43 épisodes

Í þættinum er að finna ýmist efni, bæði fræðandi og skemmtilegt. Við tökum viðtöl við blint og sjónskert fólk og aðra sem standa okkur nærri, fjöllum um tækninýjungar og samfélagsþróun sem varðar blinda og sjónskerta og margt fleira. Þátturinn kemur að jafnaði út mánaðarlega og hann má nálgast á öllum helstu stöðum þar sem hlaðvörp er að finna og er hann einnig aðgengilegur í vefvarpi Blindrafélagsins og á heimasíðu þess, blind.is.

Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi

    • Affaires

Í þættinum er að finna ýmist efni, bæði fræðandi og skemmtilegt. Við tökum viðtöl við blint og sjónskert fólk og aðra sem standa okkur nærri, fjöllum um tækninýjungar og samfélagsþróun sem varðar blinda og sjónskerta og margt fleira. Þátturinn kemur að jafnaði út mánaðarlega og hann má nálgast á öllum helstu stöðum þar sem hlaðvörp er að finna og er hann einnig aðgengilegur í vefvarpi Blindrafélagsins og á heimasíðu þess, blind.is.

    Þáttur 43

    Þáttur 43

    Í þessum þætti ræða Hlynur og Eyþór við Sigþór U. Hallfreðsson, formann Blindrafélagsins og Már Gunnarsson kynnir sér sjálfkeyrandi bíla.

    • 47 min
    Þáttur 42

    Þáttur 42

    Í þessum þætti er fjallað um heimilishald, húsverk og leiðsöguhunda. Einnig skellir Már Gunnarsson sér á matreiðslunámskeið.

    • 52 min
    Þáttur 41

    Þáttur 41

    Í þessum þætti skyggnumst við inn í fortíðina og ræðum þjóðsögur með tilliti til fötlunar, blindu og sjónskerðingar. Eyþór ræðir við Evu Þórdísi Ebenezersdóttur, fötlunarþjóðfræðing um málefnið. Már Gunnarsson kynnir okkur fyrir eina konungnum sem vitað er til þess að hafi verið grafinn hér á landi, en sá var blindur.

    • 48 min
    Þáttur 40

    Þáttur 40

    Í þessum þætti ræða Eyþór og Már við Baldur Snæ Sigurðsson, tækniráðgjafa hjá Blindrafélaginu um þau verkefni sem eru í gangi í dag. Við skoðum nýja BlindShell takkasímann sem er sérsniðinn fyrir blinda og sjónskerta. Einnig sláumst við í för með Má Gunnarssyni og leiðsöguhundinum Max er þeir ferðast með leigubíl, flugi og lest frá Manchester til Belgíu.

    • 1h
    Þáttur 39

    Þáttur 39

    Þessi þáttur er helgaður minningu Rósu Guðmundsdóttur, stofnfélaga og fyrrum formanns Blindrafélagsins. Rósa er önnur tveggja kvenna sem gegnt hafa því embætti. Sérstakur gestur þáttarins er Gísli Helgason sem ræðir við Eyþór og Hlyn um ævi og störf Rósu auk þess sem við heyrum gömul viðtöl við hana. Sérstakar þakkir fær einnig Helga Magnúsdóttir, systurdóttir Rósu, fyrir veittar upplýsingar við gerð þáttarins. Einnig ræðir Már Gunnarsson við Guðmund Viggósson, augnlækni, sem starfaði um árabil hjá Sjónstöð Íslands en hefur nú sest í helgan stein.

    • 1h 14 min
    Þáttur 38

    Þáttur 38

    Í þessum þætti ræður jólaandinn ríkjum. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, les jólakveðju. Már Gunnarsson hefur grafið upp jólalög sem ýmist hafa verið samin eða flutt af félagsmönnum í Blindrafélagsins. Eyþór kynnir kappaksturstölvuleik sem hann hefur verið að spila undanfarið og við heyrum dæmi. Að lokum spurðum við fólk í þremur mismunandi löndum hvað jólin væru fyrir þeim og heyrum svör frá fólki á Íslandi, Englandi og Grikklandi. Gleðileg jól! :)

    • 56 min

Classement des podcasts dans Affaires

Génération Do It Yourself
Matthieu Stefani | Orso Media
Yomi Denzel
Yomi Denzel
Le Podcast de Pauline Laigneau
Pauline Laigneau
Sans Permission
Sans Permission - By Yomi & Oussama
Finary Talk
Finary
La Martingale
Matthieu Stefani | Orso Media