24 episodes

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Heimsglugginn RÚV

    • News
    • 5.0 • 8 Ratings

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

    Efnahagsmál og breska samveldið

    Efnahagsmál og breska samveldið

    Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa.

    Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.

    • 24 min
    Glæpagengi í Svíþjóð, vandræði Ernu Solberg og Take the money and run

    Glæpagengi í Svíþjóð, vandræði Ernu Solberg og Take the money and run

    Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt, utanríkisráðherra, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, eru í vandræðum vegna hlutabréfaviðskipa eiginmanna sinna.

    Take the Money and Run, hirtu peningana og forðaðu þér, er heiti á listaverki sem danski myndlistamaðurinn Jens Haaning gerði fyrir Kunsten Museum of Modern Art í Álaborg. Safnið sendi listamanninum 538 þúsund danskar krónur í seðlum því listamaðurinn hugðist líma seðlana við strigann á málverkum sem áttu að tákna meðallaun í Danmörku og Austurríki. En Haaning hirti peningana og sendi safninu tvo tóma ramma. Lasse Andersen, forstöðumaður Kunsten, taldi listamanninn hafa brotið samning sem gerður var um verkin. Safnið fór því í mál við Haaning og bæjarréttur Kaupmannahafnar dæmdi í vikunni að listamaðurinn ætti að skila peningunum.

    Af þessu tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Steve Miller Band, Take the Money and Run.

    • 23 min
    State of Chaos-Ríki í ringulreið Bresk stjórnmál 2016-2023

    State of Chaos-Ríki í ringulreið Bresk stjórnmál 2016-2023

    BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa þætti í Heimsglugga vikunnar.

    • 24 min
    Björgun danskra gyðinga

    Björgun danskra gyðinga

    Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í Danmörku. Rothenborg giftist seinna Guðrúnu Sigríði Jakobsdóttur, systur Svövu, Jökuls, Þórs og Jóns Einars Jakobsbarna. Daniel Hans Erlendsson, dóttursonur Rothenborgs, ræddi nýlega við afa sinn um þessa atburði og við heyrðum brot úr því viðtali.

    • 23 min
    Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Visegrád löndin

    Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Visegrád löndin

    Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu og samvinnu við Bandaríkin með NATO aðild. Bogi og Hilmar ræddu einkum stöðuna í Austur-Evrópu og Úkraínu.

    • 23 min
    Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels

    Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels

    Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og honum að halda.

    Ahtisaari vann meðal annars að friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hann gagnrýndi stærstu ríki heims og hvernig þau beittu sér í deilunni þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hann sagði að friður væri spurning um vilja. Allar deilur væri hægt að leysa.

    Það virðist ekki mikill friðarvilji fyrir botni Miðjarðarhafs þessa stundina. Eftir skelfilega hermdarverkaárás Hamas á Ísrael og þau hryllilegu grimmdarverk sem þá voru framin hefur herafli Ísraels ráðist af mikilli hörku gegn Gasa-svæðinu þar sem á þriðju milljón Palestínumanna býr á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið. Síðasta voðaverkið var árás á Al Ahli Arab Babtista-sjúkrahúsið á norðurhluta Gasa þar sem allt að 500 manns biðu bana. Ísraelsstjórn og Hamas kenna hvorir öðrum um. Ómögulegt virðist að slá föstu hver ber ábyrgð en ólíklegt virðist að þetta hafi verið viljaverk

    • 22 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
8 Ratings

8 Ratings

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Serial
Serial Productions & The New York Times
Up First
NPR
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
Pod Save America
Crooked Media
The Megyn Kelly Show
SiriusXM

You Might Also Like

Heimskviður
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Í ljósi sögunnar
RÚV
Þetta helst
RÚV
Eftirmál
Tal
Spegillinn
RÚV