221 episodes

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Sociedad y cultura

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

    Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

    Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

    Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur, var föstudagsgesturinn okkar í dag. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur og núna í ágúst er von á nýrri bók um örugga tjáningu. Hún er nýorðin amma og við spurðum hana út í nýja hlutverið og skoðum fortíð, nútíð og framtíð með henni.

    Matarspjallið var svo á sínum stað og áfram héldum við að tala um sælgæti. Hvað er besta súkkulaðið og spurningu verður svarað: Þurfum við ennþá að koma heim frá útlöndum með nammi fyrir vinnustaðinn? Er þetta ekki búið eða hvað?

    Tónlistin í þættinum:
    - Einbúinn/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson)
    - Cha cha cha/Kerja (Alexi Numi) Finnska Eurovisionlagið
    - Veldu stjörnu/Ellen Kristjáns og John Grant( Ellen Kristján-Bragi Valdimar Skúlason)

    • 50 min
    Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

    Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

    Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára.


    Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins.


    Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda.

    Tónlist í þættinum:

    Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson

    -Ég nenni ekki að labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .

    • 50 min
    Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

    Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

    Við keyrðum til Dalvíkur og heimsóttum Hafstein Pálsson bónda í Miðkoti sem meirihluta ævi sinnar hefur safnað allri íslenskri útgáfu á plötum, diskum og kassettum. Þetta er stærðarinnar safn og margir krókar og kimar á heimilinu eru fullir af þessum dýrmæta fjársjóði, frá gólfi uppí loft sumsstaðar. En nú er hann hættur að safna og komin tími til segir hann.



    Hópurinn ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur sem hefur ljósmyndun að áhugamáli. Það er árlegur viðburður hjá þeim að sýna ljósmyndir sínar fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum á Akureyri og að þessu sinni er það vetrarríkið sem birtist í verkum þeirra - frost og kuldi í sólinni og gróðrinum í Lystigarðinum. Við fengum til okkar tvær ÁLFkonur, þær Agnesi Heiðu Skúladóttur og Ingu Dagnýju Eydal .



    Það var mikið um dýrðir á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina enda fagnar Sjómannafélag Ólafsfjarðar 40 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni var gefin út vegleg afmælisbók þar sem farið er yfir sögu félagsins í máli og myndum og bókinni var fyrir helgi dreift til allra heimila á Ólafsfirði. Atli Rúnar Halldórsson er höfundur bókarinnar og hann kom og sagði okkur frá viðtökunum og hvernig var að skrásetja þessa umfangsmiklu sögu.

    • 50 min
    Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

    Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

    Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu.

    Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau hjónin í Minjasafnskirkjunni hér á Akureyri og tókum þau tali.

    Arnar Símonarson eða Addi Sím eins og hann er oftast kallaður er að undirbúa brúðkaupið sitt sem fer fram 17. júní og hann er þessa dagana að sauma brúðarfötin sem þeir munu klæðast þann dag og einnig er hann búin að prjóna sokkana, geri aðrir betur. Og ekki nóg með allan saumaskapinn þá bakar hann líka kökurnar fyrir veisluna. Það er sum sé allt heimagert frá a til ö. Addi kom keyrandi frá Dalvík og sagði okkur allt um brúðkaupsundirbúninginn.

    • 50 min
    Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

    Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

    Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu, Þörf fyrir samfélags breytingar: nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál, undirstrikaði mikilvægi þess að stokka upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningastarfsmenn og nú þegar hafa 31 einstaklingar útskrifast. Við fræddumst meira um þetta hjá þeim Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformaður Geðhjálpar og Jóni Ara Arasyni sem hefur nýlokið við námskeið.

    Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rúmlega 20 árum. Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa? Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga, í nýrri bók sem var að koma út og heitir Þá breyttist allt . Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt. Þær Margrét og Guðríður komu og sögðu frá bókinni.

    Listasumar á Akureyri var sett í gær en þá er boðið upp á fjölbreyttar uppákomur og upplifanir fyrir gesti og bæjarbúa á Akureyri. Það var Egill Andrason sumarlistamaður Akureyrarbæjar sem hleypti hátíðinni af stokkunum með tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. Við fengum Egil til okkar í hljóðstofu á Akureyri og forvitnumst um hvað fleira er fram undan hjá sumarlistamanni Akureyrarbæjar, auk þess sem Almar Alfreðsson verkefnastjóri sagði okkur nánar frá hátíðinni.

    • 50 min
    Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

    Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

    Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti.

    Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins.
    Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson)

    - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr)

    - Stjörnublik : Á móti sól

    • 50 min

Top Podcasts In Sociedad y cultura

Despertando
Dudas Media
Se Regalan Dudas
Dudas Media
The Wild Project
Jordi Wild
Material narrativo
Jorge Corrales
El Estoico | Estoicismo en español
El Estoico
Asuntos animales
Podimo Spain

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Segðu mér
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Undirmannaðar
Undirmannaðar