136 episodes

Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

Tölvuleikjaspjalli‪ð‬ Tölvuleikjaspjallið

  • Leisure
  • 5.0 • 1 Rating

Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

  136. God of War Ragnarök - annar þáttur

  136. God of War Ragnarök - annar þáttur

  Nú eru þrjár vikur síðan þessi frábæri leikur kom út og mörg ykkar eru ekki bara búin með hann - heldur búin að PLATÍNA hann.  

  Þá er upp lagt að við gerum annan þátt þar sem við getum rætt ALLA söguna án nokkurra takmarkana!  

  Já í þætti vikunnar fara Arnór Steinn og Gunnar yfir alla sögu leiksins, frá fyrstu sekúndum yfir í "leyni" endann. If you know, you know.  

  Við eyðum ekki fleiri orðum í þessa lýsingu, þar sem HÖSKULDARVIÐVÖRUN fylgir öllu efni þáttarins. Ef þið hafið ekki spilað leikinn allan þá mælum við með að skoða einhverja af hinum 135 þáttunum okkar áður en þið hoppið í þennan.  

  Ef Ragnarök er búinn hjá þér, hvað fannst þér? Er þetta leikur ársins? Láttu okkur vita!  

  Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

  • 1 hr 33 min
  135. CD Projekt Red

  135. CD Projekt Red

  Pólski tölvuleikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur farið í gegnum ævintýralegan feril. 

  Þeir byrjuðu að selja krakkaða CD diska af vinsælum bandarískum leikjum árið 1994 og tuttugu árum síðar kom út The Witcher 3.  Þetta er ofureinföldun á góðri sögu, en er efni vikunnar! 

  Arnór Steinn og Gunnar kafa í sögu CDPR, allt frá auðmjúkri byrjun yfir í að verða verðmætasta fyrirtæki Póllands á einum tímapunkti. Witcher serían og Cyberpunk eru auðvitað efst á baugi.  

  Við förum einnig eftir bestu getu yfir söguna á bak við Cyberpunk 2077. Þegar leikurinn kom út var ... tja ... ekki allt með felldu. Það er þó margt sem gæti komið á óvart, þannig hlustið/horfið vel!  

  Hvað finnst þér um CD Projekt Red? Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur sem misnotuðu traust spilara?  

  Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

  • 1 hr 3 min
  134. God of War Ragnarök - fyrstu hughrif með Daníel Rósinkrans

  134. God of War Ragnarök - fyrstu hughrif með Daníel Rósinkrans

  *ATH: ENGIN HÖSKULDARVIÐVÖRUN Á ÞÆTTINUM!*

  Biðin er LOKSINS á enda!

  Ekki eftir Ragnarökum, heldur eftir þætti Tölvuleikjaspjallsins um hann!

  Já heldur betur, við erum mörg hver búin að spila nýja God of War leikinn í DÖÐLUR og gátum varla beðið eftir að hlaða í þátt um hann.

  Til að halda upp á fáum við frábæran gest í sett, engan annan en Daníel Rósinkrans! Tölvuleikjanördar og unnendur ættu að þekkja nafnið vel, en hann meðal annars tók hvern einn og einasta God of War leik í gegn til að hita upp fyrir Ragnarök. Geri aðrir betur …

  Arnór Steinn, Gunnar og Daníel segja frá sínum fyrstu hughrifum af þessum frábæra leik. Þeir fara yfir helstu hluti án þess að spilla fyrir neinu. Ef þú hefur ekkert spilað leikinn og langar til að fara í hann ágætlega blint, þá er þátturinn öruggur fyrir þig.

  Bardagakerfið, breytingar á spilun, eldri og reyndari Kratos, þroskaðri Atreus og margt, MARGT fleira í stútfullum og stórskemmtilegum þætti. Það þarf varla að skafa af því; þetta er 100% leikur ársins að mati Tölvuleikjaspjallsins.

  Ert Ragnarök í safninu þínu? Hvað finnst þér? Segðu okkur frá því!

  Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

  • 1 hr 2 min
  133. Þáttur 133: Strákarnir velja sín tölvuleikjamemes

  133. Þáttur 133: Strákarnir velja sín tölvuleikjamemes

  Tölvuleikjaspjallið er aftur komið í myndbandsform!!!  
  Það kom að því að við settumst aftur í myndver Rafíþróttasamtaka Íslands þar sem við ætlum héðan í frá að taka upp okkar þætti!  
  Í tilefni þess ætlum við að fylla út í "Video Game Memes" spjald, þar sem við veljum eftir alls konar flokkum, eins og "Uppáhalds listastíll" "Ég hata en aðrir elska" og "Vanmetinn".  
  Við erum með reglu, það má ekki setja sama leik í tvo flokka.   
  Náðir þú að giska á eitthvað sem Arnór valdi? Eða eitthvað sem Gunnar valdi? Hvað myndir þú velja?  
  Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

  • 1 hr 21 min
  132. Witcher 3: The Wild Hunt - þáttur 2

  132. Witcher 3: The Wild Hunt - þáttur 2

  Heilu ári síðar er loksins komið að því - annar þáttur í tilvonandi seríu strákanna um einn merkasta tölvuleik okkar tíma. 

  Gunnar er kominn aðeins lengra og það er af nægu að taka. Restin af Velen og svo Novigrad söguþræðirnir verða ræddir í þaula í þætti vikunnar. Arnór er búinn að vera að spila líka og er því aðeins meira á nótunum.

  Ef það er ekki komið nógu mikið á hreint núna þá er alveg eins gott að segja það, risastór höskuldarviðvörun fylgir þættinum ef þú hefur ekkert spilað Witcher 3. 

  Við tökum einnig smá Witcher skúbbspjall, Henry Cavill ætlar að hætta að leika Úlfinn Hvíta og til stendur að endurgera fyrstu tvo leikina á Unreal 5. 

  Allt saman rætt í þaula í stórskemmtilegum og stútfullum þætti!

  Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

  • 1 hr 25 min
  131. XCOM 2 - "Farðu heim, E.T!"

  131. XCOM 2 - "Farðu heim, E.T!"

  "Velkominn aftur, foringi,"

  Þáttur vikunnar er um taktíska leikinn XCOM 2, þar sem þú ferð í stígvél Foringjans og stjórnar bókstaflega ÖLLU í upprisu mannkyns gegn geimveruinnrásaher. 

  Arnór Steinn og Gunnar hafa rætt þennan ágæta leik í öðrum þætti, en þá var rétt stigið yfir helstu atriði í mýflugumynd. Nú er Arnór loksins búinn að spila leikinn eitthvað og hægt er að gera þátt.

  Við höfum svipað form á þessu og Witcher þátturinn okkar. Gunnar hefur spilað XCOM lengi og þekkir vel til og Arnór er að kynnast leiknum. Það verður farið yfir karaktera, óvini, borðin, erfiðleikastig og fullt fleira.

  Hefur þú spilað XCOM? Hvað finnst þér?

  Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu.

  • 1 hr 10 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Leisure

Clutterbug™
NPR
Critical Role
Monica & Regan
Si Robertson & Justin Martin
Rooster Teeth

You Might Also Like

Hafsteinn Sæmundsson
Hjörvar Hafliðason
Útvarp 101
Steve Dagskrá
Þarf alltaf að vera grín?
FM957