4 episodios

Kaffi á Konubókastofu er vikulegt hlaðvarp Konubókastofu á Eyrarbakka.Um KonubókastofuMarkmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Um leið er markmið safnsins að verk þess séu aðgengileg þannig að hver og einn geti komið og fræðst um þau og höfunda þeirra. Rannveig Anna Jónsdóttir kaus að kalla safnið stofu þar sem hugmyndin er í framtíðinni að safnið verði staðsett í húsi þar sem gott er að koma og setjast inni í stofu og glugga í safnkost, jafnvel með kaffibolla í hönd. Þetta á að vera stofa með blómlega starfsemi og full af lífi. Húsið á að vera með herbergi sem hægt væri að leigja út til höfunda og fræðimanna.Markhópur stofunnar er áhugafólk um íslenskar bókmenntir, jafnt innlendir sem erlendir gestir. Þetta verður stofa sem er í sífelldri endurnýjun þar sem bækur halda áfram að koma út í landinu og nýir höfundar bætast því við.Í janúar árið 2013 útvegaði Sveitarfélagið Árborg Konubókastofu herbergi til afnota í húsinu Blátúni á Eyrarbakka. Bókasafn Árborgar (útibú þess á Eyrarbakka) er einnig í sama húsi.Margar bækur fylla nú þetta litla herbergi og mikil þörf er á að finna safninu stærra húsnæði. Verk berast til safnsins vikulega og umfjöllun um það hefur verið töluverð. Það er opið tvo tíma tvisvar í viku en einnig eftir samkomulagi. Töluvert er um heimsóknir, bæði einstaklingar og hópar. Hagsmunafélag Konubókastofu er með marga trausta félaga. Hagsmunafélagi Konubókastofu er ætlað að styðja við starfsemi stofunnar, t.d. með árgjaldinu. Einnig getur hver og einn stutt við starfsemina t.d. með bókasöfnun, kynningu, vinnuframlagi eða hverju sem til fellur í samráði við Konubókastofu. Félagar eru á póstlista og fá þannig að fylgjast með starfseminni. Félagar fá afslátt á viðburði sem haldnir eru á vegum Konubókastofu og eins af minjagripum. Árgjald greiðist tvisvar á ári.Anna segir að hugmyndin að safninu hafi byrjað að gerjast hjá sér þegar hún var í Bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Helga Kress bókmenntafræðingur sýndi nemendum fram á hvað mikið af verkum íslenskra kvenna hefðu farið forgörðum. Mörgum árum seinna var Anna að undirbúa ferð fjölskyldunnar til Englands og rakst þá á safn með ritverk eftir eftir breskar konu eingöngu, og þá skrifuð á tímabilinu 1600 til 1830. Anna heimsótti þetta safn, Chawton House Library, og þegar heim var komið fór hún að safna bókum með það að markmiði að opna safn í þessum dúr á Íslandi.

Kaffi á Konubókastofu Konubókastofa

    • Arte

Kaffi á Konubókastofu er vikulegt hlaðvarp Konubókastofu á Eyrarbakka.Um KonubókastofuMarkmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Um leið er markmið safnsins að verk þess séu aðgengileg þannig að hver og einn geti komið og fræðst um þau og höfunda þeirra. Rannveig Anna Jónsdóttir kaus að kalla safnið stofu þar sem hugmyndin er í framtíðinni að safnið verði staðsett í húsi þar sem gott er að koma og setjast inni í stofu og glugga í safnkost, jafnvel með kaffibolla í hönd. Þetta á að vera stofa með blómlega starfsemi og full af lífi. Húsið á að vera með herbergi sem hægt væri að leigja út til höfunda og fræðimanna.Markhópur stofunnar er áhugafólk um íslenskar bókmenntir, jafnt innlendir sem erlendir gestir. Þetta verður stofa sem er í sífelldri endurnýjun þar sem bækur halda áfram að koma út í landinu og nýir höfundar bætast því við.Í janúar árið 2013 útvegaði Sveitarfélagið Árborg Konubókastofu herbergi til afnota í húsinu Blátúni á Eyrarbakka. Bókasafn Árborgar (útibú þess á Eyrarbakka) er einnig í sama húsi.Margar bækur fylla nú þetta litla herbergi og mikil þörf er á að finna safninu stærra húsnæði. Verk berast til safnsins vikulega og umfjöllun um það hefur verið töluverð. Það er opið tvo tíma tvisvar í viku en einnig eftir samkomulagi. Töluvert er um heimsóknir, bæði einstaklingar og hópar. Hagsmunafélag Konubókastofu er með marga trausta félaga. Hagsmunafélagi Konubókastofu er ætlað að styðja við starfsemi stofunnar, t.d. með árgjaldinu. Einnig getur hver og einn stutt við starfsemina t.d. með bókasöfnun, kynningu, vinnuframlagi eða hverju sem til fellur í samráði við Konubókastofu. Félagar eru á póstlista og fá þannig að fylgjast með starfseminni. Félagar fá afslátt á viðburði sem haldnir eru á vegum Konubókastofu og eins af minjagripum. Árgjald greiðist tvisvar á ári.Anna segir að hugmyndin að safninu hafi byrjað að gerjast hjá sér þegar hún var í Bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Helga Kress bókmenntafræðingur sýndi nemendum fram á hvað mikið af verkum íslenskra kvenna hefðu farið forgörðum. Mörgum árum seinna var Anna að undirbúa ferð fjölskyldunnar til Englands og rakst þá á safn með ritverk eftir eftir breskar konu eingöngu, og þá skrifuð á tímabilinu 1600 til 1830. Anna heimsótti þetta safn, Chawton House Library, og þegar heim var komið fór hún að safna bókum með það að markmiði að opna safn í þessum dúr á Íslandi.

    #4 Hingað og ekki lengra!; Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir

    #4 Hingað og ekki lengra!; Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir

    Í fjórða þætti Kaffi á Konubókastofu ræða Anna Jónsdóttir og Katrín Kjartansdóttir Arndal um bókin Hingað og ekki lengra!Hingað og ekki lengra! er ungmennabók eftir þær Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Sprenghlægileg bók um þrettán ára stelpur sem kalla ekki allt ömmu sína og á samkvæmt okkar viti erindi við alla unga sem aldna.

    • 13 min
    #3 Klettaborgin; Sólveig Pálsdóttir

    #3 Klettaborgin; Sólveig Pálsdóttir

    Í þriðja þætti Kaffi á Konubókastofu ræða Katrín og Anna um Klettaborgina. Klettaborgin er sjálfsævisaga eftir Sólveigu Pálsdóttur. Hér er fjallað um þann sið sem lengi var í landinu að senda börn í sveit en Sólveig var send í sveit í nokkur sumur frá fimm ára aldri.

    • 15 min
    #2 Ljóðabókin Edda; Harpa Rún Kristjánsdóttir

    #2 Ljóðabókin Edda; Harpa Rún Kristjánsdóttir

    Í öðrum þætti Kaffi á Konubókastofu ræða Katrín og Anna um ljóðabókina Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur, en Harpa Rún situr í stjórn Konubókastofu. Að auki er hún m.a. bóndi og bókmenntafræðingur.

    • 13 min
    #1 Kynning Konubókastofu

    #1 Kynning Konubókastofu

    Konubókastofa á Eyrarbakka hefur starfað síðan árið 2013. Þar er unnið að því að varðveita og kynna hluta af menningararfi íslendinga. Efni sem íslenskar konur hafa skrifað á íslensku.Í þessum fyrsta þætti Kaffi á Konubókastofu ræðir Katrín Kjartansdóttir Arndal, stjórnarkona safnsins, við stofnanda safnsins Rannveigu Önnu Jónsdóttur um það hvað Konubókastofa stendur fyrir og hvernig upphafið var.

    • 29 min

Top podcasts de Arte

Un Libro Una Hora
SER Podcast
¿Te quedas a leer?
PlanetadeLibros en colaboración con El Terrat
Grandes Infelices
Blackie Books
Hotel Jorge Juan
Vanity Fair Spain
Flo y la comidia
Onda Cero Podcast
Qué estás leyendo. El podcast de libros de EL PAÍS
El País Audio