8 episodes

Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku um orku- og veitumál. Umsjón hefur Lovísa Árnadóttir.

Lífæðar landsins Samorka

    • Technology

Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku um orku- og veitumál. Umsjón hefur Lovísa Árnadóttir.

    Umbylting orku- og veitukerfa framundan

    Umbylting orku- og veitukerfa framundan

    Orkuskiptin eru gríðarlega stórt verkefni fyrir flutnings- og dreififyrirtæki raforku því álagið mun margfaldast með aukinni rafvæðingu. Í þættinum er farið yfir umfang verkefnisins með Hlín Benediktsdóttur hjá Landsneti, Kjartani Rolf Árnasyni hjá RARIK og Almari Barja hjá Samorku.

    • 32 min
    Sveitastelpan sem knýr framtíð loftslagsmála

    Sveitastelpan sem knýr framtíð loftslagsmála

    Fyrirtækið Alor vinnur að þróun nýrra umhverfisvænna rafhlaðna, sem verða í lykilhlutverki orkuskipta.

    Viðmælandi þáttarins er Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor, menntaður lögfræðingur með nýsköpunarblóð í æðum.

    • 37 min
    Spurt og svarað um vindorku

    Spurt og svarað um vindorku

    Hvergi í heiminum eru gerðar jafnmiklar kröfur um rannsóknir og undirbúning fyrir vindorkuverkefni eins og á Íslandi. Í þættinum er farið yfir helstu vangaveltur um vindorkunýtingu með Helga Hjörvar.

    • 31 min
    Matarkista Íslands í sókn

    Matarkista Íslands í sókn

    Tækifæri til matvælaframleiðslu allt árið um kring á Suðurlandi eru fjölmörg. Til staðar er græn orka, gott ræktarland og staðgóð þekking í þágu nýsköpunar á þessu sviði. Til þess að virkja þessi tækifæri þarf bara að kveikja hugmyndirnar! Og það er einmitt aðalhlutverk Sveins Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Orkídeu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.







    Sveinn Aðalsteinsson er viðmælandi þáttarins.

    • 35 min
    Piss, kúkur, klósettpappír og allt hitt líka

    Piss, kúkur, klósettpappír og allt hitt líka

    Fráveitan er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál. Hún flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð.

    Það er mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu.

    Viðmælendur þáttarins eru Fjóla Jóhannesdóttir og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingar í fráveitu hjá Veitum og ræða um þessi verkefni sem þau fást við daglega.

    • 42 min
    Frumkvöðlaflugeldasýning á Norðurlandi

    Frumkvöðlaflugeldasýning á Norðurlandi

    Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi.

    Í þætti dagsins ætlum við að heyra meira um Eim, hvað þau eru að fást við og ekki síst kynnast framkvæmdastjóranum betur, Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, sem segir að frumkvöðlar séu eins og rakettur, saman geti þeir myndað fallega flugeldasýningu.

    • 41 min

Top Podcasts In Technology

Lex Fridman
Jason Calacanis
The New York Times
NPR
Jack Rhysider
Ben Gilbert and David Rosenthal