125 episódios

Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í Japan, hvaða tækifæri eru að finna og hvaða áskorunum fólk þarf að mæta í landi hinnar rísandi sólar.

Heimsendir byrjaði sem umræðuþáttur um mismunandi sviðsmyndir heimsenda - allt frá gervigreind til uppvakninga, líftækni til heimsstyrjaldar. Nú þegar Stefán Þór er búsettur í Japan er fókusinn færður þangað en inn á milli má finna heimsendatengt efni á borð við uppgang gervigreindar, geópólitík Austur Asíu, Kína, Rússland og fleira.

Upphafs- og endastef: Ísidór Jökull Bjarnason.
Artwork: Sherine Otomo

Heimsendir Stefán Þór Þorgeirsson

    • Sociedade e cultura

Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í Japan, hvaða tækifæri eru að finna og hvaða áskorunum fólk þarf að mæta í landi hinnar rísandi sólar.

Heimsendir byrjaði sem umræðuþáttur um mismunandi sviðsmyndir heimsenda - allt frá gervigreind til uppvakninga, líftækni til heimsstyrjaldar. Nú þegar Stefán Þór er búsettur í Japan er fókusinn færður þangað en inn á milli má finna heimsendatengt efni á borð við uppgang gervigreindar, geópólitík Austur Asíu, Kína, Rússland og fleira.

Upphafs- og endastef: Ísidór Jökull Bjarnason.
Artwork: Sherine Otomo

    #125 Spurjum lækni - Hvað eru berklar? (OPINN ÞÁTTUR)

    #125 Spurjum lækni - Hvað eru berklar? (OPINN ÞÁTTUR)

    Fyrsti þáttur í seríunni Spurjum lækni þar sem við fjöllum um mismunandi sjúkdóma, sögu þeirra og meðferðir. Í þessum þætti tæklum við Jóhannes Gauti Óttarsson, læknir og tónlistarmaður, sjúkdóminn berkla sem herjar enn á stóran hluta jarðarbúa þrátt fyrir að vera lítið í umræðunni hérlendis.
    Þátturinn er í opinni dagskrá í boði þeirra sem styðja Heimsendi á Patreon. Takk fyrir stuðninginn og takk fyrir að hlusta!

    • 1h 2 min
    #124 Lífið á Íslandi - Barneignir, vinna og peningar

    #124 Lífið á Íslandi - Barneignir, vinna og peningar

    Þáttinn má nálgast í fullri lengd inná https://www.patreon.com/heimsendir
    Ég er faðir án fæðingarorlofs. Það er brekka en hún er líka full af lærdómi. Í þessum þætti fjalla ég um vinnu, gigghagkerfið, uppeldi barna, fjármálin og fleira. Í lok þáttar er síðan Heimsendir vikunnar sem snýr að vendingum í Úkraínu.

    • 7 min
    #123 Lífið á Íslandi - Menningarsjokk (OPINN ÞÁTTUR)

    #123 Lífið á Íslandi - Menningarsjokk (OPINN ÞÁTTUR)

    Ég er kominn heim, eins og segir í laginu góða. Í þessum þætti fjalla ég um sjokkið við að kveðja austrið og mæta vestur til Íslands. Brenglað hæðarskyn, hátt matvöruverð, sviðasulta í leikhús og orlofshús í Rússlandi. Auk þess eru Heimsfréttirnar og Íslenskuhornið á sínum stað.
    Þessi þáttur er opinn í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Vertu með!

    • 1h 1m
    #122 F****d í Finnlandi (OPINN ÞÁTTUR)

    #122 F****d í Finnlandi (OPINN ÞÁTTUR)

    Afsakið frönskuna. Ég er staddur í Finnlandi með kettinum Tító og okkur líður vel þrátt fyrir langt ferðalag að baki. Helsinki er flott borg og hér á hótelinu er sána og rækt. Í þættinum fjalla ég um ferðasöguna frá Japan og heimspekina á bakvið einveru erlendis.
    Kæri hlustandi, ef þú vilt fullan aðgang að öllu efni Heimsendis, þá vitið þér hvar skal leita. Takk fyrir að hlusta!

    • 43 min
    #121 Sayonara Japan!

    #121 Sayonara Japan!

    Hlustið á þáttinn í heild sinni á patreon.com/heimsendir
    Gott fólk, það er komið að því. Heimsendir flytur til Íslands og segir skilið við Japan, í bili. Í þættinum lítum við um öxl og gerum upp árin 2 í Japan - hvað lærðist, hvað afrekaðist, hvers mun sakna og hvers ekki.

    • 6 min
    #120 Allt sem þú þarft fyrir ferðalag til Japans

    #120 Allt sem þú þarft fyrir ferðalag til Japans

    Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á patreon.com/heimsendir
    Stórborgir eða smábæir? Sumar eða vetur? Reiðufé eða kort? Tattú eða bað? Í þessum þætti svara ég ykkar spurningum varðandi ferðalög til Japans. Ég minni á að það má senda mér spurningar beint ef fólk vill kafa dýpra. Njótið vel!

    • 5 min

Top podcasts em Sociedade e cultura

NerdCast
Jovem Nerd
Rádio Novelo Apresenta
Rádio Novelo
É nóia minha?
Camila Fremder
Bom dia, Obvious
Marcela Ceribelli
A Grande Fúria do Mundo
Wondery
Rádio Escafandro
Tomás Chiaverini

Você Também Pode Gostar de

Skoðanabræður
Bergþór Másson & Snorri Másson
Þjóðmál
Þjóðmál
Heimsglugginn
RÚV
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Pyngjan
Pyngjan
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101