73 episodes

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

Flugvarpi‪ð‬ Jóhannes Bjarni Guðmundsson

    • News
    • 5.0 • 24 Ratings

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

    #73 – Þyrluflugið í örum vexti - vannýtt tæki m.a. til sjúkraflutninga – Reynir Freyr Pétursson

    #73 – Þyrluflugið í örum vexti - vannýtt tæki m.a. til sjúkraflutninga – Reynir Freyr Pétursson

    Reynir Freyr Pétursson þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland ræðir um stöðu þyrluflugs á Íslandi og tækifærin framundan. HeliAir Iceland er nýtt fyrirtæki sem sinnir margs konar spennandi verkefnum í að flytja bæði fólk og vörur fyrir innlenda og ekki síst erlenda kúnna. Reynir Freyr hefur áratuga reynslu af þyrluflugi hérlendis og fer m.a. yfir erfiða samkeppni á þessum markaði sem oft er ósanngjörn að hans mati. Rætt er um nám til þyrluflugs, atvinnuhorfur og fordóma sumra í garð þessa ferðamáta. Reynir segir einnig frá ýmsum skemmtilegum verkefnum sem á daga hans hefur drifið í að fljúga þyrlum vítt og breitt um landið.

    • 1 hr 24 min
    #72 – Icelandair í góðri stöðu til sóknar, en breytinga þörf í KEF - Guðmundur Hafsteinsson

    #72 – Icelandair í góðri stöðu til sóknar, en breytinga þörf í KEF - Guðmundur Hafsteinsson

    Guðmundur Hafsteinsson stjórnarformaður Icelandair Group fer hér vítt og breitt yfir málefni Icelandair og áskoranir í rekstri félagsins. Aðalfundi Icelandair er nýlokið þar sem Guðmundur var endurkjörinn formaður stjórnar. Hann segir félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við spennandi tíma framundan og grípa tækifærin sem gefast. Farið er yfir flotamálin, gengi félagsins á markaði og harða samkeppni á markaðnum og hvernig skiptistöðin í Keflavík nær ekki að anna umferðinni um völlinn. Guðmundur segir einni frá stórmerkilegum bakgrunni sínum m.a. í starfi hjá tæknirisunum Google og Apple.

    • 1 hr 18 min
    #71 – Ágjöf en aldrei uppgjöf – Mýflug/Ernir, Sjúkraflugið o.fl. – Leifur Hallgrímsson

    #71 – Ágjöf en aldrei uppgjöf – Mýflug/Ernir, Sjúkraflugið o.fl. – Leifur Hallgrímsson

    Rætt er við Leif Hallgrímsson sem á einstaka sögu í flugrekstri á Íslandi. Hann stofnaði Mýflug árið 1985 til að sinna, útsýnis- leigu- og kennsluflugi frá flugvellinum í Reykjahlíð – í sinni heimasveit. Það hafa verið mikil tíðindi í rekstri Mýflugs síðustu misserin. Félagið keypti um þriðjungshlut í flugfélaginu Erni og um síðustu áramót missti Mýflug samning um sjúkraflug við ríkið, sem verið hefur meginstoðin í rekstri félagsins síðustu 18 árin.
    Leifur segir hér frá merkilegri sögu Mýflugs, hvernig kaupin á hlut í Erni komu til og áætlanir varðandi þessi tvö félög, ásamt ýmsu sem hann hefur gengið í gegnum á löngum ferli.
    Þátturinn var tekinn upp á veitinga- og gististaðnum Vogafjósi í Mývatnssveit 10. janúar 2024.

    • 1 hr 8 min
    #70 – Icelandair aldrei stærra en 2023 – Airbus, ráðningar, cadettar og eldgos – Linda Gunnarsdóttir

    #70 – Icelandair aldrei stærra en 2023 – Airbus, ráðningar, cadettar og eldgos – Linda Gunnarsdóttir

    Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair segir hér frá met umsvifum félagsins á þessu ári og fyrirhugaðri stækkun. Boeing vélum verður fjölgað fyrir næsta sumar og þjálfun er að hefjast á Airbus á næstu vikum. Linda ræðir ráðningar á flugmönnum, cadet prógram og hvernig félagið reynir að takast á við ýmis krefjandi verkefni sem komið hafa upp á þessu ári.

    • 1 hr 12 min
    #69 – Nautn að laga það sem var bilað – flugvirki og fallhlífarstökkvari – Hannes S. Thorarensen

    #69 – Nautn að laga það sem var bilað – flugvirki og fallhlífarstökkvari – Hannes S. Thorarensen

    Rætt er við Hannes S. Thorarenssen flugvirkja sem unnið hefur fyrir fjölda íslenskra og erlendra flugfélaga í gegnum árin. Hann var í áratug bæði flugvirki og flugmaður á DC 3 í landgræðsluflugi og er enn að sinna viðhaldi á Þristinum þótt vélin sé nú eingöngu safngripur. Hannes segir hér frá sínum merkilega ferli í fluginu og einstakri sögu af því þegar hann stökk úr fallhlíf á Grænlandi til að útbúa þar lendingastað fyrir flugvélar.

    • 52 min
    #68 RFA nýr flugskóli – þarf samstarf allra til að efla atvinnuflugskennslu – Hjörvar og Bragi

    #68 RFA nýr flugskóli – þarf samstarf allra til að efla atvinnuflugskennslu – Hjörvar og Bragi

    Rætt er við flugmennina og feðgana Hjörvar Hans Bragason og Braga Sigþórsson sem nú reka Flugskóla Reykjavíkur (RFA.) Skólinn er nú sá eini sem kennir til atvinnuflugmannsréttinda hérlendis eftir að Flugakademía Keilis hætti rekstri. Þeir segja það alls ekki sjálfgefið að þessi rekstur gangi nema gott samstarf náist við flugfélögin, stjórnvöld og lánastofnanir. Rætt er um ýmis mál sem tengjast flugnáminu, samninginn við Keili, fjármögnun á flugnámi, cadet prógröm og fleira.
    Áhugavert og fræðandi spjall um stöðu flugnáms til atvinnuflugsréttinda á Íslandi í dag.

    • 50 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
24 Ratings

24 Ratings

Gummi alex ,

Jóhann er meistari hann er svo skemmtilegur og fyndin

Meistari

Top Podcasts In News

The Daily
The New York Times
Serial
Serial Productions & The New York Times
Up First
NPR
The Ben Shapiro Show
The Daily Wire
Pod Save America
Crooked Media
The Megyn Kelly Show
SiriusXM

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Þjóðmál
Þjóðmál
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen