71 episodes

Lífsreynslusögur með Guðrúnu Óla
Guðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. 
www.vikan.is

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Lífsreynslusögur Vikunnar Birtingur Utgafufelag

    • History
    • 5.0 • 1 Rating

Lífsreynslusögur með Guðrúnu Óla
Guðrún Óla blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. 
www.vikan.is

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Lífsreynslusögur Vikunnar

     Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Með öllum ráðum:
    „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri konu, minnkaði samband okkar mikið en konan leit á mig sem ógn og reyndi með öllum ráðum að halda pabba frá mér.“
    - Tíðahvörf ... eða kannski ólétta?:
    „Ég var farin að nálgast fertugt þegar ég fór til spákonu ásamt vinkonu minni. Það sem hún sagði við mig var fáránlegt og olli okkur vinkonunum hláturskasti. En svo fóru spádómarnir að rætast hjá okkur báðum.
    „Hún hristi höfuðið og sagðist sjá þrjú börn sem ég ætti sjálf. Hún talaði einnig um breytingar í vinnunni hjá manninum mínum og að yngri dóttirin myndi fara að læra eitthvað allt annað en hún hafði stefnt markvisst að árum saman.“ “
    - Froskurinn sem breyttist í prins:
    „Eftir skilnað við eiginmann minn til fimmtán ára kynnist ég manni sem ég var mjög hrifin af. En fyrri reynsla varð sennilega til þess að nýja sambandið stóð ekki lengi. Sá maður var vissulega ljúfur en það vantaði í hann alla drift og dugnað. Löngu seinna hittumst við og þá hafði orðið algjör viðsnúningur á lífi hans, vægast sagt.“
    - Sérkennilegur skólabróðir:
    „Ég var svo heppin að fá að fara í heimavistarskóla þótt ég byggi nánast í næsta húsi við ágætan menntaskóla í borginni. Á heimavistinni eignaðist ég marga góða vini sem ég á enn. Einn í hópnum var nokkuð sérstakur en hann hafði mikla þörf fyrir að vera öðruvísi en aðrir. Ég kalla hann Boga í þessari frásögn.“
    - Hið fullkomna hjónaband:
    „Ég hef verið gift tvisvar og skildi í bæði skiptin eftir að hafa gefist upp á eiginmönnunum. Ég er kannski ekki mesti mannþekkjari í heimi en ég taldi eitt öruggt í þessum heimi og það væri hið fullkomna hjónaband kunningjafólks míns.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 38 min
    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Fátæka konan:
    „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“
    - Skelfilegur stjúpi:
    „Ég var að verða fimm ára þegar móðir mín fór að búa með manni. Frá upphafi var honum illa við mig og sýndi það á allan hátt. Hann hefur ekki bara eyðilagt samband mitt við mömmu, heldur líka við föður minn.“
    - Allt betra en sannleikurinn?:
    „Hjónaband mitt var sérlega gott, hélt ég, en ef ekki hefði verið fyrir frétt sem ég sá í sjónvarpinu lifði ég kannski enn í þeirri blekkingu.“
    - Samþykki ömmu:
    „Þegar ég kynnti ungan mann fyrir ömmu beið ég spennt eftir samþykki hennar en fékk það ekki þótt ég vissi að henni líkaði ágætlega við hann. Amma var eins konar véfrétt í fjölskyldunni og mér fannst álit hennar skipta öllu máli.“
    - Lærdómsrík vinátta:
    „Eitt sinn átti ég vinkonu sem ég umgekkst talsvert mikið. Hún hafði mikla þörf fyrir að sýna yfirburði sína á flestum sviðum sem var í lagi mín vegna því ég hafði yfirleitt bara gaman að þessu. Óvænt eyðilagði þessi þörf hennar þó vináttu okkar.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 42 min
    Lifsreynslusögur Vikunnar

    Lifsreynslusögur Vikunnar

     Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Þrjú skilyrði:
    „Ég fylltist eldmóði þegar ég las sjálfsræktarbók og fór að reyna að laða til mín tækifæri, eins og kennt var þar. Ástin var ofarlega á blaði en ég hefði mátt forma óskir mínar aðeins betur ...“
    - Óþægilegur „aðdáandi“:
    „Ég bjó árum saman í frekar stórum kaupstað á landsbyggðinni með manninum mínum. Dætur okkar voru uppkomnar og sú yngri tiltölulega nýflutt að heiman þegar ég eignaðist „aðdáanda“, mann sem lét mig ekki í friði.“
    - Eini sonurinn:
    „Móðir mín hélt afar mikið upp á bróður minn, svo mikið að hún viðurkenndi eitt sinn þegar hún óttaðist um hann og var í mikilli geðshræringu að hún vildi frekar missa eina af okkur systrunum en einkasoninn.“
    - Sviphreini nágranninn:
    „Eitt sinn bjó ég í sama húsi og indælis fjölskylda. Mér líkaði sérstaklega vel við manninn sem var opinn, glaðlegur og virtist sérlega ljúfur en konan hans var hlédræg og feimin. Eftir að ég flutti frétti ég ekkert af
    þeim fyrr en ég las blaðagrein sem góði granninn skrifaði og í kjölfarið kom margt í ljós sem kom mér mjög á óvart.“
    - „Hún er svo heimsk, greyið“:
    „Um nokkurra ára skeið bjó ég í kaupstað á landsbyggðinni. Ég kynntist þar skemmtilegri ungri konu, Sólrúnu, sem átti þó ekki upp á pallborðið hjá bæjarbúum vegna þess að hún skar sig úr. Var opin og einlæg og í raun allt of lífsglöð miðað við aðstæðurnar í lífi hennar.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 40 min
    Lifsreynslusögur Vikunnar

    Lifsreynslusögur Vikunnar

     Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Hress og harðdugleg ... : 
    „Ég stjórna fyrirtæki sem er starfrækt yfir vetrartímann. Eitt haustið, annað árið mitt sem yfirmaður, réði ég hressa og harðduglega konu sem öllum líkaði vel við. Hún reyndist þó ekki öll þar sem hún var séð og kenndi mér dýrmæta lexíu.“
    - Hættuleg gestrisni:
    „Ég bjó í Danmörku í nokkur ár þar sem ég var í námi. Einn daginn kynntist ég ljúfri konu og okkur varð vel til vina. Líf hennar hafði ekki verið auðvelt en hún var samt alltaf glöð og einnig gestrisnasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst.“
    - „Það verður mikið úr dóttur þinni“:
    „Nokkrum árum áður en ég stofnaði fjölskyldu fór ég til spákonu sem sagði mér sitt af hverju merkilegt. Margt af því sem hún sagði kom fram en ég var búin að steingleyma því öllu þar til nýlega þegar ég fann óvænt miða sem ég hafði hripað niður spádóminn á.“
    - Brúður á flótta:
    „Ég er þrígift og hef skilið þrisvar. Vinir mínir gera stundum góðlátlegt grín að ástamálum mínum og kalla mig „runaway bride“ eftir bíómyndinni. Ég hef svo sem ekki hlaupið frá neinum við altarið, það tók mig alltaf einhver ár að fá nóg. Frá barnæsku lét ég allt yfir mig ganga, byrgði sárindin og reiðina innra með mér þangað til ég sprakk með látum.“
    - Fyrstu góðu jólin:
    „Ég var orðin unglingur þegar ég var loks tekin út af heimili mínu og komið fyrir hjá ókunnugum. Þar kynntist ég eðlilegu lífi og átti mín fyrstu alvörujól.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 45 min
    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Lífsreynslusögur Vikunnar

     Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Vegalaus á Þorláksmessukvöld:
    „Eftir að pabbi dó breyttust samskipti mín við mömmu. Ég var ósátt við hvernig hún deyfði sorgina með róandi lyfjum en batt þó vonir við að allt breyttist til hins betra þegar hún kynntist manni nokkrum árum eftir lát pabba.“
    - Varð að hafna systur minni:
    „Við systurnar höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman og oftast stóðum við hvor með annarri þegar lífið lék okkur grátt. Hún hefur hins vegar stóra skapgerðargalla sem á endanum urðu til þess að ég varð að slíta öllu sambandi við hana.“
    - Uppi á röngum tíma:
    „Ég var orðin nokkuð fullorðin þegar ég áttaði mig á því að mamma var aldrei mikið fyrir börn. Hún reyndi að rækta hlutverk sitt sem heimavinnandi húsmóðir og móðir en leið sennilega afar illa í því sem bitnaði illilega á fjölskyldunni.“
    - Ótrúlegur blekkingarleikur:
    „Ég skildi við fyrri manninn minn seint á tíunda áratug síðustu aldar og var ekkert að flýta mér í annað samband. Ég ætlaði að byggja upp gott líf fyrir mig og dætur mínar tvær. Þetta var ekki auðvelt og einstæðar mæður hafa það sjaldan gott. Þegar ég kynntist Sigurði taldi ég mig hafa fundið ábyrgan og öruggan mann. Hann hafði farið í meðferð en var ákveðinn í að halda sér edrú og sagði mér að öll óregla væri að baki.“
    - Hryllilega vont en þess virði:
    „Margir hafa heyrt alls kyns hryllingssögur af fegrunaraðgerðum sem hafa mistekist og í mörgum tilfellum eru þær sjálfsagt sannar. Hins vegar heppnast meirihluti slíkra aðgerða vel og sjúklingarnir eru ánægðir með árangurinn. Ég er ein af þeim.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 43 min
    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Lífsreynslusögur Vikunnar

    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
    - Ást í meinum:
    „Sumarið sem ég varð nítján ára var ég döpur og vonsvikin. Ég hafði staðið mig illa í námi um veturinn og fannst að ég hefði klúðrað framtíðarmöguleikum mínum á að menntast. Mamma mín og pabbi voru líka að skilja og ég skammaðist mín fyrir það. Þegar mér bauðst mér að fara til Austurríkis og það fannst mér vera himnasending og tækifæri til þess að flýja ömurlegt líf mitt hér heima. Ég hafði ekki hugmynd um að innan skamms yrði ég ástfangin og depurð og iðrun vegna þeirrar ástar ætti eftir að fylgja mér nánast ævina enda.“
    - Gallagripur í hamingjuleit:
    „Þegar ég stóð í skilnaði í fyrsta skipti átti ég samúð vina og ættingja. Fólk kom gjarnan til mín og sagði mér hversu leitt það væri vegna þess að hjónabandið gekk ekki upp og var óspart á ráðleggingar. Þegar ég skildi við eiginmann númer tvö fékk ég allt öðruvísi viðbrögð og ég varð vör við gífurlega fordóma. Vinir og ættingjar veltu því fyrir sér hvað væri að mér og af hverju í ósköpunum ég gæti ekki haldist í hjónabandi. Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hlyti að vera hinn mesti gallagripur.“
    - Óvæntir endurfundir:
    „Ég kynntist Sigrúnu þegar ég var 17 ára. Við vorum jafnöldrur, en ástæðan fyrir því að við kynntumst var sú að hún fór að vera með yngri bróður mínum. Sigrún varð strax góð vinkona mín og við urðum mjög nánar.“
    - Fiðrildið, dóttir mín:
    „Ég elska dóttur mína og hef alltaf haft lúmskt gaman af því hvernig hún lifir lífinu. Þrátt fyrir að hún sé alin upp á ofurvenjulegu heimili af mjög svo hversdagslegum foreldrum hefur litríkur persónuleiki hennar og val í lífinu ævinlega verið á skjön við hið hefðbundna. Helst dettur mér í hug að einhvers staðar í ættum okkar leynist ævintýrakvendi og gen hennar hafi öll safnast í þessa stúlku sem fer sínar eigin leiðir þvert á almenningsálitið.“
    - Kletturinn minn:
    „Ég og maðurinn minn rugluðum ekki saman reytum fyrr en eftir margra ára vinskap. Vinir mínir skildu ekkert í vináttu okkar tveggja í fyrstu, þeim þótti Jonni hálfskrítinn, að minnsta kosti frekar sérstakur og líkur mér, en þeir hefðu þá átt að kynnast tengdaforeldrum mínum og mági.“

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 40 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In History

The Rest Is History
Goalhanger Podcasts
American Scandal
Wondery
History's Secret Heroes
BBC Radio 4
American History Tellers
Wondery
Throughline
NPR
The Lion and The Sun: A Modern History of Iran
Oriana Coburn

You Might Also Like

ILLVERK PODCAST
ILLVERK PODCAST
Morðskúrinn
mordskurinn
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Beint í bílinn
Sveppalingur1977