35 episodes

Lífsreynslusögur með Guðrúnu Óla
Guðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. 
www.vikan.is

See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

Lífsreynslusögur Vikunnar Birtingur Utgafufelag

  • History

Lífsreynslusögur með Guðrúnu Óla
Guðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. 
www.vikan.is

See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 
  - Í sambúð með fíkli án þess að vita það: 
  „Sextán ára kynntist ég strák sem ég varð yfir mig ástfangin af. Hann var blíður og góður og ólíkt flestum strákum í kringum mig drakk hann ekki. Mér fannst það gott, enda er pabbi minn alkóhólisti og ég vildi sannarlega ekki feta í fótspor mömmu og búa með einum slíkum. Ég taldi mig hafa fundið sálufélaga minn og framtíðarmaka en annað kom á daginn.“
  - Ofnæmi er hættulegur sjúkdómur: 
  „Sonur minn er með ofnæmi fyrir ýmsu og þar á meðal bráðaofnæmi fyrir hnetum og rækjum. Honum liður líka mjög illa innan um flestöll dýr. Mér finnst fólk almennt ekki skilja hversu alvarlegt þetta er. Öllum finnst til dæmis sjálfsagt að koma með dýrin sín upp að honum og sumir verða móðgaðir þegar ég segi að að þeir séu að gera syni mínum mikinn óleik. Víða vantar líka mikið á hvað varðar merkingar vöru.“
  - Siðblind vinkona: 
  Við Jóna kynntumst á leikvellinum í hverfinu okkar þegar við vorum fimm ára. Við urðum samferða gegnum barnaskólann og héldum sambandi eftir að við fórum hvor í sinn framhaldsskólann. Fyrir nokkrum árum kaus ég þó að hætta öllum samskiptum við hana og þegar ég frétti nýlega að hún væri flækt í fíkniefnaviðskipti varð ég ekkert hissa.“
  - Andstyggileg systir: 
  „Mikill aldursmunur er á mér og elstu systur minni. Hún var sextán ára þegar ég fæddist og svo virðist sem hún hafi alla tíð fundið fyrir mikilli andúð og reiði vegna tilkomu minnar. Ég á gott samband við öll systkini mín nema hana en hún kemur andstyggilega fram við mig.“
  - Erfið tengdadóttir: 
  „Vinkona mín stríðir mér stundum á því að ég eigi „mafíufjölskyldu“ sem stendur saman í blíðu og stríðu og vissulega er eitthvað til í því. Eldri sonur minn er þó giftur konu sem virðist ekki vilja tilheyra fjölskyldu okkar.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 36 min
  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
  -Gersamlega úr jafnvægi:
  „Ég var í vinnunni að venju á sólríku eftirmiðdegi þegar ég fann fyrir svima og ógleði. Ég hélt að þetta myndi líða hjá en þegar það gerðist ekki gekk ég út og reyndi að jafna mig. Tilfinningin varð sífellt verri og ég ákvað því að fara heim þótt vinnudegi væri ekki alveg lokið og mér tókst með naumindum að komast inn á klósett heima áður en ég byrjaði að kasta upp.“
  - Við vorum þrjú í þessu hjónabandi:
  „Ég kynntist Steina í þriggja daga gönguferð um einn fallegasta stað á Íslandi. Hann var hrókur alls fagnaðar í ferðinni, indæll og ljúfur maður og ég kolféll fyrir honum. Þegar vinur hans sagði mér undir lok ferðar að Steini væri að jafna sig eftir erfið sambandsslit datt mér aldrei í hug að það myndi skipta neinu máli.“
  - Ógeðfelld makaleit:
  „Ég skildi við manninn minn fyrir bráðum níu árum. Ég var afskaplega ósátt þegar hann kvaddi mig að því er virtist gersamlega kalt og tilfinningalaust og fór að búa með konu sem er fjórtán árum yngri en ég. Það tók mig talsverðan tíma að jafna mig á svikunum en þegar ég var tilbúin að reyna á ný komst ég að því að makaleit er fremur ógeðfelld.“
  - Ástin fannst á óvæntum stað:
  „Við Óli urðum góðir vinir í menntaskóla. Hann studdi mig alltaf með ráðum og dáð og ég reyndi að endurgjalda það. Eins og flestir gengum við í gegnum ýmislegt í ástamálum og alltaf þegar ég varð fyrir vonbrigðum grét ég á öxlinni á Óla og hann kom ávallt til mín þegar honum leið illa yfir einhverjum stúlkum sem skildu ekki hvílíkur gullmoli hann var.“
  - Mér finnst ég föst í gildru:
  „Fyrir tveimur árum síðan komst ég að því að maðurinn minn hafði skráð sig á stefnumótasíðu á Netinu og hitti reglulega aðrar konur. Oft var hann „heppinn“ eins og hann orðaði það og fór með þeim heim og fékk þar kynlíf. Þetta var mér algjört áfall en hann var kaldur sem ís og setti mér úrslitakosti.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 38 min
  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 
  - Erfiðir endurfundir: 
  „Ég fór á árgangsmót fyrr á þessu ári og hitti félagana úr barnaskóla sem var óskaplega gaman. Við hlið mér sat gömul vinkona sem ég hafði hlakkað sérlega mikið til að hitta. Allt viðmót hennar kom mér þó óþægilega á óvart og ég frétti síðar þetta sama kvöld að lífið hafði ekki farið mjúkum höndum um hana.“ 
  - Týnda frænkan: 
  „Afi hélt fram hjá ömmu og eignaðist barn með hinni konunni. Fjölskyldan sneri baki við afa og ég hitti hann aldrei. Áratugum síðar ákvað ég að reyna að finna barnið sem mátti helst ekki tala um, eða móðursystur mína.“
  - Besti pabbi í heimi: 
  „Mér fannst ég alltaf vera hálfutangarðs í eigin fjölskyldu. Ég gat þó leitað til pabba þegar mér leið illa og hann sýndi mér mun meiri væntumþykju en mamma gerði. Heimur minn hrundi þegar ég komst að því að hann var ekki líffræðilegur faðir minn.“ 
  - Með alla ásana á hendi: 
  „Æskuvinur minn bjó yfir ótalmörgum kostum, skaraði fram úr í námi og íþróttum, í raun bar hann af í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði útlitið með sér að auki og naut mikillar kvenhylli.“ 
  - Eitt furðulegasta tímabil lífs míns: 
  „Þegar heilsan fór að bila fyrir nokkrum árum hélt ég fyrst að það stafaði af álagi og streitu. Einkennin versnuðu og ég varð sífellt hræddari. Læknirinn minn ráðlagði mér hvíld og venjulegt fólk í kringum mig breyttist í sérfræðinga sem taldi sig vita hvað amaði að mér og hvað væri til ráða.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 41 min
  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 
  - Hlustaði ekki á viðvaranirnar: 
  „Fyrir fjöldamörgum árum féll ég fyrir afar sjarmerandi manni og lét sem vind um eyru þjóta viðvaranir vina minna sem sögðu hann siðblindan lygara.“ 
  - Allt er þegar þrennt er: 
  „Fyrir rúmum þrjátíu árum lentum við Svava vinkona í afar undarlegum aðstæðum en sonur hennar, þá ungbarn, bjargaðist frá bráðum bana á óútskýranlegan hátt. Segja má að lífi hans hafi verið þyrmt tvisvar í viðbót.“ 
  - Óvænt vinslit: 
  „Besta vinkona mín í æsku var Dóra. Hún bjó við sömu götu og ég og var heimagangur á heimili mínu. Einn daginn var henni bannað að umgangast mig vegna nokkurs sem foreldrar mínir áttu að hafa gert.“ 
  - Mömmuraunir: 
  „Ég á fjögur börn en mesta „fjörið“ hefur verið í kringum það elsta, soninn Aron. Hann hefur verið mikill gleðigjafi en fyrirferðin á honum var talsvert meiri en á hinum börnunum mínum öllum til samans.“ 
  - Draumahúsið okkar: 
  „Fyrir mörgum árum keyptum við hjónin gamalt hús. Ég hef alltaf verið næm og fann fyrir undarlegum og ekki góðum straumum þegar við skoðuðum það en hlustaði ekki á innsæið og húsið varð okkar.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 39 min
  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
  - Að gefast upp á að hjálpa:
  „Í flestum fjölskyldum þykir sjálfsagt að fólk hjálpi og styðji hvert annað. Mín fjölskylda er engin undantekning þar frá en nýlega tókum við hjónin ákvörðun um að hætta alveg að aðstoða systur hans, enda okkur báðum orðið ljóst að það væri eins og að moka í botnlausa tunnu. “
  - Sjúkleg lygaþörf:
  „Þegar ég var barn las ég mér til ánægju sögur Munchausens baróns. Mér fannst öfgar hans og lygi bráðskemmtileg. Hið sama gilti raunar um frásagnir vinar foreldra minna sem allir vissu að var gjarn á að ýkja og bæta við. Ég komst hins vegar nýlega að raun um að lygar eru sannarlega ekki gamanmál og sjúkleg lygaþörf andstyggileg grimmd.“
  - Sonur minn er ekki veikur:
  „Þegar ég fékk litla son minn í hendurnar í fyrsta sinn fann ég fyrir alsælu. Ég hafði aldrei áður fundið jafnsterkar tilfinningar og ég sór þess eið að vernda og styrkja þetta barn alla ævi. Eftir að heim kom fékk ég samt fljótlega eitthvert hugboð um að drengurinn minn væri ekki alveg eins og önnur börn. Í ljós kom að það var rétt hjá mér en sonur minn er ekki veikur, hann fellur einfaldlega ekki fullkomlega í normalformið.“
  - Fangi minninganna: 
  „Ég varð ástfangin fimmtán ára gömul af strák sem var tveimur árum eldri. Við vorum saman í þrjú ár og hluta þess tíma bjó ég heima hjá honum. Ég sleit sambandinu vegna þess að mér fannst ég þurfa að reyna eitthvað nýtt og vera of ung til að gifta mig. Þetta voru stærstu mistök lífs míns og ef ég gæti snúið klukkunni við myndi ég halda sem fastast í hann.“
  - Erfitt að skipta sér milli tveggja:
  „Við Stebbi kynntumst á þrítugsafmælinu mínu. Ég varð strax yfir mig ástfangin af honum. Hann hafði verið giftur áður og átti eitt barn en ég var barnlaus. Þegar við fórum að búa saman var ég ákveðin í að reynast honum og drengnum hans vel en það er hægt að gera of mikið.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 39 min
  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Lífsreynslusögur Vikunnar

  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
  - Sjaldan launar kálfur ofeldi:
  „Þegar ég fór að búa með seinni manninum mínum varð ég stjúpmóðir tveggja drengja, fínustu stráka sem mér þykir mjög vænt um. Þeir eru taka sín fyrstu skref núna sem fullorðnir menn og það verður þeim eflaust ekki auðvelt eftir ofdekur og agaleysi í æsku.“
  - Fá ekki að hitta barnabarnið:
  „Fyrir fimm árum lést dóttir okkar 33 ára gömul, hún átti þá sjö ára gamlan son og eiginmann. Þetta er saga um baráttu afa og ömmu til að fá að umgangast barnabarn sitt.“
  - Kærastan í sveitinni:
  „Fyrir um aldarfjórðungi var ég hrifinn af stelpu sem bjó fyrir utan höfuðborgina. Móðir hennar var svolítið sérstök og kom fram við mig sem tengdason sinn frá fyrstu sýn.“
  - Erfiðir yfirmenn:
  „Fyrir nokkrum árum hóf ég störf hjá hinu opinbera. Í vinnu minni hjá tveimur stofnunum hafði ég eftirminnilega en ólíka yfirmenn. Ég lærði mikið um mannlegt eðli á meðan ég vann undir þeirra stjórn.“
  - Ókunnugur faðir á Facebook:
  „Blóðfaðir minn yfirgaf mig þegar ég var enn í móðurkviði. Árin liðu og það var ekki fyrr en ég steig á svið í sjónvarpsþætti að áhugi hans á mér kviknaði. Áhuginn magnaðist með árunum og með tilkomu Facebook breyttist hann í stöðugt áreiti.“

  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

  • 44 min

Top Podcasts In History

Listeners Also Subscribed To