISSSögunni sem við svo berum auðvitað saman við hina almennu sögu. Á þessu ári var lítið um túralíf hjá okkar mönnm svona miðað við fyrri ár hið minnsta, en aðeins var um leyfar af ALIVE II túrnum að ræða. En okkar menn gáfu út sína fyrstu safnplötu á þessum fyrri helmingi ársins 1978 ásamt því að hefja tökur á bæði bíómynd og auðvtað sólóplötunum fjórum fræknu. Þetta var þungur þáttur í undirbúningi en léttari í upptökum sem þó slaga áleiðis upp í 4 klst.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 29 min
    089 - Miklu meira en spenntir!

    089 - Miklu meira en spenntir!

    Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról !
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 35 min
    088 - Føroyskur Forsetur í Gøtu? (1977 - seinni hluti)

    088 - Føroyskur Forsetur í Gøtu? (1977 - seinni hluti)

    Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1977 hjá okkar mönnum. Þetta er árið sem þeir toppuðu og áttu heiminn, enda á yfirborðinu var ekkert nema bjart framundan. Yfirferð okkar í hinu sögulega ljósi heldur hér áfram. Forsetinn kemur með sláandi "fréttir" og Starpower gluggar í Tímann og segir okkur helstu fréttir af Enterprise áætlunum Bandaríkjamanna ásamt öðru afar krassandi stöffi. Þá skoðum við óborganlegan tónleikadóm frá þessu ári og heyrum líka viðtal við Bon heitinn Scott frá 1.nóvember 1977 þar sem hann talar um væntanlegt upphitunargigg AC-DC fyrir KISS. Þetta allt og svo miklu, miklu meira í þættinum að þessu sinni.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 17 min
    087 - Tugur, tólf & tríó (1977 - fyrri hluti)

    087 - Tugur, tólf & tríó (1977 - fyrri hluti)

    Við erum komin að árinu 1977 í þessari sögulegu yfirferð okkar um KISSÖGUNA. Sennilega er þetta ár það ár sem okkar menn eru algerlega á toppnum á sínum ferli. En þetta er líka árið þar sem maskínan fer að liðast í sundur. KISS fá sín fyrstu verðlaun á ferlinum og það fyrir lagið Beth. Spurning hvort að sú staðreynd hafi ekki gillað egóið hans Peter ansi vel? Okkar menn gáfu út eina hljóðversplötu á þessu ári og eina tónleikaplötu en þetta er einmitt árið þar sem Ace þorði að byrja syngja. Tónleikaferðirnar voru hins vegar þrjár þetta árið, alveg ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Hér förum við yfir það allra helsta eins og okkur er lagið og berum það saman við söguna í þessum fyrri hluta á árinu 1977. Þá skoðum við auðvitað líka hvað "KISS heimar" bjóða okkur upp á um þessi misserin.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 33 min
    086 - Vilhjálmur Starkaðsson

    086 - Vilhjálmur Starkaðsson

    KISS hafa lagt árar í bát eftir 50 farsæl ár. Á lokatónleikum sínum í MSG, NY þann 2.desember 2023 kynntu þeir þó nýtt upphaf með orðunum "A New Era Begins" þar sem þeir ætla sér að notast við gervigreindina á komandi árum. Í þessum þætti förum við yfir það allt saman og reynum að koma okkar skoðun á því öllu í orð. Við heyrum fréttir af Brúsa okkar en mikið hefur borið á honum upp á síðkastið. Við kíkjum aðeins á Ásinn og heyrum hvað er að frétta af honum, við gægjumst örlítið ofan í veskið hjá okkar mönnum og svo margt, margt fleira. Að lokum sláum við í annað sinn á þráðinn til Bill Starkey, Forseta Forsetanna. Hann er auðvitað stórvinur þáttarins og annar af stofnendum KISS ARMY. Við fáum hans álit á því sem helst er í KISS fréttum þessa tíðina ásamt léttu spjalli.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 41 min
    085 - Vasaprentari (1976 - seinni hluti)

    085 - Vasaprentari (1976 - seinni hluti)

    Seinni hluti þessa stóra og mikilvæga árs í KISSÖGUNNI, 1976. Okkar menn halda áfram túrnum sem nú breyttist í "Spirit of ´76 tour". Þeir drita frá sér smáskífum og fara í Star Theatre ásamt Eddie "effing" Kramer til að taka upp næstu plötu. Vélin er farin af stað og verður að fá olíu. Endalausa olíu. "KISS: The Originals" kemur út á fæðingardegi Forseta vors, þeir koma fram í hinum fræga "Paul Lynde Halloween Special", Ace Frehley fær raflost á sviði og spilað er á sögufrægum og einkar vel heppnuðum tónleikum bæði á Anaheim Stadium sem og á Roosevelt Stadium svona svo eitthvað sé nefnt. Beth slær í gegn eftir óvænt útspil útvarpsstöðvar nokkurrar í Kanada og Peter er þá skyndilega orðinn aðal kallinn. Svo fer jólamyndatakan í hundana sökum ástands Ace Frehley sem var í afar sérkennilegu jólaskapi þegar hún fór fram. Á sama tíma fagnar Tommy Thayer sínu 16 ára afmæli og Bubbi Morthens kemur fram opinberlega á tónleikum í fyrsta skiptið hér upp á Ísa-landi. Þetta og svo margt og mikið meira í þessum seinni hluta yfirferðar okkar um KISS-árið 1976. Endilega munið að gefa þættinum svo stjörnur í spilaranum sem notaður er við hlustun og þá minnum við á umræðuhóp þáttarins á Facebook. (KISS ARMY ICELAND hlaðvarpið - Umræðuhópur.)
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 39 min

Top Podcasts In Music

AFROBEATS & AMAPIANO w/ DJ BOAT
DJ Boat
Dj xboy the Xtreme mixes★
Dj xboy★ TheXtreme★
شيلات
ابوعبدالله
Mash-Ups Rap FR
Eli92iXV2
Youngboy unreleased
Topfilez
Nba_youngboy
Kentrell Gaulden