163 episodios

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Cultura y sociedad

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

    Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

    Við skellum okkur í ferðalag í suðurhluta Kína, til Yunnan héraðsins. Innan um dropasteina sem minna helst á steinaskóg býr Mousou ættbálkurinn þar sem konur hafa sögulega haft valdið ólíkt karllæga Kína nútímans.Ömmur sitja við hásætið, hjónaband þekkist ekki og eldri karlar sjá um ungabörnin. Forlátt teppi og Yunnan te rataði heim til Íslands með Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur sem segir okkur betur frá Steinaskóginum í Kína.

    Í síðustu viku bárust þær fréttir að kvikmyndasýningum yrði hætt í Háskólabíói í lok mánaðarin, en kvikmyndahús hefur verið starfrækt í húsinu frá opnun þess árið 1961. Við rifjum upp brot úr sögu háskólabíós.

    Og við heyrum um hryðjuverkamanninn Unabomber, Ted Kazynsky sem lést á dögunum. Hann var and-tæknisinni sem myrti þrjár manneskjur í baráttu sinni gegn iðnsamfélaginu, en í 17 ár var hann eftirsóttur af bandarísku alríkislögreglunni. Við ræðum við Pontus Järvstad, sagnfræðing, um Unabomber.

    • 55 min
    Storytel snuðar rithöfunda, Eþíópískur matur, íslensk nýlenda í USA

    Storytel snuðar rithöfunda, Eþíópískur matur, íslensk nýlenda í USA

    Flestir vita að Leifur heppni sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og norrænir menn stofnuðu þar nýlendu í kjölfarið. Þetta landnám varð frekar skammlíft enda lenti innflytjendunum saman við þá sem fyrir voru í landinu. En hvað ef landnámið hefði heppnast, hefðu norrænir menn einangrað sig á nýfundnalandi, blandast frumbyggjum álfunnar eða tekið yfir. Við pælum í þessum með Val Gunnarssyni sagnfræðingi og rithöfundi sem sendi nýlega frá sér hvað-ef-sagnfræðiritið What if Vikings Conquered the world.

    Við kynnum okkur matarmenningu Eþíópíu. Við höldum ekki til Addis Ababa heldur förum á Blönduós þar sem Liya Yirga Behaga rekur veitingastaðinn Teni. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir kíkir ofan í pottana hjá Liyu.

    Við ræðum við Auði Jónsdóttur um nýlega grein hennar í Heimildinni sem fjallar um stöðu bókaútgáfu á Íslandi og þá sérstaklega áhrifin sem innkoma streymisveitunnar Storytel hefur haft. Storytel hóf starfsemi hér á landi árið 2018 og mörgum rithöfundum finnst þeir hlunnfarnir af veitunni.

    • 55 min
    Kapítalismi í bleiser, óumbeðin ástarbréf, hvíld sem aktívismi

    Kapítalismi í bleiser, óumbeðin ástarbréf, hvíld sem aktívismi

    Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur.

    Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma.

    Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.

    • 55 min
    Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

    Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

    Þessa dagana stendur yfir sýning í Ásmundarsafni þar sem stefnt er saman verkum Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og kennara hans, Svíans Carls Milles. Það sem kemur ekki fram í sýningartextanum er að Milles þessi var aðdáandi Adolfs Hitlers. Við pælum í því hvernig við eigum að nálgast verk gamalla listamanna sem höfðu nasískar tilhneigingar, og pælum hvort Milles hafi miðlað viðhorfum sínum til nemans, Ásmundar Sveinssonar, en einmitt núna stendur yfir dómsmál sem tengist verki hans, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, en afsteypu verksins var stolið í fyrra og hún notuð í nýtt listaverk sem átti að draga fram innbyggða kynþáttahyggjuna í verkinu.

    Kolbeinn Rastrick fór að sjá nýjustu mynd úr smiðju framleiðslufyrirtækisins A24, sprennumyndina Bodies Bodies Bodies, í leikstjórn Halina Reijn. Vinahópur ríkra ungmenna kemur sér fyrir í stórri, afskekktri glæsivillu, á meðan þau fara í partíleik gengur fellibylur yfir.

    Og við pælum í áhrifum Beyonce tónleika á verðbólgutölur í Svíþjóð.

    • 55 min
    Lestin Mathöll

    Lestin Mathöll

    Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikunna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag eru mathallir til umfjöllunar, þáttur frá því í nóvember, þegar að nýjasta mathöllin í Reykjavík opnaði, Pósthús mathöll.

    • 55 min
    Strákasveitin orðin að minjagrip

    Strákasveitin orðin að minjagrip

    Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikuna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag rifjum við upp þátt sem fjallaði alfarið um strákasveitir, af tilefni komu Backstreet Boys til Íslands fyrr í vor.

    • 55 min

Top podcasts de Cultura y sociedad

The Wild Project
Jordi Wild
LO QUE TÚ DIGAS con Alex Fidalgo
Alex Fidalgo
Sastre y Maldonado
SER Podcast
A solas... con Vicky Martín Berrocal
Podium Podcast
Relojeros
Onda Cero Podcast
Dios, Patria, Yunque
Podium Podcast

Quizá también te guste

Í ljósi sögunnar
RÚV
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Þjóðmál
Þjóðmál
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Beint í bílinn
Sveppalingur1977