36 episodes

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum

Fæðingarcast Podcaststöðin

  • Parenting

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum

  Gerður - nokkrar vikur í útvíkkun

  Gerður - nokkrar vikur í útvíkkun

  Gerður kemur til okkar í þessum extra langa þætti og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á einn son hann Hektor sem er orðin 11.ára gamall  og átti hún hann á Akranesi. Við ræðum um meðgönguna, fæðinguna og sængurleguna. Svo förum við alveg út fyrir topic og ræðum um fullt af skemmtilegum og fræðandi aukahlutum! Við skemmtum okkur konunglega í tökum og er Gerður klárlega móðir sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar

  -

  -

  Þessi þáttur er i samstarfi með Alvogen, Blush.is og Hipp

  • 2 hr 5 min
  Elín Rut - Heimafæðing

  Elín Rut - Heimafæðing

  Elín Rut kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á 2 börn sem hún átti bæði heima hjá sér. Við tölum um báðar meðgöngunar en þær voru mjög misjafnar, báðar fæðingarnar, en þar sem hún var heima að fæða bara með ljósmæður hjá sér er engin deyfing í boði og gengu fæðingarnar ekki áfallalaust fyrir sig og er magnað að heyra þessar frásagnir. Svo ræðum við um fyrstu dagana og hvernig það er að vera bara heima allan tímann. Ótrúlega falleg og skemmtileg frásögn frá magnaðri móður.

  Þátturinn er í boði Alvogen og Blush

  • 1 hr 24 min
  Íris - Erika Sól

  Íris - Erika Sól

  Íris kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu.
  Hún á eina dóttir hana Eriku Sól.
  Við ræðum um meðgönguna sem gekk ágætlega þrátt fyrir Covid bylgju, fæðinguna en þau ákváðu að eiga Eriku á Akranesi.
  Við ræðum líka um fyrstu vikurnar en Íris ákvað að hætta með Eriku á brjósti og ræðir það og léttirinn sem því fylgdi.
  Þátturinn er í boði Hulan.is , Blush & Alvogen.

  • 1 hr 10 min
  Margrét Gnarr - Elías Dagur

  Margrét Gnarr - Elías Dagur

  Margrét Kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu en hún á einn 8 mánaða son hann Elías Dag. 

  Eftir að hafa haldið að hún gæti ekki eignast börn kom það henni heldur betur á óvart þegar hún fattaði að hún væri ólétt, við ræðum um meðgönguna og hvernig það er að upplifa meðgöngu eftir að hafa barist við lystarstol, fæðinguna og fyrstu vikurnar eftir að hún átti,

  Falleg, einlæg og hreinskilin frásögn frá yndislegri stelpu með höfuðið á réttum stað. Þessi þáttur er í samstarfi með Alvogen og Blush

  • 1 hr 32 min
  Hildur Marín - Bráðakeisari á 32 viku.

  Hildur Marín - Bráðakeisari á 32 viku.

  Hildur kemur og segir okkur frá sinni fæðingarreynslu. Hún á eina 5 og hálfs árs gamla stelpu sem fæddist 8 vikum fyrir tíman. Hildur er með blóðsjúkdóm sem veldur því að blóðið hennar storknar ekki nógu hratt og förum við yfir hvernig það hafði áhrif á meðgönguna og svo fæðinguna, en hún endaði í bráðakeisara á 32 viku. Falleg frásögn frá yndislegri stelpu sem leyfir engu að stela gleðinni frá sér.
  Þátturinn er í boði Alvogen . 

  • 43 min
  Alma Glóð - Einstök móðir

  Alma Glóð - Einstök móðir

  Alma Glóð er einstök 24 ára móðir sem eignaðst son sinn fyrr á þessu ári með gjafasæði.
  Hún segir okkur frá öllu ferlinu, hvernig hún valdi sæði  og  frá uppsetningunni en hún fór fram í Kenya eftir að Alma hafi verið með
  hálfan fótinn þar síðustu ár.  Svo förum við yfir meðgönguna og fæðinguna en það gekk bæði eins og í sögu. Yndisleg og einlæg frásögn frá magnaðri konu sem lætur ekkert stoppa sig.

  • 58 min

Top Podcasts In Parenting

Listeners Also Subscribed To