13 episodes

Hjúpurinn er ný hlaðvarpsþáttaröð sem sviptir hulunni af loftslagsmál í leit að aðgengilegum, óhefðbundnum en umfram allt SKEMMTILEGUM lausnum við loftslagsvandanum ― svo þú getir andað léttar!

Þáttastjórnendur: Patricia Anna Þormar & Silja Elvarsdóttir
Grafík: Aron Freyr Heimisson
Ljósmyndir: Sonja Margrét Ólafsdóttir
Íslensk villiblóm: Pastel blómastúdíó
Tónlistarstef: Kjartan Baldursson

Hjúpurinn Patricia Anna Thormar

    • Society & Culture
    • 4.0 • 3 Ratings

Hjúpurinn er ný hlaðvarpsþáttaröð sem sviptir hulunni af loftslagsmál í leit að aðgengilegum, óhefðbundnum en umfram allt SKEMMTILEGUM lausnum við loftslagsvandanum ― svo þú getir andað léttar!

Þáttastjórnendur: Patricia Anna Þormar & Silja Elvarsdóttir
Grafík: Aron Freyr Heimisson
Ljósmyndir: Sonja Margrét Ólafsdóttir
Íslensk villiblóm: Pastel blómastúdíó
Tónlistarstef: Kjartan Baldursson

    Sólarkvarðinn: Einkunnagjöf fyrir kosningar

    Sólarkvarðinn: Einkunnagjöf fyrir kosningar

    Hvað á að kjósa? Hvernig metum við hvaða stjórnmálaflokkur/ar ætla að taka almennilega til í umhverfismálum og leggja metnað í þennan málaflokk?
    Svarið við því er varla augljóst og því létu Ungir umhverfissinnar vinna svonefndan Sólarkvarða og mátuðu hann við stefnur stjórnmálaflokkana fyrir komandi kosningar. Kvarðinn kemur til með að nýtast öllum sem vilja nýta atkvæði sitt í þágu loftslagsmála, náttúruverndar og uppbyggingu hringrásarsamfélags.
    Við bendum á að niðurstöður einkunnagjafar í heild sinni verða kynntar á sérstökum fundi í Norræna húsinu næstkomandi föstudag, 3. sept kl 12.15, og jafnframt verða þær birtar á vef Sólarinnar, www.umhverfissinnar.is/solin.

    • 50 min
    Reykjavík Tool Library

    Reykjavík Tool Library

    Fyrir þá sem vilja heyra eitthvað annað en kórónufréttir þá er Hjúpurinn kominn aftur eftir laaaaangt hlé! Við ræddum við frumkvöðulinn á bak við Reykjavík Tool Library, Anna Worthington de Matos, um munum á deilihagkerfi🤝 og hringhrásarhagkerfi♻️, DIY vinnustofur og Repair Café 🔧☕️, um aðgengi, frumkvöðlastarfið og fyrstu ljósaperu sögunnar💡 og margt fleiri en ekki síst um samfélagið og hugsjónina á bak við þetta frábæra framtak.

    Ath. upptakan fer fram að mestu leyti á ensku.

    • 45 min
    Borgin og grasrótin

    Borgin og grasrótin

    Í nýjasta þætti Hjúpsins ræddum við um menningarlega fjölbreytni, hagsmunagæslu, nýsköpunarhakk, og þá fjölþættu vettvanga þar sem borgin og grasrótin koma saman til að knýja fram breytingar til batnaðar á sviði loftslagsmála. Gestir okkar þessu sinni voru þau Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur hjá Reykjavíkburborg og Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna.

    Við hvetjum hlustendur eindregið til þátttöku í Climathon nýsköpunarhakkið sem fer fram föstudaginn 25. október 2019! Frekari upplýsingar má finna á https://climathon.climate-kic.org/en/reykjavik.

    • 1 hr 7 min
    Extinction Rebellion

    Extinction Rebellion

    Hvað er Extinction Rebellion og hvernig vilja þau breyta því hvernig við hugsum um loftslagsmál?

    Við fengum til okkar þá Gísla Sigurgeirsson og Guðmund Ragnar Guðmundsson og ræddum um listina að láta handtaka sig, að finna gleðina í baráttunni og hvað það merkir í raun að vera róttækur (og hvernig það tengist—óbeint —rótargrænmeti)!

    Verði ykkur að góðu...

    • 54 min
    Grænar fjárfestingar

    Grænar fjárfestingar

    Hvernig getum við látum peningana vinna fyrir okkur OG margfaldað ávinningin fyrir umhverfið í leiðinni? Hvaða kostir eru í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta í grænni framtíð? Við vildum vita svarið og fengum því til okkar Kristínu Jónu Kristjánsdóttur og Brynjólf Stefánsson, starfsmenn Íslandssjóða, til að útskýra hvernig svokölluð græn skuldabréf virka og ræða hvort sjálfbærar, ábyrgar fjárfestingar séu að verða nýju trendin í fjármálaheiminum!

    • 46 min
    Ungmenni og umhverfisfræðsla

    Ungmenni og umhverfisfræðsla

    Við skyggnumst inn í starf Silju Elvarsdóttur sem er nýr meðstjórnandi Hjúpsins, en hún hefur ýmsa reynslu að miðlun umhverfismála til ungmenna ásamt því að stunda nám í umhverfisstjórnun og -miðlun í Svíþjóð. Við ræðum um hnattrænt jafnrétti,  "ecosystem services" og kynnumst því hvaða hlutverki lýðræði og fræðsla spilar við miðlun hugmynda um náttúruvernd.

    • 19 min

Customer Reviews

4.0 out of 5
3 Ratings

3 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Inconceivable Truth
Wavland
Soul Boom
Rainn Wilson
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life
Unlocking Us with Brené Brown
Vox Media Podcast Network
Fallen Angels: A Story of California Corruption
iHeartPodcasts