13 episodes

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.

Kokkaflakk í eyrun Hljóðkirkjan

  • Food
  • 5.0 • 3 Ratings

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.

  #12 Björn Steinar Jónsson - Saltverk

  #12 Björn Steinar Jónsson - Saltverk

  Gestur þessa þáttar er Björn Steinar Jónsson. Hann er verkfræðingur sem bjó lengi í Danmörku en það er ekki þess vegna sem ég ákvað að biðja hann um að koma í viðtal. Nei, það er vegna þess að hann er mjög merkilegur matarfrumkvöðull á Íslandi. Hann framleiðir hágæða salt á sjálfbæran hátt vestur á fjörðum. Hann er líka einn eiganda veitingahússins Skál! á Hlemmi og rekur heildsölu sem flytur inn náttúruvín. Við ræðum þetta allt saman en þó fyrst og fremst hið merkilega fyrirbæri salt, sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Við setjum það meira að segja á göturnar! Mjög áhugavert spjall.Kokkaflakk í eyrun er framleitt af Hljóðkirkjunni og er í boði Bríó frá Borg Brugghúsi og Vínstúkunnar tíu sopa.

  • 1 hr 22 min
  #11 Ragnheiður Maísól - Súrdeigið

  #11 Ragnheiður Maísól - Súrdeigið

  Í þessum fyrsta þætti í seríu tvö af Kokkflakki í eyrun er kafað hyldjúpt í undraheim súrdeigsbaksturs og nördaskapsins í kringum hann. Það hefur varla farið framhjá mataráhugafólki hvaða áhrif samkomubann og fjarlægðartakmarkanir hafa haft á súrdeigsáhuga fólks um allan heim. Þegar áhuginn breiddist út hraðar en veiran var það Ragnheiður Maísól Sturludóttir sem bar hitann og þungann af því að hjálpa fólki með sín fyrstu skref hér á landi og hún er gestur þáttarins að þessu sinni.  Ragnheiður Maísól er listakona, menntaður trúður og ein helsta áhugakona um súrdeigsbakstur hér á landi. Hún er stofnandi Facebook-samfélagsins Súrdeigið sem rauk úr 300 meðlimum í 12 þúsund í samkomubanninu. Hún deilir einnig góðum ráðum á Instagram-síðunni @nybakad.surdeig. Við fórum bæði vítt og breitt yfir málin og köfuðum vel í nördaskap sem tengist súrdeigsbakstri, svo sem mismunandi hitastig á hveiti, hvort hveiti sé betra nýmalað heima við og hvort viðbætt ger sé dauðasök. Sjúklega áhugavert spjall! 

  • 1 hr 14 min
  #10 Sleggjudómar - Endalok seríu

  #10 Sleggjudómar - Endalok seríu

  Þá er komið að honum, þættinum sem enginn er búinn að vera að bíða eftir, lokaþætti fyrstu seríu Kokkaflakks í eyrun! Í þennan þátt fékk ég til mín tvö þeirra sem ég heimsótti í sjónvarpsþáttunum Kokkaflakk, þau Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Davíð Örn Hákonarson. Mig langaði að vita hvað á daga þeirra hefði drifið síðan við heimsóttum þau annars vegar í París og hins vegar í Los Angeles, svo við fórum aðeins yfir það. En aðallega ræddum við þó hvaða matur er ofmetinn, hvaða matur er vanmetinn og fórum yfir persónulega topp fimm lista yfir besta sælgætið og skyndibitann meðal annars. Stútfullur þáttur af sleggjudómum og hot takes. Að lokum er vert að taka fram að þó svo að fyrstu seríu sé að ljúka með þessum þætti þá er alger óþarfi að verða leið yfir því, önnur sería hefst strax í næstu viku eins og ekkert hafi í skorist.

  • 1 hr 48 min
  #9 Siggi Hall - Legend

  #9 Siggi Hall - Legend

  Gestur þáttarins að þessu sinni er svo sannarlega ekki af verri endanum, hann er nefnilega Sigurður Lárus Hall matreiðslumeistari, betur þekktur sem Siggi Hall. Siggi er sennilega frægasti kokkur á Íslandi. Hann var um langt árabil með vinsælustu kokkaþætti á landinu á Stöð 2 og er einn af upphafsmönnum og eigandi Food and Fun hátíðarinnar. Siggi er kokkur og saga hans er ótrúleg. Við förum yfir árin í Danmörku, Noregi, Hveragerði og á Óðinsvéum. Siggi er mikill sögumaður og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að tosa upp úr honum sögurnar, enda er þátturinn sá lengsti sem ég hef gert. En ég held að það komi ekki að sök því það var aldrei dauð stund og ég skemmti mér konunglega allan tímann sem við spjölluðum. Ég er viss um að þið gerið það líka. 

  • 2 hr 25 min
  #8 Kjartan Gíslason - Omnom

  #8 Kjartan Gíslason - Omnom

  Kjartan Gíslason er kokkur frá Vestmannaeyjum sem, áður en hann fór að stúdera súkkulaði, starfaði á mörgum af bestu veitingahúsum landsins.  Okkar spjall er þó mest um súkkulaði, enda er súkkulaði eitthvað það skemmtilegasta sem er til í öllum heiminum að tala um og borða. Það sem fólk kannski almennt gerir sér ekki grein fyrir er sérstaða Omnom í súkkulaðibransanum, því þau flytja inn baunir og gera úr þeim súkkulaði frá grunni. Við förum rækilega yfir þetta ferli, sem hófst allt í eldhúsinu hjá Kjarra í Breiðholtinu og allskonar skemmtilegt líka, enda er Kjartan, eins og allir gestir sem ég hef fengið, einstaklega skemmtilegur og fróður maður. Margir vilja meina að hann gæti verið best lesni kokkur landsins sem kemur vel í ljós í okkar spjalli. 

  • 1 hr 28 min
  #A1 - Raggi og Óli Fílaglas

  #A1 - Raggi og Óli Fílaglas

  Aukaþáttur Kokkaflakks í eyrun heitir Raggi og Óli Fílaglas. Þetta er kinnroðalaust ripoff af hlaðvarpsþættinum Fílalag en í staðinn fyrir að fíla tónlist er meiningin að fíla vín. Í þetta sinn er það vín sem heitir Ca 40,08 - Orange Puglia Calcarius 2019 árgangur. 

  • 47 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
3 Ratings

3 Ratings

AgustF ,

Algjört eyrnakonfekt!

Einlæg, áhugaverð og forvitnileg hljóðvörp!

Top Podcasts In Food