27 episodes

Viðtalsþáttur í umsjón Völu Rúnar Magnúsdóttur og Vöku Njálsdóttur þar sem lögð er áhersla á reynsluheim kvenna sem skarað hafa fram úr á sínu sviði.

Þegar ég verð stór Útvarp 101

  • Society & Culture
  • 5.0, 12 Ratings

Viðtalsþáttur í umsjón Völu Rúnar Magnúsdóttur og Vöku Njálsdóttur þar sem lögð er áhersla á reynsluheim kvenna sem skarað hafa fram úr á sínu sviði.

  Bára Hólmgeirsdóttir - Eigandi og stofnandi Aftur

  Bára Hólmgeirsdóttir - Eigandi og stofnandi Aftur

  Við fengum Báru Hólmgeirsdóttur, eiganda og stofnanda Aftur. Við spjölluðum um umhverfismál, mikilvægi endurnýtingar á efnum, hugmyndina á bakvið Aftur, hvernig það var að stofna sjálfbæran rekstur þegar fólk vissi varla hvað sjálfbærni var og mikilvægi þess að taka umhverfismál alvarleg.

  Þátturinn var fluttur á Útvarp101 þann 20.nóvember

  • 44 min
  Gréta María Grétarsdóttir - Framkvæmdastjóri Krónunnar

  Gréta María Grétarsdóttir - Framkvæmdastjóri Krónunnar

  Gestur þáttarins að þessu sinni er Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún kíkti til okkar og spjallaði við okkur um hennar feril sem körfuboltakona, hennar fyrstu skref í ferlinum, umhverfismál, ábyrgð fyrirtækja og margt fleira skemmtilegt.

  Þátturinn var fluttur á Útvarp101 þann 6.nóvember.

  • 1 hr
  Ragna Árnadóttir - Skrifstofustjóri Alþingis

  Ragna Árnadóttir - Skrifstofustjóri Alþingis

  Ragna Árnadóttir er fyrsta konan til þess að gegna embtætti skrifstofustjóra Alþingis. Áður var hún forstjóri Landsvirkjunar, og þar áður dómsmálaráðherra. Við spjölluðum um hennar æsku, hvernig það er að vinna í stjórnsýslu, hversu karllægur orkugeirinn er, um ofurkonuna sem er ekki til og fæðingarþunglyndi.

  Þátturinn var fluttur á Útvarp101 30.október.

  • 1 hr 10 min
  Ásta S. Fjeldsted - Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

  Ásta S. Fjeldsted - Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

  Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Ásta S. Fjeldsted, kom til okkar í yndislegt spjall. Ásta hefur farið víða, hún ólst upp hér heima, fór í verkfræði í DTU í Kaupmannahöfn, vann fyrir Össur í Frakklandi, McKinsey í Danmörku og Japan og er tiltölulega ný flutt heim. Hún ræddi hennar frábæra árangur sem hún hefur náð í atvinnulífinu, hvernig best er að tækla erfið verkefni, að búa erlendis og margt fleira.
  Þátturinn var fluttur á Útvarp101 þann 23. október.

  • 1 hr 11 min
  Salóme Guðmundsdóttir - Framkvæmdastjóri Icelandic Startups

  Salóme Guðmundsdóttir - Framkvæmdastjóri Icelandic Startups

  Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, kíkti til okkar í frábært spjall. Hún ólst upp í Hlíðunum, eins og fáránlega margir viðmælenda okkar, fór í Versló og síðar í viðskiptafræði í HR. Þegar hún var einungis 27 ára var hún orðin stjórnandi í HR. Við töluðum um ábyrgð ungra stjórnenda, konur í nýsköpun, nýsköpunarumhverfið á Íslandi, hvernig maður undirbýr sig fyrir atvinnuviðtal og hvernig hugmynd verður að veruleika.

  • 1 hr 1 min
  Sigríður Margrét Oddsdóttir - Framkvæmdastjóri Lyfju

  Sigríður Margrét Oddsdóttir - Framkvæmdastjóri Lyfju

  Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, kíkti til okkar í frábært spjall. Hún ólst mest megnis upp út á landi, fór í Verzló og ákvað síðan að fara í Háskólann á Akureyri. Við spurðum hana útí fyrstu skrefin eftir nám, hvernig hún vann sig upp sem forstjóri Já.is eftir að hafa umbreytt rekstri fyrirtækisins, afhverju hún fór yfir til Lyfju og hver framtíð lyfja og apóteka verður.

  Þátturinn var fluttur á Útvarp101 9.október.

  • 1 hr 10 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
12 Ratings

12 Ratings

BoseFan83 ,

Frábært hlaðvarp!

Kasta hrósi á þetta frábæra hlaðvarp. Frábært í alla staði. Spyrlarnir og viðmælendur, alltaf afburða. Takk fyrir mig og kerp up the good work!

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To