
26 episodes

Guðmundur Hörður Guðmundur Hörður
-
- News
Hlaðvarp um stjórnmál.
-
Sjálfboðaliðarnir sem sigruðu vellauðugt alþjóðfyrirtæki
Það eru sextán ár liðin síðan að Hafnfirðingar efndu til sögulegrar íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík, en þar tókst fámennum hópi sjálfboðaliða að bera sigurðorð af Alcan, vellauðugu kanadísku alþjóðfyrirtæki. Meðal þeirra sem tóku þátt í þessum slag voru þau Valgerður Halldórsdóttir og Pétur Óskarsson, en þau voru í forystu Hafnfirðinga sem börðust undir merkjum félagsins Sól í Straumi - gegn því að álverið fengi heimild til stækkunar. Ég byrjaði á því að spyrja þau Valgerði og Pétur hvað dró þau að málstaðnum.
-
Stéttaátök og kosningasvindl
Í alþingiskosningum 1927 urðu tveir menn uppvísir að atkvæðafölsunum í máli sem hefur verið nefnt Hnífsdalsmálið, eina kosningasvindlinu hér á landi sem hefur komið inn á borð kjörbréfanefndar Alþingis, Hæstaréttar og Scotland Yard. Ég rakti þessa sögu í pistli sem hægt er að lesa á gudmundurhordur.medium.com, en hér ætla ég að fylgja pistlinum eftir með viðtali við Sigurð Pétursson sagnfræðing, en hann hefur skrifað mikið um vestfirska verkalýðssögu og þar á meðal um Hnífsdalsmálið.
-
Þjóðgarður er meira en merkimiðinn
Umhverfisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Viðbrögð við frumvarpinu hafa vakið furðu, sér í lagi margir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri Grænna í ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Af þessu tilefni ræddi ég við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, en náttúruverndarhreyfingin hefur fjölmargt við hálendisfrumvarpið að athuga þó að það hafi ekki farið eins hátt í fjölmiðlum og óánægja sveitarstjórnarmanna.
-
Íslandsmet í undirskriftasöfnun
Stjórnarskrárfélagið safnar nú undirskriftum almennings við þá kröfu að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána. Ríkisstjórn Vinstri-grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki viljað heyra á þetta minnst og hefur boðað eigin stjórnarskrártillögur. Flokkarinar virðast að vísu ekki ná samstöðu um þessar tillögur og nú er margt sem bendir til að við förum í gegnum enn eitt kjörtímabilið þar sem stjórnarskráin tekur engum breytingum. Undirskriftasöfnun stjórnarskrárfélagsins lýkur mánudaginn 19. október og af því tilefni sló ég á þráðinn til Katrínar Oddsdóttur, eins af forsvarsmönnum Stjórnarskrárfélagsins, og óskaði henni til hamingju með árangurinn, en þegar við ræddum saman voru undirskriftirnar 27494, en eru nú tveimur dögum seinna 28.526. Það er líklega nýtt met innan þess undirskriftakerfis sem rekið er á vegum stjórnvalda á island.is.
-
Slembivalin borgaraþing og rökræðufundir
Viðtal við Sævar Finnbogason, doktorsnema í heimspeki sem leggur stund á lýðræðisrannsóknir, stjórnarmann í Öldu lýðræðisfélagi og einn af þeim sem komu að skipulagningu og úrvinnslu rökræðufundar stjórnvalda um breytingar á stjórnarskrá síðastliðið haust. Hann varar við afleiðingum þess að stjórnvöld hunsi endurtekið niðurstöður lýðræðislegs samráðs við almenning, það muni grafa undan trausti á slíkum aðferðum og leiða til þess að fólk sjái ekki ástæðu til að verja tíma sínum í slíkt samráð.
-
Öll þjóðfélög á öllum tímum hafa notað vímuefni
Hlaðvarpið að þessu sinni er viðtal sem ég átti við Þorstein Úlfar Björnsson, en hann hefur skrifað bækur um sögu vímuefnanotkunar og það sem hann kallar fáránleika fíknistríðsins. Þá hefur hann nýverið birt nokkrar greinar um sama efni á Kjarnanum. Við settumst niður og ræddum um frjálslyndari viðhorf til kannabisneyslu, aukinn skilning á læknandi áhrifum hugvíkkandi efna og cbd-olíu, áhrif nýrra laga um neyslurými og reynslu Þorsteins af neyslu sveppa sem hann segir að hafi hjálpað sér að vinna úr erfiðum tilfinningum.
Hér má nálgast bækur Þorsteins.