19 episodes

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

Á mannauðsmáli Podcaststöðin

  • Business
  • 5.0, 2 Ratings

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

  19. Gunnur Líf Gunnarsdóttir - Samkaup

  19. Gunnur Líf Gunnarsdóttir - Samkaup

  Gestur þáttarins kom í heimsókn í Nóa Síríus-stúdíóið í Podcaststöðinni og heitir Gunnur Líf Gunnarssdóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum. Við Gunnur ræddum um öfluga vinnustaðamenningu hjá Samkaup, hvað liðsheildin er sterk og hversu mikilvægt það er að halda vel utan um starfsfólkið sitt. Hún tók við starfinu fyrir um tveimur árum og lagði strax mikla áherslu á að kynnast störfunum og fólkinu, fór hringinn í kringum landið og raðaði snakkpokum í hillur. Með þessu fannst henni tengslin styrkjast bæði við starfsfólkið og til þess að fá innsýn í störfin sjálf. Út frá þessari þekkingu hafði hún tækifæri til þess að bæði taka ákvarðanir og leiðbeina starfsfólki. Við ræddum einnig öfluga fræðslumenningu hjá þeim og margt fleira áhugavert sem þau hafa unnið að seinustu ár.

  Þátturinn er í boði Alfreð og Origo. 

  • 53 min
  18. Ásta Bjarnadóttir - Landspítali

  18. Ásta Bjarnadóttir - Landspítali

  Gestur minn að þessu sinni heitir Ásta Bjarnadóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála á Landsspítalanum. Svona til þess að gefa ykkur góða mynd af því mannauðsstarfi sem fer fram á spítalanum þá starfa um 60 manns við ráðningar, stjórnendaráðgjöf, laun og önnur mál. Ásta hefur starfað nánast óslitið við mannauðsmál sem mannauðsstjóri, háskólakennari eða ráðgjafi á því sviði frá því að hún lauk doktorsprófi í vinnu- og skipulagsfræði frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum haustið 97. Starfið á spítalanum er viðamikið og ræðum við meðal annars hvernig miðlæg mannauðsþjónusta virkar, jafnlaunavottun sem tók 1 og hálft ár og svo hvernig verkefnamiðað vinnurými hefur reynst vel undanfarið. Auk þessa kemur miklu meira skemmtilegt fram í spjallinu okkar. 

  Þátturinn er í boði 50skills og Origo. 

  • 1 hr 17 min
  17. Helgi Héðinsson - Líf og sál

  17. Helgi Héðinsson - Líf og sál

  Hann heitir Helgi og starfar sem sálfræðingur á Líf og sál sálfræðistofu. Helgi starfar mikið með íþróttafólki í sinni vinnu og við ræddum meðal annars hvernig hóp íþróttir geta endurspeglað teymi á vinnustöðum. Við ræddum einnig Meeto byltinguna og þar komum við inná hvernig hún hefur breytt samfélaginu til hins betra, hvernig tímarnir voru fyrir byltinguna, eftir hana og stöðuna í dag. Hvað það er sem stjórnendur þurfa að taka með sér og læra á þessari byltingu eða eins og Helgi orðaði það “stjórnendur eru orðnir soldið stressaðir”. Að auki töluðum við líka um kulnun og streitu og hvort að þetta sé vandamál vinnustaðanna en ekki bara hluti af lífinu sjálfu?

  Þátturinn er í boði Alfreð og Origo. 

  • 1 hr 14 min
  16. Guðrún Snorradóttir - Stjórnendamarkþjálfi

  16. Guðrún Snorradóttir - Stjórnendamarkþjálfi

  Gestur þáttarins er Guðrún Snorradóttir. Hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi og er nýbúin að opna eigin heimasíðu sem heitir gudrunsnorra.com. Spjallið okkar Guðrúnar einkenndist af því hverjir eru styrkleikar stjórnenda, hvernig mannlegi þátturinn er grundvöllur í árangri þeirra og hvernig kynslóðabilið getur haft áhrif á aðferðir stjórnenda til þess að ná árangri með sína starfsmenn. Svo töluðum við um hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar störf, teymisvinnu og aðrar mannauðstengdar áherslur sem eru að ryðja sér til rúms í dag.

  Þátturinn er í boði 50skills og Origo. 

  • 59 min
  15. Steinar Þór Ólafsson - Skeljungur

  15. Steinar Þór Ólafsson - Skeljungur

  Hann heitir Steinar Þór er markaðsstjóri Skeljungs. Hann er ekki  sérfræðingur í mannauðsmálum en undanfarið hefur hann komið fram með skemmtilegar pælingar sem tengjast vinnustöðum og ástæða þess að ég vildi fá hann í spjall er sú að hann hefur verið að setja fram ýmsar pælingar sem flestir hugsa um en enginn þorir að segja upphátt. Við ræddum vinnustaðamenninguna, gildi, tölvupóstinn, fyrirtæki sem fjölskyldur og svo margt fleira. Við ræddum truflina sem getur verið svo mikil þegar maður reynir að einbeita sér að verkefnum og hvort að það væri kannski bara hentugast að vera með ákveðna fundardaga.

  Þátturinn er í boði Alfreð og Origo. 

  • 1 hr 18 min
  14. Sigurjón Þórðarson - Capacent

  14. Sigurjón Þórðarson - Capacent

  Sigurjón starfar sem ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent. Sigurjón segir okkur skemmtilega sögu frá því hvernig hann byrjaði að sinna hópeflisstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og við ræddum meðal annars hvaða styrkleika stjórnandi þarf að hafa. Stefnumótun er einnig ofarlega í huga Sigurjóns og þar fórum við yfir helstu atriði sem eru mikilvæg ef það verkefni á að heppnast vel.

  • 59 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In Business

Listeners Also Subscribed To