35 min

Fólkið í HR // 1. þáttur: Björn Þór Jónsson, doktor og dósent í tölvunarfræði HR Hlaðvarpið

    • Education

Fólkið í HR er hlaðvarpssyrpa þar sem við spjöllum við starfsfólk Háskólans í Reykjavík, skyggnumst bak við tjöldin, kynnumst faginu þeirra, hinni hliðinni á viðkomandi og fáum að heyra skemmtilegar sögur tengdar lífi og starfi. Í þessum fyrsta þætti er talað við Björn Þór Jónsson, doktor og dósent í tölvunarfræði við HR. Það er María Ólafsdóttir, blaðakona hjá samskiptateymi HR, sem ræðir við Björn Þór og þar koma meðal annars við sögu gagnasafnsfræði og gervigreind, listin að vera í doktorsnámi og hvernig leið Björns Þórs lá í svissneskan skíðaskála með Ólympíugullverðlaunahafa í snjóbrettasvigi.

Akademískar deildir HR eru sjö og skiptast í iðn- og tæknifræði, íþróttafræði, lögfræði, sálfræði, verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Kennsla og rannsóknir við HR mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag.  Háskólinn er alþjóðlegur vinnustaður vísindafólks á heimsmælikvarða. Nemendur eru um 4.000 og fast starfsfólk HR er um 300 talsins. Að auki starfa um 300 stundakennarar við háskólann.
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.

Fólkið í HR er hlaðvarpssyrpa þar sem við spjöllum við starfsfólk Háskólans í Reykjavík, skyggnumst bak við tjöldin, kynnumst faginu þeirra, hinni hliðinni á viðkomandi og fáum að heyra skemmtilegar sögur tengdar lífi og starfi. Í þessum fyrsta þætti er talað við Björn Þór Jónsson, doktor og dósent í tölvunarfræði við HR. Það er María Ólafsdóttir, blaðakona hjá samskiptateymi HR, sem ræðir við Björn Þór og þar koma meðal annars við sögu gagnasafnsfræði og gervigreind, listin að vera í doktorsnámi og hvernig leið Björns Þórs lá í svissneskan skíðaskála með Ólympíugullverðlaunahafa í snjóbrettasvigi.

Akademískar deildir HR eru sjö og skiptast í iðn- og tæknifræði, íþróttafræði, lögfræði, sálfræði, verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Kennsla og rannsóknir við HR mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag.  Háskólinn er alþjóðlegur vinnustaður vísindafólks á heimsmælikvarða. Nemendur eru um 4.000 og fast starfsfólk HR er um 300 talsins. Að auki starfa um 300 stundakennarar við háskólann.
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). Framleiðendur hlaðvarpsins eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.

35 min

Top Podcasts In Education

The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson
TED Talks Daily
TED
Mick Unplugged
Mick Hunt
The Rich Roll Podcast
Rich Roll
Do The Work
Do The Work