83 episodes

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

Virðing í uppeldi medvitadirforeldrar

    • Society & Culture

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

    83. Barna og fjölskyldustofa - Farsæld barna

    83. Barna og fjölskyldustofa - Farsæld barna

    Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og Elísabet Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu spjölluðu í þættinum við Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Önnu Mjöll Guðmundsdóttur frá Fyrstu fimm - hagsmunafélagi foreldra og fagaðila um barnvænna samfélag.

    „Hvað á að gera þegar barn byrjar að eiga í vanda?“ er meðal þess sem Barna- og fjölskyldustofa einblínir á að leysa úr. Unnið er hörðum höndum að því að skapa vettvang þar sem tengiliður barns í nærumhverfi þess geti leyst úr vanda barnsins með samvinnu við foreldra og eftir atvikum annarra fagaðila með íhlutun eins fljótt og verða má. Stefnan með farsældarlögunum er að taka snemma á málunum og láta hlutina, sem hefur svo lengi verið talað um að þurfi að gera, gerast.

    Nú þegar er byrjað að útskrifa fjölmarga tengiliði farsældar í sérstöku viðbótardiplómanámi hjá HÍ og styrkja þá í komandi hlutverki. Hins vegar er fyrirséð að innleiðingin, sem nú er á öðru ári, muni taka tíma en kappkostað er við að innleiða stefnuna sem hraðast því það er gríðarlegur sálfræðilegur, efnahagslegur og samfélagslegur kostnaður sem hlýst af vanlíðan barns sem ekki fær tilhlýðilegan stuðning og aðstoð.

    Margt hefur breyst við tilkomu nýrrar stofnunar Barna- og fjölskyldustofu þar sem farsældarlögin eru rauði þráðurinn og samkvæmt Páli og Elísabetu felst það aðallega í því að stofnunin hefur beinna og skýrara þjónustuhlutverk við samfélagið.

    Það var því ákaflega áhugavert að heyra Elísabetu og Pál segja okkur frá starfi sínu og gott að heyra að þar fer fólk sem er samhljóma okkur í þessu hlaðvarpi almennt og vill gera kröfu um virðingarríka framkomu við börn, stuðning við þau og foreldra þeirra um leið og vandi byrjar og gerir sér jafnframt grein fyrir að margt er enn óunnið og verður það sjálfsagt alltaf en að það er ekki afsökun fyrir að gera ekki okkar besta fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

    • 1 hr 1 min
    82. Marta Birna

    82. Marta Birna

    Marta Birna Baldursdóttir er einstæð móðir og sérfræðingur og verkefnisstýra í kynjaðri fjárlagagerð í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
    Hún spjallar hér við Guðrúnu Ingu Torfadóttur vítt og breitt um foreldrahlutverkið og upplifun sína við að afla sér þekkingar á því sviði, sem og hvernig er að vera í fullu starfi og halda öllum boltum á lofti sem einstætt foreldri með litla aðstoð.
    Þá bregður á góma jafnframt hvort rétt sé að stefna á einhvers konar heimgreiðslur til foreldra með gleraugum kynjaðrar fjárlagagerðar til að leysa leikskólavandann, hvernig upplifun hennar er í vinnunni af því að vinna í teymi sem styður við hvert annað í foreldrahlutverkinu og hvernig hún hefur stutt við umgengni barnsföður síns við barnið þeirra með góðum árangri.
    Frábær þáttur að venju!

    • 56 min
    81. Þegar ég kynntist RIE

    81. Þegar ég kynntist RIE

    Í þættinum fáum við að heyra sögu Huldu Margrétar Brynjarsdóttur í spjalli hennar við Guðrúnu Ingu Torfadóttur. Hulda fer með miðilinn Leið að uppeldi og segir okkur frá því þegar hún kynntist uppeldisstefnunni RIE, hvaða bækur hún las fyrst, námskeið hennar hjá RIE Institute með Ruth Ann Hammond sem kennara og almennt um hvernig henni hefur fundist eftir að hún fluttist til Íslands og hóf störf í leikskóla eftir þriggja ára búsetu í Noregi. Hvað er það sem stendur upp úr að hennar mati fyrir íslenska foreldra að tileinka sér betur? Orðið er þriggja stafa, sem við höfum almennt ekki tamið okkur að nota mikið í þessu hlaðvarpi: AGI. Oft höfum við fjallað um það sem við nefnum mörk – en eftir þetta spjall er hugtakið agi mögulega komið aftur inn í orðaforðann.

    Bækur sem eru nefndar eru:
    · Unfolding of Infants’ Natural Gross Motor Development, RIE Institute
    · The Conscious Parent eftir dr. Shefali Tsabary
    · Respecting Babies eftir Ruth Ann Hammond
    og loks er minnst á fjórar tegundir uppeldisaðferða samkvæmt Diönu Baumrind.

    • 1 hr 29 min
    80. Tryggvi Hjaltason

    80. Tryggvi Hjaltason

    Tryggvi Hjaltason er duglegur að tjá sig um málefni barna og stöðuna í menntakerfinu og er sjálfur fjögurra barna faðir á aldrinum eins til tólf ára. Hann er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP og er þeim eiginleikum gæddur að hann dýfir sér djúpt ofan í málefnin sem vekja áhuga hans.

    Guðrún Inga Torfadóttir ræddi við hann um sýn hans á uppeldið, hlutverk hans sem uppalanda og maka, hvernig hann hefur þroskast í hlutverkinu, hvaðan innblásturinn hans kemur hvað það varðar og stöðuna í dag hjá drengjum sem og varðandi skjánotkun barna.

    Frábært spjall í þessum áttugasta þætti okkar!

    • 1 hr 23 min
    79. Þátturinn sem þú vilt hlusta á - með Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur

    79. Þátturinn sem þú vilt hlusta á - með Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur

    Perla Hafþórsdóttir heimsótti reynsluboltann, fag- og ástríðukonuna fyrir velferð barna, Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur, Öddu, og fékk að eiga við hana samtal um ævistarfið og þau tól og tæki sem hún hefur þróað í starfi sínum með börnum.

    Adda heldur utan um kennslu í forvörnum um ofbeldi fyrir börn, foreldra og kennara ásamt því að ræða um heilbrigð samskipti og kenna börnum að vera læs á tilfinningar sínar á stofu sinni.

    Fræðsluátakið kallast Samtalið - fræðsla ekki hræðsla. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2000 og hefur allar götur síðan unnið að forvörnum í ofbeldismálum fyrir börn. Í námskeiðs- og fræðslupakkanum sem farið er með inn í skóla og leikskóla er unnið að aðgerðaráætlun og áætlun um hvernig eigi að bregðast við ef grunur um ofbeldi vaknar. Fræðslan miðar að því að kenna fólki að þekkja merkin og auka meðvitund um ofbeldi.

    Lausnarhringurinn varð síðan til þegar hún starfaði í leikskólanum Brákarborg. Hún var með elstu börnin sem áttu erfitt að finna taktinn saman þar til Arnrún beindi kröftum þeirra sameiginlega að því að finna lausnir og geta unnið betur saman. Lausnarhringurinn er verkfæri með sjö gildum eða reglum sem aðstoða börn við að leita lausna í samskiptum. Börnin tóku því virkan þátt í gerð Lausnarhringsins ásamt fleira starfsfólki og það er lykillinn að því að hann virkar jafn vel og hann gerir.

    Þetta er því sérdeilis frábær þáttur fyrir foreldra jafnt sem fagfólk. Njótið vel.

    • 1 hr 24 min
    78. Mörk og samfélagslegt uppeldi

    78. Mörk og samfélagslegt uppeldi

    Eftir gríðarlega neikvæðar fréttir að undanförnu um líðan barna, eineltismál, frásagnir af ofbeldi og með menntamálin í deiglunni töldum við rétt að taka aðeins púlsinn hjá tveimur frábærum sem vita talsvert um hlutina.

    Anna Rakel Aðalsteinsdóttir, félagsfræðingur og sáttamiðlari hjá Foreldrahúsi og Sólveig María Svavarsdóttir, heimakennari, unnu eitt sinn saman í grunnskóla. Þær hafa báðar gríðarmikla reynslu að baki að því að vinna með börnum, horfa á kerfið innan og utan frá, ala upp sín eigin börn og ala sig upp sjálfar aftur í leiðinni. Það var frábært að fá þær í opið spjall og barst talið m.a. að:
    - Hvert er hlutverk foreldra?
    - Hvernig setjum við mörk?
    - Hvert er skólasamfélagið að stefna?
    - Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru og hvernig getum við reynt að hreyfa þessa stóru skútu í átt til breytinga?

    Frábært og hugvekjandi spjall sem ég vona að við höfum öll gott af.

    Upptöku stjórnaði Guðrún Inga Torfadóttir en hún vitnaði nokkrum sinnum í nýja bók dr. Becky, Good Inside. Mælum með henni!

    • 1 hr 37 min

Top Podcasts In Society & Culture

Podcast BPT
Beyhan Budak
Podbee Media
BMY Medya
Podbee Media
Storytel

You Might Also Like

normidpodcast
Helgi Ómars
Ásgrímur Geir Logason
Ási
Spjallið Podcast
Þarf alltaf að vera grín?