163 épisodes

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Culture et société

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

    'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

    Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.

    • 55 min
    Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

    Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

    Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2011, grínmyndinni Á annan veg. Það var listræn ákvörðun hjá leikstjóranum að hafa enga kvikmyndatónlist eða svo kallað score í myndinni, aðra en þá tónlist sem ómaði úr kasettutæki sögupersónanna. President Bongo, Stephan Stephensen, sá myndina í bíó og bauðst til þess að gera score sem varð síðan aukaefni á DVD-myndinni. Nú á miðvikudaginn, rúmum áratug eftir frumsýninguna, verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með þessari eftir-á-gerðu kvikmyndatónlist. Þeir Stephan og Hafsteinn Gunnar eru gestir okkar í Lestinni í dag.

    Pálmi Freyr Hauksson, hefur verið að flytja pistla hér í Lestinni um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Í dag heyrum við hugleiðingar hans um Apple TV þættina Severance, sem eru í leikstjórn Ben Stiller og tengingu þáttanna við bókina Homo Deus.

    Við gerum upp Eurovision-helgina. Það fór eins og spáð hafði verið, hin sænska Loreen bar sigur úr býtum og það voru atkvæði dómnefndar sem tryggðu henni sigurinn. Margir hafa tjáð skoðun sína á niðurstöðunum, rýnt í allskyns Eurovision tölfræði. Við heyrum í Viktori Orra Valgarðssyni sem bar saman atkvæði dómnefnda og símakosninga í Eurovision keppnum frá 1999-2019.

    • 55 min
    Raflost, friðarsinnar á stríðstímum, Orðskjálfti

    Raflost, friðarsinnar á stríðstímum, Orðskjálfti

    Við ræðum við formann hernaðarandstæðinga, Guttorm Þorsteinsson. Samtök hernaðarandstæðinga stóðu fyrir mótmælum við Reykjavíkurhöfn sem hófust klukkan fimm í dag, Við veltum því fyrir okkur hvort afstaða samtakanna til Nató hafi breyst í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

    Sunna Dís Másdóttir og Sölvi Halldórsson koma og segja frá tveimur nýjum bókum, Ég drekk blekið og Væng við væng, sem eru ljóðasöfn, það besta á íslandi, Svíþjóð og Danmörku 2020 og 2021, að mati ungra ljóðaunnenda á Norðurlöndunum. Markmið Orðskjálfta er að hvetja ungt fólk til þess að taka virkan þátt í bókmenntalífinu og ny?ta bókmenntir og ritlist til tjáningar.

    Raflistahátíðin Raflost verður haldin í 17. sinn um helgina. Raflistamaðurinn Áki Ásgeirsson, einn stofnanda hátíðarinnar er gestur okkar í dag. Við heyrum um dagskrá hátíðarinnar, sögu hennar og við ræðum raflist í víðara samhengi, stöðu listgreinarinnar í Listaháskólanum og skapandi hakkara.

    • 54 min
    Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall

    Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall

    Fyrir viku síðan fór í loftið fölsuð heimasíða útgerðarfyrirtækisins Samherja. Á síðunni stendur stórum stöfum We?re sorry! Við biðjumst afsökunar. Þar má lesa formlega afsökunarbeiðni, þar sem útgerðarfyrirtækið axlar ábyrgð á gjörðum sínum í Namibíu, mútum og spillingu. Í dag kom svo í ljós að það er útskriftarnemi við myndlistadeild Listaháskólans sem ber ábyrgð á síðunni, og er hún hluti af lokaverkefni hans úr skólanum. Hann heitir Oddur Eysteinn Friðriksson, kallaður Odee og verður gestur okkar í Lestinni í dag.

    Hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem sýna verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun en þar verður útskriftarsýning nemenda á BA stigi í Listaháskóla Íslands. Á sýningunni, sem kallast heilt yfir Rafall, gefur að líta lokaverkefni rúmlega 70 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Við förum í heimsókn í Hafnarhúsið.

    Loks fáum við pistil frá Hauki Má Helgasyni, rithöfundi, sem hefur verið með pistla hér vikulega í þættinum um gervigreind og velt fyrir sér áhrifum og merkingu þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Hann er að þessu sinni með hugan við heimsenda og þá sem undirbúa sig undir hann.

    • 56 min
    Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

    Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

    Föstudaginn næsta verður Skjaldborgarhátíðin sett, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Karna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda hátíðarinnar segir frá því sem er á dagskrá á hátíð íslenskra heimildamynda í ár.

    Kolbeinn Rastrick fór í bíó á tvær myndir í röð, tvær nýlegar íslenskar kvikmyndir sem takast á við Hollywood-mynda formúluna. Hasar og spennumyndina Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, og hrollvekjuna Óráð í leikstjórn Arró Stefánssonar.

    Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira, Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, þekkir vel til verka hennar, en hún var gestur Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í Lestinni í Júní 2018. Við rifjum upp viðtalið.

    • 55 min
    Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

    Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

    Við kynnum til leiks nýja pistlaröð hér í Lestinni, Suðupottinn. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða, ræðir við kokkana, heyrir sögu þeirra og smakkar matinn. Hún byrjar á Siglufirði, á Hótel Siglunesi, þar sem reiddur er fram marokkóskur matur.

    Davíð Roach fjallar um nýja íslenska tónlist, nýjar plötur sveitanna Virgin Orchestra og Mukka.

    Að lokum fáum við okkur kaffibolla með sagnfræðingnum Má Jónssyni og kynnum okkur sögu kaffidrykkju á Íslandi.

    • 55 min

Classement des podcasts dans Culture et société

Affaires sensibles
France Inter
Fifty States — un Podcast Quotidien
Quotidien
Les Pieds sur terre
France Culture
Passages : le podcast d’histoires vraies de Louie Media
Louie Media
Transfert
Slate.fr Podcasts
Le 7h00 de Brut.  
Brut.

D’autres se sont aussi abonnés à…

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Þjóðmál
Þjóðmál
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Helgaspjallið
Helgi Ómars