6 Folgen

Pétur Guðjóns og Friðrik Ómar taka fyrir ýmis málefni á beinskeittan hátt, fá góða gesti og hafa húmorinn alltaf innan seilingar.

REYKHÚSI‪Ð‬ Pétur Guðjóns & Friðrik Ómar

    • Comedy

Pétur Guðjóns og Friðrik Ómar taka fyrir ýmis málefni á beinskeittan hátt, fá góða gesti og hafa húmorinn alltaf innan seilingar.

    #vika 03-21 - ÞAKKLÆTI

    #vika 03-21 - ÞAKKLÆTI

    ÞAKKLÆTI. Reykhúsið gengur af auðmýkt inn í nýtt ár og nú tökum við af þakklæti niður af bitunum og veltum fyrir okkur þessari tilfinningu. Hverju skilar það okkur að vera þakklát? Kannski minni biturleika? Skapar þakklætið hamingju? Gestur vikunnar er Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og fyrrum sjónvarpskona. Við fáum hennar sýn á þakklæti sem og margt annað. Svo er það Færeyingur vikunnar en það þessu sinni er það Jógvan Hansen. Þakklæti og auðmýkt á nýju ári í Reykh...

    • 1 Std. 2 Min.
    #vika 52-20 - VÖLVA ÁRSINS

    #vika 52-20 - VÖLVA ÁRSINS

    Áramótaþáttur Reykhússins.VÖLVA ÁRSINS.En hvað gerist 2021? Við ætlum að fá upplýsingar um það hjá Völvunni sem við fengum til okkar. Hún skoðar í kúluna og segir okkur hverju má búast við á næsta ári.

    • 1 Std. 1 Min.
    #vika 51-20 - JÓLASALAT

    #vika 51-20 - JÓLASALAT

    Jólasalat. Það snarkar vel í eldinum í Reykhúsinu yfir hátíðirnar. Jólabitarnir sem koma af krókunum í Reykhúsinu eru ekki af verri endanum: Sesselía Ólafs, Gunni Nella og Júlli Júl eru í jólaskapi og segja okkur frá minningum og hvað skiptir þau máli um hátíðarnar. Hátíðlegt og skemmtilegt spjall. Svo heyrum við í jólasveininum frá Færeyjum, Jógvan Hansen en hann segir okkur frá færeyskum jólahefðum og hvað honum finnst skipta mestu máli um jólin. - Reykhúsið í hátíðarskapi.

    • 2 Std 19 Min.
    #vika 50-20 - TILHLÖKKUN

    #vika 50-20 - TILHLÖKKUN

    “Ég hlakka svo til..” söng Svala Björgvins um árið. Tilhlökkun er oft mikil á aðventunni. En hversu mikilvæg er tilhlökkunin? Getur hún verið slæm og valdið vonbrigðum? Við kveikjum upp í Reykhúsinu og fáum til okkar góðan gest. Það er Hildur Eir Bolladóttir sem er gestur vikunnar og spjallar um tilhlökkun og svo margt annað. Í fréttum er þetta helst af eyrinni að Hafdís Alda er alltaf með puttann á púlsinum. Hún er örugglega full af tilhlökkun. Rúsinan í pylsuendanum er J...

    • 1 Std. 14 Min.
    #vika 48-20 - SÓÐASKAPUR

    #vika 48-20 - SÓÐASKAPUR

    Í þætti tvö krækjum við í og tökum niður af bitum Reykhússins, málefni sem er trúlega ekki mikið í almennri umræðu: Sóðaskapur. Hver er sóði? Hvar eru mörkin? Er munur á milli þjóða? Fengum Hrafnhildi Karlsdóttur rekstrarstjóra í Kristjánsbakaríi til okkar í spjall. Hún hefur í mörg ár starfað í ferðaþjónustu og meðal annars verið hótelstýra til margra ára. Hvaða þjóðir eru mestu snyrtipinnarnir? Eða mun hún segja okkur hvaða þjóð eru mestu sóðarnir? Hafdís Alda flytur o...

    • 51 Min.
    #vika 47-20 - MEÐVIRKNI

    #vika 47-20 - MEÐVIRKNI

    Í fyrsta þætti Reykhússins fjöllum við um meðvirkni. Það lá því beinast við að fá til okkar Sigurð Guðmundsson, fyrrum bæjarfulltrúa á Akureyri og kaupmann. Siggi Gumm eins og hann er gjarnan kallaður, liggur sjaldnast á skoðunum sínum og væri seint sakaður um meðvirkni. Það eru litlar líkur að Siggi fari silkihönskum um málefni vikunnar en allt er þetta nú á léttu nótunum. Við heyrum í fréttaritaranum á eyrinni, henni Hafdísi Öldu og Færeyingur vikunnar, Jógvan Hansen hellir úr vis...

    • 48 Min.

Top‑Podcasts in Comedy

Baywatch Berlin
Klaas Heufer-Umlauf, Thomas Schmitt, Jakob Lundt & Studio Bummens
Die Nervigen
Julia Beautx & Joey's Jungle
Sunset Club
Joko Winterscheidt, Sophie Passmann & Studio Bummens
Kurt Krömer - Feelings
Wondery
Dick & Doof
RTL+ / laserluca, selfiesandra
Äffchen mit Käffchen
Paluten, Denno & Malte