21 episodes

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni.
Stef: K.óla

Þetta fullorðna fólk er svo skrýti‪ð‬ Útvarp 101

    • Society & Culture

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni.
Stef: K.óla

    #21 - Þetta fullorðna fólk er í jólaskapi

    #21 - Þetta fullorðna fólk er í jólaskapi

    Hlakkar þú til jólanna? Geturðu ekki beðið? Eða ertu kannski ekki ennþá komin í jólaskapið? Ertu enn að bíða eftir að jólaandinn hellist yfir þig? Hvort sem þú ert spennt/ur eða ekki, kæri Homo sapiens, þá segjum við bara gjörðu svo vel og njóttu - hér er einn jóla jóla special þáttur bara fyrir þig.

    Í þessum þætti komum við okkur í jólaskapið með því að hlusta á uppáhalds jólalögin okkar; nokkur brakandi fersk, gömul og golden, klassísk og kjút, fyndin og falleg. Við veltum fyrir okkur boðskapnum í textunum, mismunandi hljóðheimi, hvernig jólaandinn birtist í lögunum, af hverju sum lögin eru svona góð og af hverju sum eru ekki alveg að virka fyrir okkur. Hvaða íslensku jólalög eru upprunalega ítölsk? Af hverju? Hvað er málið með að nota alltaf einhver ítölsk lög? Við spilum nokkur ítölsk lög sem hefur verið breytt í íslensk jólalög og giskum á hvaða íslensku lög það eru.

    Jólaandinn hjá fullorðnum vs. börnum, pínuponsulitlir menn, ástarsamband Ariönu Grande og jólasveinsins, dramatísk börn, ítalski Bó og fyrsta beef Bjarkar og Önnulísu í sögu hlaðvarpsins (og það í friðsælasta mánuði ársins!!?).

    Lög spiluð í þættinum:
    Marea (we've lost dancing), Ég hlakka svo til, Þú komst með jólin til mín, Dopo La Tempesta, Chi Voglio Sei Tu, Gente Di Mare, Gente Come Noi, Voulez-Vous Dancer, Stúfur, Yfir fannhvíta jörð, Gleði og friðarjól, Last Christmas, Santa Tell Me, Einmana á jólanótt og tvö glæný spunalög - Einmana og enginn vill mig um jólin, Fastur í traffík.

    • 58 min
    #20 - Þetta fullorðna fólk fremur glæpi

    #20 - Þetta fullorðna fólk fremur glæpi

    Gestur þáttarins er Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði. Viðfangsefni þáttarins eru AFBROT; glæpir, refsingar, fangelsisvist og tenging mismunandi málaflokka við feðraveldið.

    

Í þessum þætti fjöllum við um ofbeldi, þ.m.t. andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Þátturinn er því þungur á köflum og honum fylgir TRIGGER WARNING.

    Af hverju fremur fólk glæpi? Hvernig er að vera í fangelsi á Íslandi? Er einhver rót eða baksaga sem flestir fangar eiga sameiginlega? Eru meðferðarprógrömm í boði fyrir fanga í fangelsum? Hvað gera þeir þegar þeir losna? Af hverju er svona há prósenta fanga karlkyns? Finnst Íslendingum íslenskir dómarar yfirleitt fella of létta eða þunga dóma? Í hvers konar samfélagi viljum við búa?

    Frelsissvipting, feðraveldið, réttarkerfið, afglæpavæðing, sjálfsskoðun, siðferði, ábyrgð, boys will be boys, öryggi borgara, ómanneskjuleg fangelsi og fangar á vinnumarkaðnum.

    • 1 hr 17 min
    #19 - Þetta fullorðna fólk berskjaldar sig

    #19 - Þetta fullorðna fólk berskjaldar sig

    Gestur þáttarins er Bjarni Snæbjörnsson leikari og höfundur. Við spjöllum um SJÁLFSVINNU, hinseginleikann, leiklist og berskjöldun Við tölum um fiðrildi, útópíur, hugleiðslu og innsæi.

    Hvernig vinnur man úr fortíðinni? Verður alltaf jafn erfitt að eiga erfið samtöl? Hvernig væri heimurinn ef við værum öll samþykkt og velkomin nákvæmlega eins og við erum? Hvernig endurforritar man sínar eigin minningar? Hvort eru vísundar eða víshundar á sléttum Ameríku?

    Segulmögnun, hugrekki, kvíði, react vs. response, glansmynd, að taka ábyrgð á sjálfum sér, tobemagnetic.com, Góðan daginn faggi, partavinna, kynslóðatrauma, að hlaupa beint í gegnum þrumuskýin til þess að komast í sólina, að endurforrita taugaenda, kvikmyndin Stutz eftir Jonah Hill.

    • 1 hr 32 min
    #18 - Þetta fullorðna fólk elskar og svíkur

    #18 - Þetta fullorðna fólk elskar og svíkur

    Gestur þáttarins er Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur og viðfangsefni þáttarins er ÁSTIN. Við spjöllum við Ásu um nýju kvikmyndina hennar Svar við bréfi Helgu og hvernig ástin birtist í henni, framhjáhöld, ákvarðanir og ákvarðanaleysi. Við ræðum líka um vinnuna sem fer fram bakvið tjöldin; starf leikstjórans, persónusköpun og leikaravinnu.

    FEITUR SPOILER ALERT! 
Ef þú hefur ekki séð myndina SVAR VIÐ BRÉFI HELGU þá inniheldur þessi þáttur fullt af spilliefni sem tengist henni. Við mælum með að þú kíkir í bíó.

    Af hverju heldur fólk framhjá? Hvernig og hvenær veit fólk hvort það á að berjast fyrir ástinni? Trúir þú á ástina?

    Tragedíur, huldumeyjar, svik, vilji og hindranir, brenglaðar hugmyndir um lífið og ástina, væntingar vs. veruleiki, prótótýpur og goðsagnakenndar tímalínur lífsins.

    • 1 hr 11 min
    #17 - Þetta fullorðna fólk sér handan þessa heims

    #17 - Þetta fullorðna fólk sér handan þessa heims

    Í þessum þætti hittum við Berglindi, miðil og heilara, sem við spjöllum við um miðlun, heilun, handanlífið og trú. Hún ber okkur meira að segja óvænt skilaboð úr öðrum víddum frá okkar persónulegu leiðbeinendum. Þessi þáttur kallar á gæsahúð, fiðring í heilann, efasemdir eða trú á drauga og handanlíf og jafn vel nokkur tár. Úff hún Berglind fer alveg með okkur...

    ,,Slæðan á milli heima er orðin mjög þunn, og því meira sem fólk er að vakna og sækja í þetta, þeim mun þynnri verður slæðan"

    Má ekki kaupa sér sín eigin tarotspil? Eru í alvörunni sjö víddir inní hverri vídd? Hvernig tengist maður handanlífinu? Getur hver sem er tengst því? Er þetta ekki scary?

    Verndarenglar, fyrri líf, tvíburasálir, tarotspil, pendúlar, rúnir, spádómar, skyggnigáfa, talnaspeki og berdreymi.

    • 1 hr 25 min
    #16 - Þetta fullorðna fólk tekur áhættur og gerir mistök

    #16 - Þetta fullorðna fólk tekur áhættur og gerir mistök

    Gestur þáttarins er Arna Magnea Danks, verðandi cameo drottning Íslands og ,,bullshit artist", að eigin sögn. Hún er lærð leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og ljóðskáld, og í þættinum ræðum við um atvinnu hennar; leiklistina, ljóðlistina og áhættuleikssenuna á Íslandi vs. Bretlandi.

    Egó, mistök, spuni, penni sem morðvopn, fyndnar sérhæfingar áhættuleikara, staðalímyndir, sjálfsást, við erum bjánar og lífið er stutt.

    ,,En ég trúði því aldrei sjálf, ekki fyrr en dauðinn beit í eyrað á mér eins og latneskur elskhugi”

    • 1 hr

Top Podcasts In Society & Culture

Ortamlarda Satılacak Bilgi
Podcast BPT
Oldu mu?
Cansu Dengey ve Rayka Kumru
Fularsız Entellik
Podbee Media
Bu Mu Yani?
BMY Medya
Hikayeden Adamlar
Podcast BPT
Nasıl Olunur
Storytel