
36 episodes

Dótakassinn Dótakassinn
-
- Health & Fitness
-
-
5.0 • 1 Rating
-
Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Netfang: dotakassinnhladvarp@gmail.com.
-
ADHD og nám
Í þættinum í dag er fjallað um ADHD og nám. Fjallað um trix og tól sem hafa nýst einstaklingum með ADHD til að ná betri tökum námi og námsskipulagi.
Vilt þú senda inn hugmynd inn í Dótakassann?
Hámarksárangur í námi með ADHD -
Hvað er ADHD?
Í þættinum í dag er fjallað um ADHD. Fjallað er um helstu hugtök og pælingar sem oft koma til tals í kringum ADHD og þegar fólk er að velta því fyrir sér hvort það sé með ADHD. Hvað er ADHD? Hvaða áhrif hefur það á fólk?
Tenglar:
Ertu með hugmynd að efni fyrir Dótakassann?
ADHD samtökin
Lífið með ADHD -
Markmið
Í þættinum í dag er fjallað um hversvegna gott getur verið að setja sér markmið og hvernig hægt er að brjóta stór markmið upp í lítil skref og ná þannig aukinni færni og betri árangri í því sem við erum að fást við.
Tenglar á efni sem tengjast efni þáttarins:
- Að setja sér markmið
- SMART markmið
- Markmiðsetning -
Að taka stöðuna
Í þættinum í dag er fjallað um að taka stöðuna á sjálfu sér og verkefnunum sem við erum að takast á við. Horfum inn í veturinn. Hvað viljum við gera öðruvísi í vetur en í fyrra og hvernig byrjum við á því að skipuleggja taktíkina hjá okkur og setja okkur í stellingar til að ná þeim markmiðum og áföngum sem við stefnum að.
-
Fimm leiðir að vellíðan - Að gefa af sér
Þessi þáttur er loka þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan.
Í þættinum í dag er farið yfir það hvernig við getum gefið af okkur til annara og til samfélgsins. Að gefa af sér hefur margvísleg jákvæð áhrif á okkur sjálf og á aðra og margt sem kemur til greina.
Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/ -
Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra
Þessi þáttur er fjórði þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan.
Í þættinum í dag er farið yfir hvers vegna það er góð hugmynd að leyfa sér að læra eitthvað nýtt út lífið. Að vera forvitin og læra eitthvað nýtt hefur margskyns jákvæð áhrif á heilsu og líðan og flestir hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað sem þeir hafa ekki haft tök á að læra hingað til.
https://5leidir.blogspot.com/