30 episodes

Íslenskt hlaðvarp um allskonar konur sem hafa gert allskonar hluti.

Kona er nefnd Kona er nefnd

    • Society & Culture
    • 3.0 • 1 Rating

Íslenskt hlaðvarp um allskonar konur sem hafa gert allskonar hluti.

    Kona er nefnd... Wangari Maathai og Jaha Dukureh - 11. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... Wangari Maathai og Jaha Dukureh - 11. þáttur, 2. sería

    TW - í þættinum er rætt um FGM (female genital mutilation) og kynferðisofbeldi  Ekki er farið í mjög grafískar lýsingar og TW alltaf gefið þegar það á við. Konur þáttarins eru Wangari Maathai og Jaha Dukureh. Þær eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttindum kvenna í sínum heimalöndum í Afríku sem og í allri álfunni og jafnvel heiminum. Wangari er fyrsta afríska konan til að fá Friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisvernd og mannúðarstarf og Jaha berst gegn FGM (female genital mutilation), sem hún lenti sjálf í sem ungabarn og hefur þurft að eiga við afleiðingar þess alla sína ævi.

    • 1 hr 34 min
    Kona er nefnd... María Mey og Grýla - 10. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... María Mey og Grýla - 10. þáttur, 2. sería

    Konur þáttarins eru jólakonur, auðvitað þær María Mey, móðir frelsarans, og Grýla, móðir jólasveinana. Hverjar eru konurnar á bakvið þessa frægu menn? Hvað tákna þær fyrir þau sem trúa á tilvist þeirra, og fyrir þau sem trúa ekki? Mæður, meyjur, fósturlandsins freyjur, þessar tvær konur eru umluknar þjóðsagnakenndri dulúð þrátt fyrir að vera vel þekktar.

    Í samstarfi við Flóru útgáfu, www.flora-utgafa.is

    Lífsbiblían eftir Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur er í forsölu á www.forlagid.is en kemur í búðir 5. janúar 2021.

    • 1 hr 39 min
    Kona er nefnd... Aaron Philip og Lolo Spencer - 9. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... Aaron Philip og Lolo Spencer - 9. þáttur, 2. sería

    Konur þáttarins eru fyrirsætan og aktívistinn Aaron Philip og leikkonan, Youtuber-inn og aktívistinn Lolo Spencer. Þær eru báðar fatlaðar konur sem hafa með styrk og elju látið drauma sína rætast í heimi sem er uppfullur af fötlunarfordómum og aðgengisleysi fyrir fatlað fólk. Aaron Philip er fædd með CP hreyfihömlun og er í hjólastól en hún hefur verið í þremur Vouge tímaritum, auk þess að hafa gefið út bók um líf sitt sem barn og unglingur með CP. Lolo Spencer greindist með ASL (MND) á unglingsaldri og notar Youtube til að sína frá sínu lífi, bæði sem fötlunaraktívisti en einnig til að sýna frá sínu lífi líkt og þúsundir annarra gera.

    • 1 hr 37 min
    Kona er nefnd... Albertina Sisulu og Graça Machel - 8. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... Albertina Sisulu og Graça Machel - 8. þáttur, 2. sería

    Konur þáttarins eru afrískar baráttukonur sem báðar höfðu mannréttindi og betrun samfélagsins að leiðarljósi. Í gegnum sjálfstæðisbaráttur gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnur höfðu þær áhrif á framtíð landa sinna og jafnrétti samlanda sinna. 

    • 1 hr 46 min
    Kona er nefnd... Mel B og Shirley Bassey - 7. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... Mel B og Shirley Bassey - 7. þáttur, 2. sería

    TW: Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um ofbeldissamband og sjálfvígstilraun. Neðst eru hlekkir samtaka sem geta aðstoðað vegna vanlíðunar eða ofbeldis.

    Konur sjöunda þáttar hjá Kona er nefnd eru þær Mel B og Shirley Bassey. Það leynist ýmislegt á bakvið glamúrlíf fræga og ríka fólksins. Hvernig hefur líf Mel B verið eftir að gullárum Kryddpíanna lauk? Hún er þriggja barna, tvískilin móðir, með átakanlega sögu á bakinu. Shirley Bassey er 83 ára stórstjarna með litríkan og leikrænan feril að baki sér, en hún segist loksins sest í helgan stein eftir að hafa gefið út síðustu plötuna sína í nóvember árið 2020. Tvær ólíkar söngkonur sem höfðu mikil áhrif á sinn hátt á tónlistarmenningu síðustu aldar.

    Við bendum á eftirfarandi aðila ef ykkur vantar aðstoð vegna vanlíðunar eða ofbeldis:
    http://gedhjalp.is/
    https://pieta.is/
    Neyðarsími Rauða Krossins: 1717
    Vefspjall Rauða Krossins: https://svarbox.teljari.is/?c=1137&g=1
    https://www.bjarkarhlid.is/
    https://www.kvennaathvarf.is/
    https://www.stigamot.is/
    https://bjarmahlid.is/ (Akureyri)
    https://www.kvennaradgjofin.is/
    http://www.drekaslod.is/
    https://bergid.is/ (ungt fólk upp að 25 ára aldri)
    https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/salfraedithjonusta/ (Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu)

    • 2 hr 28 min
    Kona er nefnd... Serena Williams og Caster Semenya - 6. þáttur, 2. sería

    Kona er nefnd... Serena Williams og Caster Semenya - 6. þáttur, 2. sería

    Konur dagsins eru íþróttakempur með meiru. Serenu Williams þekkja flest enda stjörnutenniskona til margra ára, en hvernig komst hún þar sem hún er í dag og hvað þarf hún sem svört kona að berjast við á hverjum degi (svarið er rasismi og feðraveldi). Caster Semenya skaust upp á stjörnuhimininn sem hlaupari síðustu ár en hefur þurft að standa í áralöngu stappi við óréttlátt kerfi sem með fordómum og fáfræði ýtir henni út á jaðarinn.

    • 1 hr 58 min

Customer Reviews

3.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Society & Culture

Inconceivable Truth
Wavland
Soul Boom
Rainn Wilson
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life
Call It What It Is
iHeartPodcasts
Unlocking Us with Brené Brown
Vox Media Podcast Network