9 episodes

Þrír á stöng er hlaðvarp um veiði, hnýtingar og tækni. Umsjónarmenn eru Árni Kristinn Skúlason, Hafsteinn Már Sigurðsson og Jón Stefán Hannesson.

Þrír á stöng Þrír á stöng

  • Sports

Þrír á stöng er hlaðvarp um veiði, hnýtingar og tækni. Umsjónarmenn eru Árni Kristinn Skúlason, Hafsteinn Már Sigurðsson og Jón Stefán Hannesson.

  #9 Gædinn,Sölumaðurinn og gæðablóðið Sindri Hlíðar

  #9 Gædinn,Sölumaðurinn og gæðablóðið Sindri Hlíðar

  Gestur þáttarsins er ekki af verri endanum, Sindri Hlíðar Jónsson kom til okkar og gerði upp sumarið. Sindri er einn af eigendum Fishpartner og fáir eru jafn mikið við árbakkann og hann á sumrin.
  Þátturinn er fullur af skemmtilegum sögum en það er reynt á tilfinningar og voru nokkur tár felld þegar sindri fer yfir hinar ýmsu hliðar þess að vera gæd og kynnast sorgum og sigrum í þeim heimi.
  Njótið, þessi þáttur er magnaður!

  • 2 hr 11 min
  #8 Ísbrjóturinn Stefán Sigurðsson

  #8 Ísbrjóturinn Stefán Sigurðsson

  Jæja, fyrsti gestur vetrarins er enginn annar er Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters. Það er nóg að gera hjá honum þessa dagana því hann og Harpa Hlín konan hans voru að taka við Ytri Rangá. Stefán fer yfir fyrirkomulagið og útskýrir þær breytingar sem eiga sér stað fyrir næsta ár. Einnig förum við yfir hnúðlaxa, Leirá, Vatnasvæði Lýsu og síðan kemur mögulega eitt flottasta veiðilag sem við höfum heyrt. Njótið! Aveijó veijó

  • 2 hr 18 min
  #7 Þriggja stanga tal vol 2

  #7 Þriggja stanga tal vol 2

  Jæja kæra veiðifólk

  Þá er komið að því að sumarið er að hörfa fyrir vetrinum og veiðin að klárast um allt land.
  Hvað er þá betra en að byrja aftur á fullu með Þremur á stöng?
  Í fyrsta þætti vetrarins förum við félagarnir yfir veiðisumarið okkar og komandi vetur.
  Smá sprell og stemning.
  Vonandi njótið þið því við nutum.
  Góðar stundir.

  • 1 hr 37 min
  #6 Gunnar Bender - punktur.

  #6 Gunnar Bender - punktur.

  Gestur þáttarins er maður sem vart þarf að kynna. Gunnar Bender hefur verið í veiðinni síðan elstu menn muna. Fyrstur með fréttirnar og alltaf með puttann á púlsinum. Allir þekkja Benderinn. Njótið.

  • 2 hr 48 min
  #5 Helga veiðir - Bæjarlækurinn og kavíarinn

  #5 Helga veiðir - Bæjarlækurinn og kavíarinn

  Í þætti vikunnar er Helga Gísladóttir til viðtals. Það þekkja hana margir undir nafninu 'Helga veiðir' á samfélagsmiðlum. Krókurinn beygðist snemma hjá Helgu og hún stundaði fiskræktun í læknum við sveitabýli fjölskyldunnar þegar hún var ung stúlka. Helga smíðaði sér sína fyrstu veiðistöng sjálf og aflaði á hana með góðum árangri. Á fullorðinsárunum blossaði svo ástríðan upp í Veiðivötnum og síðar hjá kvennadeild SVFR en í kjölfarið verður Helga heltekin af fluguveiði. Baráttan við að elska að hata laxveiði og hata að elska laxveiði gerir vart við sig. Best líður Helgu þó í bæjarlæknum en það kallar hún Þjórsá.
  Helga er einnig fær fluguhnýtari og hún segir okkur meðal annars frá nýjustu smíð sinni af væsnum, flugu sem hún kallar Kavíarinn. Sú hefur nú þegar vakið eftirtekt bæði manna og fiska.
  Þetta var ansi skemmtilegt spjall sem við áttum. Vonandi hafið þið gaman að því við höfðum það.

  • 1 hr 41 min
  #4 Veiði Eiður- Fluguhnýtingarnar og vötnin á höfuðborgarsvæðinu.

  #4 Veiði Eiður- Fluguhnýtingarnar og vötnin á höfuðborgarsvæðinu.

  Kæra veiðifólk

  Í þessum geggjaða þætti fáum við engan annan en Eið Kristjánsson í heimsókn. Það mætti segja að Eiður hafi byrjað fremur seint í veiði og hnýtingum en á þeim tíma sem hann hefur iðkað hvort tveggja hefur hann náð ótrúlegum árangri. Í þættinum köfum við djúpt í vötnin á höfuðborgarsvæðinu og tökum sérstaklega fyrir Vífilsstaðavatn og Elliðavatn og eftir hlustun ættu allir, og þá meinum við allir, að geta veitt í þessum vötnum. Við ræðum að sjálfsögðu fluguhnýtingar Eiðs og vinsæla YouTube-rás hans þar sem hann gerir hnýtingunum skil.

  Njótið því við meira en nutum.

  • 2 hr 48 min

You Might Also Like