10 Folgen

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.

Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins forlagid

    • Kunst

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.

    Tíundi þáttur

    Tíundi þáttur

    Í tíunda þætti segir Hallgrímur Helgason frá öðru bindinu í Segulfjarðarepík sinni um síldarárin miklu, 60 kíló af kjaftshöggum, og talar almennt um skrif, lestur og listsköpun. Hann segist vera að gæla við að skrifa heilan „sextett“ af Segulfjarðarbókum. Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson og Rut Guðnadóttir komu svo í „Kryddsíld Bókahússins“, hámuðu í sig síld og kæstan dreka og ræddu skrímsli, furður og yfirnáttúrulegheit í barna- og unglingabókum. Öll voru þau að senda frá sér nýjar bækur, Áslaug skrímslabókina Skrímslaleikur, Ólafur Gunnar ungmennasöguna Ljósberi og Rut Guðnadóttir ungmennabókina Drekar, drama og meira í þeim dúr. 

    • 54 Min.
    Níundi þáttur

    Níundi þáttur

    Gestir Sverris í níunda þætti eru Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem gaf á dögunum út hina hugljúfu og ákaflega vel skrifuðu minningasögu Ilmreyr; Hólmfríður Matthíasdóttir, oft kölluð Úa, sem er útgáfustjóri Forlagsins og hugar vakin og sofin að því að ilmandi nýjar bækur rati til landsmanna; loks leit inn í Bókahúsið Gunnar Theódór Eggertsson sem skrifað hefur fyrsta bindið í Furðufjalli, skemmtilegri ævintýrasögu fyrir krakka – fyrsta bindið nefnist Nornaseiður.

    • 1 Std.
    Áttundi þáttur

    Áttundi þáttur

    Gestir Sverris í áttunda þætti eru Eliza Reid, sem hefur skrifað hina áhugaverðu og skemmtilegu Sprakkar, bók um íslenska kvenskörunga samtímans; Benný Sif Ísleifsdóttir sem rabbaði um ógleðiskók, sveitaböll og afar líflega skáldsögu sína Djúpið; loks skaust Sverrir í ræktarsal Bókahússins og svitnaði þar ærlega á hamstrahjóli ásamt hinum síhressu kynningar- og markaðsstýrum Forlagsins, þeim Guðrúnu Norðfjörð og Emblu Ýri Teitsdóttur, sem ræddu fjölbreytileg störf sín við að koma bókum Forlagsins til lesenda úti um land allt. 

    • 1 Std. 6 Min.
    Sjöundi þáttur

    Sjöundi þáttur

    Gestir Sverris í í sjöunda þætti Bókahússins eru tvíeykið taumlausa Valgerður Benediktsdóttir og Kolbrún Þóra Eiríksdóttir sem eru potturinn og pannan í réttindastofu Forlagsins; Þorgrímur Þráinsson sem miðlar sinni skemmtilega hvetjandi og jákvæðu lífsspeki í Verum ástfangin af lífinu og sendir einnig frá sér ungmennabókina Tunglið, tunglið taktu mig nú í haust; loks reka inn nefið hin hæfileikaríku systkini Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn en þau sendu frá sér myndskreytta ljóðabók, Rím og Roms fyrr á árinu, auk þess Sigrún á svo barnabókina Rauð viðvörun í jólabókaflóðinu og Þórarinn smásagnasafnið Umfjöllun. Fjörugur og fjölbreyttur þáttur!

    • 1 Std. 20 Min.
    Sjötti þáttur

    Sjötti þáttur

    Sverrir Norland leiðir gesti um töfraveröld Bókahússins. Gestir hans í sjötta þætti eru Eiríkur Örn Norðdahl sem var að gefa út stórsnjalla skáldsögu sem nefnist Einlægur Önd; ljóðskáldin mælsku Eydís Blöndal og Þórdís Helgadóttir sem sendu á dögunum frá sér ljóðabækurnar Ég brotna 100% niður (Eydís) og Tanntaka (Þórdís); og loks hinn andríki Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, en hann gaf nýlega út léttlestrarbókina Sólkerfið og ferðaðist af því tilefni vítt og breitt um víðáttur alheimsins með Sverri. Það er líf og fjör í Bókahúsinu þessa vikuna. 

    • 1 Std. 11 Min.
    Fimmti þáttur

    Fimmti þáttur

    Sverrir Norland er gestgjafi í Bókahúsinu. Gestir hans í fimmta þætti eru Eiríkur Bergmann, sem ræddi nýja bók sína Þjóðarávarpið í stórfróðlegu spjalli sem snerti á þjóðernishugmyndum, popúlisma, upplýsingaóreiðu og ótal öðru; Linda Ólafsdóttir teiknari og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur en þær sendu nýlega frá sér hið fallega samvinnuverkefni Reykjavík barnanna auk þess sem Margrét gaf fyrr á árinu út verðlaunabókina Sterk; loks ræddi Elín Edda Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu, við Sverri um þau fjölmörgu horn sem hún hefur í að líta á kontórnum, m.a. um þau sjónarmið sem ráða för þegar velja á erlendar bækur til útgáfu. Fjölbreyttur og skemmtilegur þáttur!

    • 1 Std. 22 Min.

Top‑Podcasts in Kunst

life is felicious
Feli-videozeugs
Augen zu
ZEIT ONLINE
Zwei Seiten - Der Podcast über Bücher
Christine Westermann & Mona Ameziane, Podstars by OMR
eat.READ.sleep. Bücher für dich
NDR
Clare on Air
Yana Clare
​​WDR 5 Sherlock Holmes Detektivgeschichten - Hörbuch​ 
WDR 5