92 episodes

Þáttur þar sem er fjallað um handbolta frá öllum hliðum bæði hérlendis og erlendis

Handboltinn okkar Handboltinn okkar

  • Sports

Þáttur þar sem er fjallað um handbolta frá öllum hliðum bæði hérlendis og erlendis

  Allt um 9.umferðina í Olísdeild karla - Staða handboltans á Akureyri rædd -Greinaskrif Adda

  Allt um 9.umferðina í Olísdeild karla - Staða handboltans á Akureyri rædd -Greinaskrif Adda

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp átjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Gestur Guðrúnarsson


  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 9.umferð Olísdeildar karla auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna. Ásbjörn Friðriksson (FH), Björgvin Páll Gústavsson (Val), Einar Baldvin Baldvinsson (Gróttu), Arnór Viðarsson (Stjörnunni), Atli Báruson (Haukum) og Hrannar Bragi Eyjólfsson (Stjörnunni).


  Í lok þáttar fóru þeir aðeins yfir tvö málefni, annars vegar staða handboltans á Akureyri en Árni Rúnar Jóhannesson formaður handknattleiksdeildar Þórs Akureyri skrifaði grein um það mótlæti sem félagið finnur fyrir hjá bæjarstjórn Akureyrar.  Hins vegar fóru þeir aðeins yfir greinarnar sem Arnar skrifaði á handbolti.is þar sem að hann viðrar þær hugmyndir um að fækka liðum í úrvalsdeild.

  • 1 hr 6 min
  Allt um 8.umferð í Olísdeildkarla - Farið yfir KA liðið - Hasar í Grillinu

  Allt um 8.umferð í Olísdeildkarla - Farið yfir KA liðið - Hasar í Grillinu

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp sautjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Gestur Guðrúnarsson


  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 8.umferð Olísdeildar karla auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna. Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss), Darri Aronsson (Haukum), Birkir Benediktsson (Aftureldingu) og Leonharð Þorgeir Harðarson (FH).


  Þá fóru þeir aðeins inná málin í Grill66deild karla þar sem var hiti í mönnum í Austurberginu. Þeim félögum fannt þessi kæra ÍR-inga nokkuð athyglisverð en þeir voru þó sammála um viðbrögð manna fyrir vestan ekki vera til framdráttar ef satt reynist að styrktaraðilar ÍR hafi verið að fá símtöl að vestan.


  Að lokum fóru þeir yfir dráttinn í Coca-Cola bikar karla þar sem þeim finnst að það þurfi að breyta reglunum þannig að úrvalsdeildarliðin komi inní 16-liða úrslitum og neðri deildar liðin keppi um það að komast þangað inn.

  • 1 hr 5 min
  Allt um 7.umferð í Olísdeild karla - KA menn fundnir - Benedikt heldur áfram að fara á kostum

  Allt um 7.umferð í Olísdeild karla - KA menn fundnir - Benedikt heldur áfram að fara á kostum

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson.
  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 7.umferð Olísdeildar karla. Þeir félagar glöddust fyrir hönd norðanmanna með þeirra sigur gegn Fra mog það virðist sem að þeir séu að ná að stilla saman strengi sína. Þá voru þeir hrifnir af framistöðu Benedikts Gunnars Óskarssonar en hann er á góðri leið að festa sig í sessi sem miðjumaður númer eitt á Hlíðarenda.
  Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og eftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Ólafur Gústafsson (KA), Benedikt Gunnar Óskarsson (Val), Rúnar Kárason (ÍBV), Adam Haukur Baumruk (Haukum), Birgir Steinn Jónsson (Gróttu) og Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss).

  • 46 min
  Vandræði KA halda áfram - Basti í sálfræðihernaði? - Færeyingar byggja nýja höll

  Vandræði KA halda áfram - Basti í sálfræðihernaði? - Færeyingar byggja nýja höll

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson.
  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 6.umferð Olísdeildar karla. Vandræði norðanmanna halda áfram og það er ljóst að þeir séu komnir í djúpa holu og þeir þurfi að nota landsliðfríið vel til þess að stilla saman strengi sína.
  Þá fannst þeim ummæli Basta fyrir leikinn gegn Haukum og þeir félagar spurðu sig að því hvaða taktík þetta væri hjá honum. 
  Í lok þáttar fóru þeir aðeins yfir aðstöðu mál í Færeyjum en þeir hafa ákveðið að byggja nýja keppnishöll og þeir hvetja íslensk yfirvöld að taka frændur okkar í Færeyjum til fyrirmyndar og jafnvel hreinlega fá tekningar af húsinu og hefjast handa við að byggja.
  Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og eftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Phil Döhler (FH), Gunnar Steinn Jónsson (Stjörnunni), Sigtryggur Rúnarsson (ÍBV), Aron Rafn Eðvarðsson (Haukum) og Blær Hinriksson (Aftureldingu)

  • 54 min
  Selfyssingar í brekku - Lýst eftir KA mönnum - Rýnt í landsliðsvalið

  Selfyssingar í brekku - Lýst eftir KA mönnum - Rýnt í landsliðsvalið

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Kristinn Guðmundsson.
  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 5.umferð Olísdeildar karla. Þeir félagar klóra sér í hausnum yfir því hvernig Stjarnan fór af því að vinna á Selfossi en að þeirra mati hefði Selfoss allan tímann átt að vinna þetta lið sem Stjarnan bauð uppá í þessum leik.
  Þá hafa þeir haft samband við björgunarsveitina fyrir norðan til þess að lýsa eftir KA liðinu en það hefur einfaldlega ekki sést í allan vetur. Að sama skapi voru þeir virkilega ánægðir með ungu guttanna hjá Val sem hafa beðið þolinmóðir eftir tækifærinu og eru heldur betur að nýta þau tækifæri núna.
  Að lokum fóru þeir yfir landsliðsvalið sem var tilkynnt í gær og þar spyrja þeir sig hvar leikmenn eins og Sigvaldi Guðjónsson og Arnór Gunnarsson væru. 
  Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og eftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Adam Thorsteinsson (Stjörnunni), Darri Aronson (Haukum), Lárus Helgi Ólafssson (Fram), Arnór Snær Óskarsson (Val) og Þorsteinn Leó Gunnarsson (Aftureldingu)

  • 1 hr 19 min
  Allt það helsta í 4.umferð Olísdeild karla - KA menn valda vonbrigðum - Gott stig hjá Gróttu

  Allt það helsta í 4.umferð Olísdeild karla - KA menn valda vonbrigðum - Gott stig hjá Gróttu

  Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér nýjan þátt í kvöld en að þessu sinni settust þeir Jói Lange og Arnar Gunnarsson í Klaka stúdíóið.  
  Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það sem gerðist í 4.umferðinni í Olísdeild karla þar sem þeir félagar voru sammála því KA men væri að valda þeim miklum vonbrigðum og þá sér í lagi sóknarleikur liðsins. Þá fóru þeir yfir það að Valsmenn eru með besta lið deildarinnar og vandséð hverjir stöðvi þá í vetur.
  Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og rftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Benedikt Gunnar Óskarsson (Val), Ólafur Brim Stefánsson (Gróttu), Lárus Helgi Ólafsson (Fram), Egill Magnússon (FH) og Hafþór Vignisson (Stjörnunni)

  • 55 min

Top Podcasts In Sports

You Might Also Like