1h 24 min

79. Þátturinn sem þú vilt hlusta á - með Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur Virðing í uppeldi

    • Sociedade e cultura

Perla Hafþórsdóttir heimsótti reynsluboltann, fag- og ástríðukonuna fyrir velferð barna, Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur, Öddu, og fékk að eiga við hana samtal um ævistarfið og þau tól og tæki sem hún hefur þróað í starfi sínum með börnum.

Adda heldur utan um kennslu í forvörnum um ofbeldi fyrir börn, foreldra og kennara ásamt því að ræða um heilbrigð samskipti og kenna börnum að vera læs á tilfinningar sínar á stofu sinni.

Fræðsluátakið kallast Samtalið - fræðsla ekki hræðsla. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2000 og hefur allar götur síðan unnið að forvörnum í ofbeldismálum fyrir börn. Í námskeiðs- og fræðslupakkanum sem farið er með inn í skóla og leikskóla er unnið að aðgerðaráætlun og áætlun um hvernig eigi að bregðast við ef grunur um ofbeldi vaknar. Fræðslan miðar að því að kenna fólki að þekkja merkin og auka meðvitund um ofbeldi.

Lausnarhringurinn varð síðan til þegar hún starfaði í leikskólanum Brákarborg. Hún var með elstu börnin sem áttu erfitt að finna taktinn saman þar til Arnrún beindi kröftum þeirra sameiginlega að því að finna lausnir og geta unnið betur saman. Lausnarhringurinn er verkfæri með sjö gildum eða reglum sem aðstoða börn við að leita lausna í samskiptum. Börnin tóku því virkan þátt í gerð Lausnarhringsins ásamt fleira starfsfólki og það er lykillinn að því að hann virkar jafn vel og hann gerir.

Þetta er því sérdeilis frábær þáttur fyrir foreldra jafnt sem fagfólk. Njótið vel.

Perla Hafþórsdóttir heimsótti reynsluboltann, fag- og ástríðukonuna fyrir velferð barna, Arnrúnu Maríu Magnúsdóttur, Öddu, og fékk að eiga við hana samtal um ævistarfið og þau tól og tæki sem hún hefur þróað í starfi sínum með börnum.

Adda heldur utan um kennslu í forvörnum um ofbeldi fyrir börn, foreldra og kennara ásamt því að ræða um heilbrigð samskipti og kenna börnum að vera læs á tilfinningar sínar á stofu sinni.

Fræðsluátakið kallast Samtalið - fræðsla ekki hræðsla. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2000 og hefur allar götur síðan unnið að forvörnum í ofbeldismálum fyrir börn. Í námskeiðs- og fræðslupakkanum sem farið er með inn í skóla og leikskóla er unnið að aðgerðaráætlun og áætlun um hvernig eigi að bregðast við ef grunur um ofbeldi vaknar. Fræðslan miðar að því að kenna fólki að þekkja merkin og auka meðvitund um ofbeldi.

Lausnarhringurinn varð síðan til þegar hún starfaði í leikskólanum Brákarborg. Hún var með elstu börnin sem áttu erfitt að finna taktinn saman þar til Arnrún beindi kröftum þeirra sameiginlega að því að finna lausnir og geta unnið betur saman. Lausnarhringurinn er verkfæri með sjö gildum eða reglum sem aðstoða börn við að leita lausna í samskiptum. Börnin tóku því virkan þátt í gerð Lausnarhringsins ásamt fleira starfsfólki og það er lykillinn að því að hann virkar jafn vel og hann gerir.

Þetta er því sérdeilis frábær þáttur fyrir foreldra jafnt sem fagfólk. Njótið vel.

1h 24 min

Top podcasts em Sociedade e cultura

NerdCast
Jovem Nerd
Rádio Novelo Apresenta
Rádio Novelo
Bom dia, Obvious
Marcela Ceribelli
É nóia minha?
Camila Fremder
Que História É Essa, Porchat?
GNT
Rádio Escafandro
Tomás Chiaverini