150 episodes

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.

Í ljósi sögunnar RÚV

  • Society & Culture
  • 5.0 • 1 Rating

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.

  Rafherbergið

  Rafherbergið

  Í þættinum er fjallað um Rafherbergið, glæsilegan sal klæddan rafi sem Friðrik 1. Prússakonungur gaf Pétri mikla Rússakeisara í byrjun 18. aldar. Klæðningarnar og aðrir munir úr herberginu hurfu í seinni heimsstyrjöld og hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit.

  Voulet-Chanoine-leiðangurinn

  Voulet-Chanoine-leiðangurinn

  Í þættinum er fjallað um leiðangur ungra franskra herforingja frá Senegal að Tsjad-vatni í vestanverðri Afríku, með mörg hundruð manna lið, í lok 19. aldar. Ferð þeirra einkenndist af grimmd og ofbeldi í garð innfæddra sem urðu á vegi þeirra, sem og annarra Frakka.

  Nagorno-Karabakh

  Nagorno-Karabakh

  Í þættinum er fjallað um héraðið Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum sem Armenía og Aserbaídsjan hafa eldað grátt silfur vegna allt frá falli Sovétríkjanna. Allt að 30 þúsund manns féllu í sex ára stríði um Nagorno-Karabakh, sem lauk með vopnahléi árið 1994. Friðarviðræður hafa ekki skilað árangri og nú er enn barist um héraðið.

  Ester Blenda Nordström II

  Ester Blenda Nordström II

  Annar þáttur af tveimur um Ester Blendu Nordström, brautryðjenda í rannsóknarblaðamennsku í Svíþjóð á fyrri hluta tuttugustu aldar. Í þessum síðari þætti er fjallað um feril Esterar eftir að hún snéri heim af Samaslóðum í Norður-Svíþjóð, um þátt hennar í finnska borgarastríðinu, ferðalög um Suður- og Norður-Ameríku, langdvöl á Kamtsjatka-skaga og forboðna ást.

  Ester Blenda Nordström I

  Ester Blenda Nordström I

  Í þættinum er fjallað Ester Blendu Nordström (1891-1948), frumkvöðul í blaðamennsku í Svíþjóð. Meðal annars villti hún á sér heimildir og réð sig sem vinnukonu á bóndabæ til að fjalla um aðbúnað kvenna í sænskum landbúnaði, og ferðaðist um með Sömum í Norður-Svíþjóð.

  McMartin-málið

  McMartin-málið

  Í þættinum er fjallað um eitt lengsta og dýrasta dómsmál Bandaríkjanna. Árið 1983 var starfsfólk leikskóla í úthverfi Los Angeles sakað um að hafa níðst á tugum barna í sinni umsjá, og sögð félagar í leynilegum sértrúarsöfnuði djöfladýrkenda.

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To