13 épisodes

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli.
Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri.
Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað.
Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.

Þættirnir koma út annan hvern föstudag.

Vaxtaverkir Útvarp 101

    • Affaires

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli.
Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri.
Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað.
Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.

Þættirnir koma út annan hvern föstudag.

    Ársuppgjör Vaxtaverkja

    Ársuppgjör Vaxtaverkja

    Í þessum síðasta þætti ársins (og síðasta þætti í bili) gera Vaxtaverkir þættina upp og taka létta samantekt á því sem teymið lærði á árinu. Í lok þáttar er síðan farið yfir fjárhagsleg markmið fyrir árið 2022, því jú það er alltaf betra að segja markmiðin upphátt. Takk fyrir okkur elsku hlustendur, njótið vel og gleðilegt nýtt ár! Þangað til næst..

    • 41 min
    Góð ráð fyrir jólaveskið

    Góð ráð fyrir jólaveskið

    Í þessum þætti tökum við saman sjö misgóð ráð sem er gott að hafa með sér í jólagjafainnkaupunum og ættu að hafa góð áhrif á veskið.

    • 31 min
    Markaðssetning, fyrirtækjarekstur og áhrifavaldalífið

    Markaðssetning, fyrirtækjarekstur og áhrifavaldalífið

    Hér fáið þið svokallaðan GELLUþátt - við fengum athafnakonuna Birgittu Líf Björnsdóttur til okkar (kemur í ljós ef þið hlustið á þáttinn hvers vegna hún fær þann titil af mörgum). Við förum yfir það hvernig það sé að vera Kris Jenner Íslands, lykilatriði í markaðsetningu, hvernig sé að tvinna rekstur á skemmtistað og líkamsræktarstöð saman og hvort töskur geti mögulega verið góð fjárfesting. Þetta eru allt mikilvægar spurningar fyrir gellur og ekki gellur. Njótið.

    • 32 min
    Launa- og atvinnuviðtöl

    Launa- og atvinnuviðtöl

    Gestur þáttarins er Stefanía Ásmundsdóttir. Hún vinnur hjá ráðninga- og ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi, er augljóslega fædd í starfið og síðan er hún líka með mjög þægilega útvarpsrödd. Við förum fyrst yfir atvinnuviðtöl og færum okkur svo yfir í launaviðtöl. Ef þú ert á leiðinni í eitt slíkt á næstunni (eða bara ekki) þá er þetta þátturinn fyrir þig. Komdu þér vel fyrir og njóttu.

    • 45 min
    Evergrande og nokkur góð fjármálaráð

    Evergrande og nokkur góð fjármálaráð

    Jæja nú er sumarfríi númer fimm lokið og Vaxtaverkir eru mættir, ferskari en aldrei fyrr. Í þessum þætti duttum við aðeins í fréttaskýringagírinn. Hvað er Evergrande? Við stiklum á stóru og gerum okkar besta í að útskýra hvers vegna þetta stóra fasteignaþróunarfélag er í brennidepli í fjármálaheiminum.

    Við tökum saman fimm góð ráð til að fylgja sama hvort markaðurinn sé að leita upp eða niður. Njótið.

    • 25 min
    Makinn og fjármál

    Makinn og fjármál

    Hefurðu velt fyrir þér hvernig sé best að ræða fjármál við maka? Hvort sameiginleg fjármál henti eða ekki? Hvernig sé best að setja sér sameiginleg markmið? Eða ef þú átt ekki maka, hvort það séu engar pælingar fyrir þig í þessum þætti? Svarið er jú.

    Við fengum frábæran gest til okkar, hann heitir Guttormur og er vörustjóri hjá Meniga. Guttormur er með meistaragráðu í að ræða við maka sinn um fjármál - grín. Hann er samt reynslubolti í sameiginlegum fjármálum og stórskemmtilegur. Hér fáið þið enn einn þáttinn sem er stútfullur af fróðleik en á sama tíma mjög skemmtilegur (hlutlaust mat). Njótið!

    • 34 min

Classement des podcasts dans Affaires

Génération Do It Yourself
Matthieu Stefani | Orso Media
Émotions (au travail)
Louie Media
La Martingale
Matthieu Stefani | Orso Media
J'peux Pas J'ai Business par TheBBoost
TheBBoost
Finary Talk
Finary
L'Art de la Gestion Patrimoniale
Bonnet Doyen Conseil : Épargner, Investir, Entreprendre, Immobilier, Impôts