81 épisodes

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

Flugvarpi‪ð‬ Jóhannes Bjarni Guðmundsson

    • Actualités

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

    # 81 – Spennið beltin! Heiðkvika og ókyrrð, flugveðrið og spárnar – Einar Sveinbjörnsson

    # 81 – Spennið beltin! Heiðkvika og ókyrrð, flugveðrið og spárnar – Einar Sveinbjörnsson

    Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að aukast með breyttu veðurfari og hitastigi? Einar reynir að svara þessum spurningum og fleirum, en hann hefur áratuga reynslu sem veðurfræðingur og sinnir veðurráðgjöf fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki. Hann rýnir t.a.m. gögn til að hjálpa flugfélögum við að meta hvort breyta þurfi flugáætlun þegar óveður gengur yfir landið eða eldgos verða.

    • 45 min
    #80 - Útskrifuð úr háskóla háloftanna – flugfreyja í 40 ár – Guðrún Gunnarsdóttir

    #80 - Útskrifuð úr háskóla háloftanna – flugfreyja í 40 ár – Guðrún Gunnarsdóttir

    Rætt er við Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju til 40 ára um ferilinn og starfið. Guðrún ætlaði eins og margir aðrir rétt að prófa flugfreyjustarfið en ílentist í rúm 40 ár. Hún rifjar hér upp ýmis áhugaverð atvik á löngum ferli, allt frá stórkostlegum ferðum til Suðurskautslandsins og til óþægilegra og erfiðra flugferða í vondum veðrum. Guðrún myndi hiklaust velja sama framtíðarstarfið aftur enda hafi það þrátt fyrir mikið álag á köflum, gefið ríkulega til baka. Flugfreyjur deyi aldrei ráðalausar, þurfi oft að bregða sér í alls konar hlutverk og hún segir að það gæti væri áhugavert að taka saman öll hollráð flugfreyjanna í gegnum tíðina. Sjálf segist hún útskrifuð úr háskóla háloftanna eftir farsælan feril og hlakkar til næsta tímabils.

    • 57 min
    #79 – Stýrði varðskipum, flugvélum, þyrlum og breiðþotum – Bogi Agnarsson

    #79 – Stýrði varðskipum, flugvélum, þyrlum og breiðþotum – Bogi Agnarsson

    Bogi Agnarsson flugstjóri segir hér frá atriðum á stórmerkum ferli sínum fyrst hjá Landhelgisgæslu Íslands og síðar hjá Air Atlanta á B747 jumbó. Bogi rifjar hér m.a. upp fræknar björgunarferðir við erfiðar aðstæður á gömlu Dauphin þyrlu gæslunnar TF-SIF og hvernig flugreksturinn tók gríðarlegum stakkaskiptum á níunda áratugnum með tilkomu nýrra tækja, betri verkferla og aukinni þjálfun. Bogi söðlaði um á miðjum aldri, hætti hjá Landhelgisgæslunni og fór að fljúga Boeing þotum hjá Air Atlanta þar sem hann fékk útrás fyrir flakk heimshorna á milli og lauk sínum atvinnuflugmannsferli á B747. Hann átti einnig stóran þátt í að sameina flugmenn Atlanta undir hatti Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varð um leið síðasti formaður Frjálsa flugmannafélagsins.

    • 1h 10 min
    #78 – Vöxtur Norlandair – Grænlandsflug, sjúkraflug o.fl. - Friðrik Adolfsson

    #78 – Vöxtur Norlandair – Grænlandsflug, sjúkraflug o.fl. - Friðrik Adolfsson

    Rætt er við Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra og einn af eigendum Norlandair á Akureyri, en hann lætur senn af störfum eftir 50 ár í fluginu. Hann skilar öflugu búi því Norlandair hefur vaxið stöðugt og rekstur félagsins gengur vel. Meginstoðirnar í rekstrinum eru Grænlandsflug, áætlunarflug á smærri staði innanlands og nú síðast sjúkraflugið, sem félagið tók yfir um síðustu áramót. Friðrik segist sjá fyrir sér enn meiri eftirspurn eftir flugi til Grænlands og að samhliða geti félagið haldið áfram að vaxa, en til þess vanti tilfinnanlega meira skýlispláss á Akureyrarflugvelli.

    • 28 min
    # 77 – Landgræðsluflugið á DC-3 – Þristurinn 80 ára – 2. hluti – Sveinn Runólfsson

    # 77 – Landgræðsluflugið á DC-3 – Þristurinn 80 ára – 2. hluti – Sveinn Runólfsson

    Annar hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 í tilefni af 80 ára afmæli Þristsins. Rætt er við Svein Runólfsson fyrrverandi Landgræðslustjóra um Landgræðsluflugið á DC-3 sem stóð yfir í rúm 30 ár og breytti ásýnd landsins mjög víða til hins betra, enda einn öflugasti áburðardreifari sem notaður hefur verið. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi Landgræðslunnar og þekkir einnig vel einstaka sögu Gunnarsholts í gegnum áratugina þar sem var oft á tíðum iðandi mannlíf þegar Landgræðsluflugið var sem mest.

    • 33 min
    #76 – Gjaldþrot Flugakademíu Íslands – Jón B. Stefánsson

    #76 – Gjaldþrot Flugakademíu Íslands – Jón B. Stefánsson

    Rætt er við Jón B. Stefánsson stjórnarformann Keilis og Flugakademíu Íslands um gjaldþrot Flugakademíunnar. Jón fer yfir stöðuna varðandi uppgjör fyrrverandi nemenda við skólann og áætlanir um uppgjör þeirra skulda en sumir eiga enn inni peninga fyrir óflogna flugtíma. Hann segir það vinnulag að láta nemendur greiða fyrirfram fyrir flugnámið hafi reynst félaginu um megn þegar aðsóknin í skólann minnkaði verulega. Þá hafi kaup Flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands fyrir um fjórum árum verið allt of kostnaðarsöm. Jón hefur áratuga reynslu úr menntakerfinu og þekkir vel til flugnáms. Hann var m.a. skólameistari Tækniskólans um árabil þegar atvinnuflugnám og flugvirkjun voru sett undir hatt skólans og telur að flugnám ætti að geta fallið vel að öðru sambærilegu atvinnutengdu námi í landinu.

    • 34 min

Classement des podcasts dans Actualités

LEGEND
Guillaume Pley
Les Grosses Têtes
RTL
Les actus du jour - Hugo Décrypte
Hugo Décrypte
Les Actus Pop - HugoDécrypte
HugoDécrypte
L’Heure du Monde
Le Monde
Chaleur Humaine
Le Monde

D’autres se sont aussi abonnés à…

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
70 Mínútur
Hugi Halldórsson