89 episodes

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

Virðing í uppeldi medvitadirforeldrar

    • Society & Culture
    • 4.8 • 13 Ratings

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

    89. Stutt hugvekja um mörk

    89. Stutt hugvekja um mörk

    Öll höfum við stundum gott af því að hlusta á eitthvað sem peppar okkur í leiðtogahlutverkinu. Hér er stutt hugvekja um mörk í boði Guðrúnar Ingu Torfadóttur.

    • 15 min
    88. Dúlur um parsambandið á meðgöngu og í fæðingu

    88. Dúlur um parsambandið á meðgöngu og í fæðingu

    Enn á ný heiðra dúlurnar Guðrún Björnsdóttir og Soffía Bæringsdóttir í Hönd í hönd okkur með nærveru sinni í Virðingu í uppeldi með spjalli sínu og vangaveltum um parsambandið á meðgöngu og í fæðingu - og hvað aðkomu dúlur geta haft til að liðka fyrir og gefa því byr undir báða vængi áður en þau taka á móti barninu.

    Fallegt og rólegt spjall sem er yndi að taka í göngutúrnum, með makanum í bíltúr eða á koddanum fyrir svefninn.

    • 34 min
    87. Guðrún Jóhanna um að styrkja félagsfærni

    87. Guðrún Jóhanna um að styrkja félagsfærni

    Guðrún Inga Torfadóttir tók hér á móti Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur iðjuþjálfa. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk og heldur námskeið í því hjá Lífsbrunni ásamt því að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra almennt við skynúrvinnslumöt til að mynda.

    Frábært og upplýsandi spjall!

    • 1 hr 13 min
    86. Undirbúningur fyrir fæðingu og hjálplegar staðhæfingar með Guðrúnu Björns og Soffíu Bærings

    86. Undirbúningur fyrir fæðingu og hjálplegar staðhæfingar með Guðrúnu Björns og Soffíu Bærings

    Þær Guðrún Björnsdóttir og Soffía Bæringsdóttir dúlur hjá Hönd í hönd eru mættar aftur til að gefa konum og foreldrum sem eiga von á barni leiðir til að finna stuðning og ró í fæðingunni sjálfri sem og fæðingarundirbúningnum.

    Einkar ljúf hlustun sem við mælum heils hugar með.

    • 36 min
    85. Vignir Sigurðsson barnalæknir

    85. Vignir Sigurðsson barnalæknir

    Hvað gerist þegar tvær traustar vinkonur sem kynntust í gegnum félagsskap okkar í kringum virðingarríkt uppeldi og búa á Selfossi taka spontant viðtal við barnalækninn á svæðinu sem önnur þeirra var svo ánægð með í síðustu heimsókn?

    Þessi þáttur.

    Vignir Sigurðsson læknir leyfir sér hér að segja það sem stendur hjarta hans nær. Vinkonurnar tvær blómstra í þessu spjalli sömuleiðis.

    Sértu heilbrigðisstarfsmaður sem stundum eða alla daga þjónustar börn, hlustaðu.

    Sértu væntanlegt eða núverandi foreldri eða umönnunaraðili, hlustaðu.

    Uppeldisbækur sem hafa haft áhrif á Vigni að hans sögn eru Hjálp fyrir kvíðin börn og How To Talk So Kids Will Listen and Listen So Kids Will Talk. 59. þáttur þessa hlaðvarps fjallar einmitt um síðarnefndu bókina hvað viðkemur ungum börnum og við mælum líka með honum.

    • 1 hr 28 min
    84. Guðrún Björns og Soffía Bærings um dúlustarfið

    84. Guðrún Björns og Soffía Bærings um dúlustarfið

    Framundan inn á milli annarra þátta eru nokkrir þættir úr smiðju þeirra Guðrúnar Björnsdóttur og Soffíu Bæringsdóttur. Þær starfa báðar sem doulur. Guðrún er ein stofnmeðlima Meðvitaðra foreldra og tveggja barna móðir. Segja má að foreldrahlutverkið og ástríða hennar fyrir virðingarríku uppeldi hafi leitt hana á þá braut sem hún starfar á í dag, með börnum hjá Hjallastefnunni og sem doula eftir að hafa lært hjá Soffíu. Soffía er þriggja barna móðir, eiginkona og félagsfræðingur og brennur því fyrir því að aðstoða fjölskyldur alveg frá meðgöngu og áfram og er með fyrirtækið Hönd í hönd.
    Báðar eru þær með hjartað í því að tilheyra og styðja samfélagið sitt, víkka það út (fjölskyldurnar sem þær þjónusta kalla þær fjölskyldurnar sínar) og halda rými utan um fólkið sem þær þjónusta.

    Við mælum með þessari rólegu og góðu hlustun á spjall Guðrúnar og Soffíu, sér í lagi ef þú ert að búa þig undir fæðingu.

    „Að vera til staðar í fæðingu án þess að vera með læti og taka yfir rýmið. Þegar fjölskyldan þakkar manni fyrir á maður að minna sig á að fjölskyldan gerði þetta sjálf.“ Þessi orð Soffíu úr þættinum hafa sterkan samhljóm við foreldrahlutverkið.
    Guðrún Inga Torfadóttir annaðist klippingu þáttarins.

    • 48 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
13 Ratings

13 Ratings

Agust Bjarnason ,

Frábært!

Algjör snilld - mæli með þessu!

Top Podcasts In Society & Culture

Unwell Network
PJ Vogt, Audacy, Jigsaw
Dear Media
iHeartPodcasts
Apple TV+ / Pineapple Street Studios
Jay Ruderman

You Might Also Like

normidpodcast
Helgi Ómars
Ásgrímur Geir Logason
Spjallið Podcast
Tal
Þarf alltaf að vera grín?