46 episodes

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

Á mannauðsmáli Á mannauðsmáli

    • Business
    • 5.0 • 2 Ratings

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

    46. Unnur Ýr Konráðsdóttir - Lucinity

    46. Unnur Ýr Konráðsdóttir - Lucinity

    Unnur hjá Lucinity situr til móts við mig á þessum fallega degi. Við nöfnurnar ætlum að tala um skemmtilega starfsþróun Unnar yfir í mannauðsmálin, hvernig það er að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki og auðvitað almennan áhuga okkar á þessum elskulega málaflokki.

     Styrktaraðilar þáttarins eru ekki af verri endanum eins og alltaf
    – Akademias, HOOBLA, YAY, Moodup, Alfreð og GIGGÓ.

    • 53 min
    45. Jakobína Árnadóttir - Hrafnista

    45. Jakobína Árnadóttir - Hrafnista

    Gestur þáttarins heitir Jakobína og starfar sem mannauðsstjóri Hrafnistu. Við settumst niður og ræddum stefnumótunarvinnu,
    fræðslumál, styttingu vinnuvikunnar og allskonar skemmtilegt sem er í gangi hjá þeim. Í raun má segja að undanfarin ár hafi Hrafnista farið í gegnum mikið umbreytingarferli og það kemur skýrt fram miðað við það sem hún segir okkur.
    Þau vinna meðal annars með það að þau eru þjónustufyrirtæki og það sem kjarnar starfseminnar þeirra er í raun þetta:

    “Við vinnum á heimili fólks en þau búa ekki á vinnustaðnum okkar!”

     

    Styrktaraðilar þáttarins eru ekki af verri endanum –
    Akademias, HOOBLA, YAY, Moodup og Alfreð.

    • 47 min
    44. Adriana Pétursdóttir - Formaður Mannauðs

    44. Adriana Pétursdóttir - Formaður Mannauðs

    Í spjallið til mín að þessu sinni kom Adriana Pétursdóttir. Ég þarf varla að kynna hana til leiks en hún starfar sem leiðtogi starfsmannaþjónustu RIO TINTO og í byrjun árs tók hún við sem
    formaður Mannauðs, okkar allra besta mannauðsfélags. Við vorum svo sem sammála um það að við hefðum getað spjallað í marga klukkutíma en hér á eftir förum við yfir allt þetta helsta – Mannauðsdaginn sjálfan, hvað hún brennur helst fyrir
    í tengslum við mannauðsmál og svo auðvitað þróunin framundan. Svo er nú smá rúsína í pylsuendanum, þetta er sem sagt þáttur nr. 44 og í fyrsta skipti lentum við í smá tæknilegum örðugleikum. Ekkert alvarlegt sem betur fer en það
    er sem sagt smá fiff þarna í lokin sem ég vona að þið getið fyrirgefið :)

     

    Styrktaraðilar þáttarins eru ekki af verri endanum –
    Akademias, YAY, Moodup og Alfreð.

    • 1 hr 19 min
    43. Aðalheiður Hreinsdóttir - LearnCove

    43. Aðalheiður Hreinsdóttir - LearnCove

    Gestur þáttarins heitir Aðalheiður Hreinsdóttir, kölluð Heiða, og
    starfar sem framkvæmdastjóri LearnCove. Og hvað er nú LearnCove eiginlega?

    Jú það er auðvitað fræðslukerfi sem Heiða ætlar að segja okkur frá í þessu
    lauflétta spjalli. Við ræddum um hvað kerfið býður upp á, hverjir eru kostir þess, hversu notendavænt það er og af hverju þetta kerfi er betra en önnur. Til þess að fá að vita allt um það er bara um að gera að koma sér vel fyrir og leggja við hlustir.

     Styrktaraðilar þáttarins eru alveg geggjaðir –
    Akademias, YAY, Moodup og 50skills.

    • 32 min
    42. Sverrir Hjálmarsson - Akademias

    42. Sverrir Hjálmarsson - Akademias

    Góðan daginn kæru hlustendur. Gestur þáttarins heitir Sverrir
    Hjálmarsson og starfar sem ráðgjafi hjá Akademias. Við Sverrir eigum það
    sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fræðslumálum og þess vegna er það aðal
    umræðuefni þáttarins. Sverrir segir okkur frá starfi sínu hjá Akademias og
    þeirri þróun sem á sér stað hjá þeim. Þar má meðal annars nefna fjölbreyttar
    námsleiðir, rafræna fræðslusafnið, sprettina og fleira skemmtilegt. Við ræddum
    líka aðeins starfsþróun og svo gervigreind í tengslum við fræðslumál.
    Stórskemmtilegt spjall þó ég segi sjálf frá!

    • 1 hr 10 min
    41. Inga Þórisdóttir - Via Optima

    41. Inga Þórisdóttir - Via Optima

    Í spjallið til mín að þessu sinni kom Inga Þórisdóttir sem starfar sem stjórnendaþjálfi hjá Via Optima. Hún segir okkur frá öllum þeim verkefnum sem hún sinnir í starfi sínu en áhuginn liggur aðallega í stjórnendaþjálfun, starfsmannasamtölum ásamt streitu, kulnun og öllu sem það tengist. Inga segir okkur einnig frá sinni einlægu upplifun af því að vera sagt upp störfum og hvernig maður þarf sjálfur að bera ábyrgð á sinni vegferð og skapa þannig tækifæri.

    Styrktaraðilar þáttarins eru ekki af verri endanum eins og alltaf – Akademias, YAY, Moodup og 50skills.

    • 47 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In Business

Money Rehab with Nicole Lapin
Money News Network
REAL AF with Andy Frisella
Andy Frisella #100to0
The Ramsey Show
Ramsey Network
Young and Profiting with Hala Taha
Hala Taha | YAP Media Network
The Money Mondays
Dan Fleyshman
The Dough
Lemonada Media

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Þjóðmál
Þjóðmál
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Beint í bílinn
Sveppalingur1977