57 min

Dan Sullivan - Maðurinn sem mun lifa að eilífu Alfa hlaðvarp

    • Management

Við ákváðum að brjóta upp okkar tímabundnu pásu og taka upp þennan þátt. 
Þátturinn er með öðru sniði en vanalega þar sem viðmælandinn Dan Sullivan er ekki af íslensku bergi brotinn. Dan byggði upp fyrirtækið Strategic Coach ásamt eiginkonu sinni Barböru. Þau mynda frábært teymi þar sem hann hefur verið hugmyndasmiðurinn og hún hefur byggt reksturinn upp á þeim hugmyndum. 
Strategic Coach hjálpar fólki sem stundar viðskipti að ná betri árangri. Fyrirtækið hefur unnið með yfir 20 þúsund einstaklingum frá 46 löndum. 
Það má segja að Dan sé meistari meistaranna í þeim skilningi að til hans leita margir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur sem skara fram úr. Dan kennir einungis eitt námskeið sjálfur og það kostar litlar $100,000 á mann að fá fjóra daga með honum í 60 manna hóp. 
Dan er með stór markmið fyrir sjálfan sig og fyrirtækið sitt, sem hann deilir með okkur í viðtalinu. Hann bendir einnig á ákveðin tækifæri fyrir Ísland sem gætu komið upp úr kófinu. 
Margt úr efni Strategic Coach hefur gagnast okkur hjá Alfa Framtak og við vildum því deila því með ykkur kæru hlustendur. Okkur fannst líka sérstaklega viðeigandi að tala við Dan núna þar sem margt fólk og fyrirtæki eru með mótvind í fanginu í kjölfar Covid. Það er líka svo mikilvægt fyrir okkur að horfa reglulega út fyrir landsteinana og týnast ekki alveg í hringiðunni hérna heima. 
Í þessu stutta spjalli okkar var aðeins hægt að stikla á stóru á því sem Dan hefur fram að færa. Hér að neðan eru tenglar á tól sem við ræðum um í samtalinu og hægt er að nálgast frítt: 

Ókeypis rafbók, Self Managing Company: https://bit.ly/selfmanagingcompany 

Impact Filter: https://bit.ly/impactfilter 

Win Streak App: https://bit.ly/appwinstreak 

Strategic Coach Podcast: https://bit.ly/podcast_strategiccoach 

Kolbe Test: https://bit.ly/kolbetest 

Við ákváðum að brjóta upp okkar tímabundnu pásu og taka upp þennan þátt. 
Þátturinn er með öðru sniði en vanalega þar sem viðmælandinn Dan Sullivan er ekki af íslensku bergi brotinn. Dan byggði upp fyrirtækið Strategic Coach ásamt eiginkonu sinni Barböru. Þau mynda frábært teymi þar sem hann hefur verið hugmyndasmiðurinn og hún hefur byggt reksturinn upp á þeim hugmyndum. 
Strategic Coach hjálpar fólki sem stundar viðskipti að ná betri árangri. Fyrirtækið hefur unnið með yfir 20 þúsund einstaklingum frá 46 löndum. 
Það má segja að Dan sé meistari meistaranna í þeim skilningi að til hans leita margir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur sem skara fram úr. Dan kennir einungis eitt námskeið sjálfur og það kostar litlar $100,000 á mann að fá fjóra daga með honum í 60 manna hóp. 
Dan er með stór markmið fyrir sjálfan sig og fyrirtækið sitt, sem hann deilir með okkur í viðtalinu. Hann bendir einnig á ákveðin tækifæri fyrir Ísland sem gætu komið upp úr kófinu. 
Margt úr efni Strategic Coach hefur gagnast okkur hjá Alfa Framtak og við vildum því deila því með ykkur kæru hlustendur. Okkur fannst líka sérstaklega viðeigandi að tala við Dan núna þar sem margt fólk og fyrirtæki eru með mótvind í fanginu í kjölfar Covid. Það er líka svo mikilvægt fyrir okkur að horfa reglulega út fyrir landsteinana og týnast ekki alveg í hringiðunni hérna heima. 
Í þessu stutta spjalli okkar var aðeins hægt að stikla á stóru á því sem Dan hefur fram að færa. Hér að neðan eru tenglar á tól sem við ræðum um í samtalinu og hægt er að nálgast frítt: 

Ókeypis rafbók, Self Managing Company: https://bit.ly/selfmanagingcompany 

Impact Filter: https://bit.ly/impactfilter 

Win Streak App: https://bit.ly/appwinstreak 

Strategic Coach Podcast: https://bit.ly/podcast_strategiccoach 

Kolbe Test: https://bit.ly/kolbetest 

57 min