314 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

    • Music
    • 4.8 • 74 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

    (Everything I Do) I Do It for You – Ör beint í hjartað

    (Everything I Do) I Do It for You – Ör beint í hjartað

    Bryan Adams – (Everything I Do) I Do It for You Þér er boðið í ferðalag. Hoppaðu upp á hestvagninn. Litli-Jón slær keyri í gamla bikkju og þú þýtur af stað í gegnum Skírið með fríðu föruneyti. Þetta er þeysireið, framhjá miðaldamörkuðum þar sem menn skjóta örvum og konur í þreföldum pilsum dansa. Við rjúkum […]

    • 1 hr 7 min
    Going Home: Theme from Local Hero – Allt er fyrirgefið

    Going Home: Theme from Local Hero – Allt er fyrirgefið

    Mark Knopfler – Going Home (Theme from Local Hero) Andinn. Stemningin. Newcastle upon Tyne. Þú þarft ekki að vera bestur, þú þarft ekki að vinna titla, þú þarft bara að vera góður við mömmu þína og gera við vaska. Þú ert hetja heimaslóðanna og við fyrirgefum þér mistök þín. Fílalag vaknar til lífsins á afmælisári […]

    • 53 min
    Teenage Dirtbag – Í aldingarði incelsins

    Teenage Dirtbag – Í aldingarði incelsins

    Wheatus – Teenage Dirtbag Girtu kakíbuxurnar upp að handakrikum þannig að pínulítið hjartað skýlist undir beltissylgju úr látúni. Fáðu þér oreo og mjólk eftir skóla. Það er keila í kvöld. Farðu út í K-Mart til að kaupa kanil því ef veröld þín lyktar ekki af kanil þá er hún ekki lengur númer eitt. Hálfsjálfvirkir bílar, hálfsjálfvirkar […]

    • 1 hr 16 min
    My Heart Will Go On  – Stirðnandi klökka hjartalausa djúp

    My Heart Will Go On  – Stirðnandi klökka hjartalausa djúp

    My Heart Will Go On (Love Theme from Titanic) – Celine Dion Blómabúðalykt. Orð sem voru hvísluð svo lágt að þau aldrei heyrðust. Unglingaherbergið sem stendur óhreyft. Þú heyrir panflautuleik á torgi í útlöndum. Ódýran, ómerkilegan panflautuleik spilaðan af kasettu. En þú færð kökk í hálsinn. Því þú ert lille og heimurinn er stór. Að […]

    • 1 hr 18 min
    Got My Mind Set On You – Fjórfaldur skeinipappír í kók

    Got My Mind Set On You – Fjórfaldur skeinipappír í kók

    George Harrison – Got My Mind Set on You Hawai-skyrtuklædd Samsonite taska með bavíana-rass situr á Kastrup og drekkur 40 millítra af colgate tannkremi. Last call for boarding. Útitekinn maður opnar Fosters dós í verkfæraskúr. Hann leggur garðklippurnar á hilluna, gengur út og sest upp á leggjalangan flamingóa og tekst á loft. Á húsþaki í […]

    • 49 min
    Sing – Hjakk og spaghettí

    Sing – Hjakk og spaghettí

    Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt blik í augum, sviti á efri vörum. Sami straumur og sló raflosta sínum yfir augu Syd Barrets lýstur inn í herbergi rafsurgs og tómra tebolla. Úr pottinum óma galdrar Tin-eyjunnar, óður […]

    • 1 hr 14 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
74 Ratings

74 Ratings

krummi goði ,

f.

fílaðuda með duda. takk so mikið.

DDunit ,

Án efa fremsti demanturinn í kórónunni sem eru íslensk hlaðvörp!

Spurningin er: Ert þú Fimm stjörnu hlustandi? Ertu þess virði að fá að hlusta? Bergur Ebbi og Snorri Helga fara með okkur í hæstu hæðir fílunar á lögum og lífinu. Þið verðið ekki söm eftir gírandi tunnu fílun! takk fyrir mig elskur 😘🙌🏻

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Top Podcasts In Music

The Joe Budden Podcast
The Joe Budden Network
The Story of Classical
Apple Music
DISGRACELAND
Double Elvis Productions
A History of Rock Music in 500 Songs
Andrew Hickey
Million Dollaz Worth Of Game
Barstool Sports
60 Songs That Explain the '90s
The Ringer

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Eftirmál
Tal
Beint í bílinn
Sveppalingur1977