40 episodes

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

Virðing í uppeldi medvitadirforeldrar

  • Society & Culture
  • 5.0 • 8 Ratings

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.

  40. Vandræðasögur – börn í klípu og hvað gerum við?

  40. Vandræðasögur – börn í klípu og hvað gerum við?

  Í fertugasta þætti okkar skyggnumst við á bak við barnabókina Vandræðasögur og fáum að heyra lýsingu höfunda bókarinnar á hugmyndafræðinni sem fyllir þær báðar ástríðu um hvernig við getum sem best hjálpað börnum að leysa úr klípum sín á milli og aðkomu hinna fullorðnu til að það megi heppnast sem best.

  Sögur eru vel til þess fallnar að fá börn í samræður um þær klípur sem geta komið upp í samskiptum barna. Við skyggnumst inn í hvernig við getum sem best lesið sögurnar til að koma þeim til skila og fanga athygli barna og hvernig við getum síðan rætt þær með börnunum. Einnig ræddum við hvernig samtöl við getum átt við börnin okkar til að heyra sem flestar hliðar atburða sem áttu sér stað í fjarveru okkar með jafningjum og hver aðkoma okkar getur verið til að efla félagsþroska barnanna og efla þau í samkennd með öðrum þegar atburðirnir eru liðnir og heim er komið.

  Gestir okkar í dag voru þær Alexandra Gunnlaugsdóttir, kennari, margra barna móðir og uppeldisfræðingur sem hefur unnið að rannsóknum á einelti í grunn- og menntaskólum og starfar sem deildarstjóri leikskóla í Danmörku, og Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, hagfræðingur og tvíburamóðir sem hefur sérhæft sig á sviði atferlishagfræði.
  Perla Hafþórsdóttir, deildarstjóri á leikskóla, var einnig með Guðrúnu Ingu Torfadóttur stjórnanda þáttarins frá félagi Meðvitaðra foreldra.

  Atriðisorð sem voru nefnd í þessu samhengi voru t.d.:
  -Social situations – klípusögur.
  -Narratíf sálfræði Michaels White; að geta tekið tilfinningu og fengið fjarlægð á hana.
  -Resource thinking; hvað getur barnið komið með inn í hópinn?

  • 1 hr 14 min
  39. Fjarbókaklúbbur The Objectivist Parenting

  39. Fjarbókaklúbbur The Objectivist Parenting

  Í þessum þætti er farið yfir bókina The Objectivist Parenting eftir Roslyn Ross í fjarbókaklúbbi. Sem fyrr var tæpt á helstu atriðum bókarinnar og svo fjörlegar umræður inni á milli. Við vitum aldrei hverjir mæta á þessa fjarbókaklúbba en það sýnir sig að þegar stjórnartaumunum er sleppt kemur eitthvað frábært upp úr dúrnum.

  Þessi bók er knöpp og fer ítarlega yfir allt sem Roslyn og aðrir telja vera að atferlisstefnu (e. behaviorism) og hvað megi þá gera í staðinn. Svo skemmtilega vildi til að á meðal þátttakenda var PMTO-meðferðaraðili mættur og því hægt að vega þetta og meta saman, þá stefnu sem enn er kennd í nokkrum sveitarfélögum landsins, bæði í skólum og af heilsugæslum og sem talsmenn virðingarríks uppeldis myndu telja vera afsprengi atferlisstefnu þótt margt geti líka talist vera virðingarríkt í henni. Þarf endilega að kenna foreldrum og kennurum að umbuna börnum fyrir að komast hraðar út um dyrnar eða í háttinn? Er skólakerfið okkar með nægilega mikið svigrúm til að ýta undir sjálfstæði og val barna? Þetta og margt fleira var á meðal þess sem rætt var á þessum frábæra bókaklúbbi.

  Þátttakendur í umræðum voru Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Gyða Björg Sigurðardóttir, Ólafía Helga Jónasdóttir, Perla Hafþórsdóttir og Sólveig Rós. Þættinum stýrði Guðrún Inga Torfadóttir.

  • 1 hr 37 min
  38. Forgangsröðun í umgjörð fjölskyldunnar

  38. Forgangsröðun í umgjörð fjölskyldunnar

  Í þessum þætti, sem spratt upp sem sjálfstætt framhald af frábærum síðasta þætti um minimalisma og virðingarríkt uppeldi, ræddum við nokkrar um hvernig við forgangsröðum í lífum okkar hvað varðar hagsmuni barnanna og okkar sjálfra. Ólíkir foreldrar forgangsraða með ólíkum hætti en það þýðir ekki að einhver þeirra hafi rétt fyrir sér og aðrir rangt. Þetta reyndist vera prýðisgott umræðuefni og hægt að velta ýmsu fyrir sér hvað þetta varðar.

  Þátttakendur að þessu sinni voru Gyða Björg Sigurðardóttir, Kristín Björg Viggósdóttir og Perla Hafþórsdóttir ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur.

  • 1 hr 29 min
  37. Einfaldleiki í virðingarríku uppeldi

  37. Einfaldleiki í virðingarríku uppeldi

  Þær Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir frá Kyrru lífsstíl hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að því að ræða einföldun umgjarðar fjölskyldulífs enda verið að veltast með stóru spurningarnar undanfarin ár. Hvernig er best að haga gjöfum? Haga húsverkum? Hugsa um neyslu okkar? Raða í fataskápana? Huga að þvottinum?

  Þessi einföldu atriði geta flækt lífið afar mikið þegar við setjum okkur ekki í sérstakar stellingar og hugum að skipulagi og rútínu af fullri alvöru. Þá getur morgunrútínan skipt miklu máli til að koma okkur vel af stað inn í daginn. Þessa hluti ræddu þær Kyrru-konur í þaula við Guðrúnu Ingu Torfadóttur og báru saman við markmið í virðingarríku uppeldi almennt.

  • 1 hr 15 min
  36. Aldrei gleyma að leika - spjall við Sigrúnu Yrju Klörudóttur

  36. Aldrei gleyma að leika - spjall við Sigrúnu Yrju Klörudóttur

  Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí ræddi Guðrún Inga Torfadóttir við Sigrúnu Yrju Klörudóttur, sem er konan á bak við heimasíðuna, fb-hópinn og Instagram-reikninginn Always Remember To Play. Hvernig datt henni í hug, búandi á Austfjörðum með börnin sín í fæðingarorlofi, að hefja þá vegferð að gerast áhrifavaldur um leik barna með metnaðarfullum hætti? Við mælum með að hlusta á þetta spjall við frábæra konu.

  M.a. ræddum við:
  •Hvernig hún kynntist virðingarríku uppeldi.
  •Að búa úti á landi í fæðingarorlofi langt frá skarkala borgarinnar.
  •Hvað er eðlilegt að sýna af börnunum sínum á samfélagsmiðlum?
  •Samskipti kynjanna í foreldrahlutverkinu.
  •Hvernig hún reynir að hjálpa drengnum sínum að sýna tilfinningar.
  •Hvaða bækur liggja á náttborðinu hennar.
  •Um kennslustarfið með 12-13 ára börn og hvernig reynsla hennar nýttist í því og hvað henni þykir eftir þessi fyrstu kynni af kennarastarfinu.
  •Gildi útiveru barna.
  •Að spyrja börnin sín: Hvað þarftu í dag til þess að líða vel?
  •Að velja búsetu eftir gæðum skólastarfs – jafnvel á milli landa.

  • 56 min
  35. Kulnun í foreldrahlutverki

  35. Kulnun í foreldrahlutverki

  Við vorum þrjár í þessum þætti hver á sínum stað á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð var það Ingibjörg Ólafsdóttir, sem kallar sig Hjálp ég er útbrennd á Instagram, en hún hefur tiltölulega nýlokið meðferð að sænskum hætti við kulnun og hefur viðað að sér miklum fróðleik um málefnið og miðlað því til annarra. Í Danmörku var það Stefanía Rut Hansdóttir, sem skrifaði lokaritgerð sína í sálfræði ásamt vinkonu sinni um kulnun mæðra í starfi og hefur skrifað hreinskilið um tilveru sína að búa ein með börn sín þrjú burtu frá fjölskyldu sinni. Og á Íslandi Guðrún Inga Torfadóttir sem stjórnaði upptökum og hefur í gegnum tíðina rambað á mörkum kulnunar oftar en einu sinni og þekkir sig í ýmsum einkennum hennar.

  Við ræddum hvernig það er að eiga þunga, erfiða daga, sitja með sjálfa sig í fanginu og reyna að gefa af sér til þeirra sem mest eiga það skilið að fá alla okkar bestu hliðar eins og við almennt ræðum um hér í þessu hlaðvarpi – en oft erum við hér að ræða um að vera frekar svona en hinsegin, vera virðingarrík, tryggja mikla útiveru, frjálsan leik, óskilyrta ást með öllu, burt með harðar ögunaraðferðir, útilokun, hunsun, niðrandi og skammandi tiltal, takmarka fyrirskipanir sem mest við megum en halda sterkum og öruggum mörkum þegar við á. Þetta eru allt háleit markmið sem krefjast mikils af okkur.

  Við höfum komið áður inn á þessi þemu öll í fjölmörgum þáttum, svo sem í þætti 2 um gleði í uppeldi, 10. þætti um triggera með Kristínu Maríellu, 11. þætti með Bjarti Guðmunds um að vera í topp tilfinningalegu formi, 22. þætti um RIE fyrir fullorðna með stelpunum í Hraust þjálfun, og svo komið inn á þetta víða í öðrum þáttum.

  • 1 hr 44 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
8 Ratings

8 Ratings

Agust Branson ,

Frábært!

Algjör snilld - mæli með þessu!

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To