193 episodes

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Society & Culture

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Framtíð íþróttakennslu, fornleifar í Árbæ, málfar og stökkbreytingar

    Framtíð íþróttakennslu, fornleifar í Árbæ, málfar og stökkbreytingar

    Það þarf að endurskoða skólaíþróttir sem námsgrein. Kennslan snýst of mikið um keppni, hefðbundnar íþróttir og líkamlegt atgervi fengið utan skólastofunnar. Þörf er á faglega uppbyggðri íþróttakennslu sem nær til allra nemenda þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar hreyfingar og lærdóm um heilsu. Eftir þessu kallar meðal annarra Sveinn Þorgeirsson háskólakennari í íþróttafræði við HR. Við ræðum við hann um framtíð námsgreinar sem flestir nemendur annað hvort hata eða elska. Við heimsækjum Árbæjarsafn og kynnum okkur fornleifauppgröft þar en undanfarið hefur verið grafið í bæjarhólinn við gamla Árbæinn. Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur stjórnar aðgerðum þar og nýtur liðsinnis nemenda í fornleifafræði. Við fáum að heyra eina málfarsmínútu í boði Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í lok þáttar í sitt vikulega vísindaspjall.

    • 55 min
    Kuldabrýr, rannsóknarsetur skapandi greina og umhverfispistill

    Kuldabrýr, rannsóknarsetur skapandi greina og umhverfispistill

    Veistu hvað kuldabrú er? Hún er að öllum líkindum í fasteigninni þinni. Og það er ágætt að vita hvar hún er og sérstaklega hversu stór og yfirgripsmikil - því kuldabrýr geta, ef ekki er passað upp á þær, skapað skilyrði sem eyðileggja hús og veggi og valda myglu. Við ræðum við Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði og lagnahönnuð hjá Verkís sem hefur rosalegan áhuga á kuldabrúm og hann ætlar að reyna að skýra þetta allt fyrir okkur - en hann var einmitt að flytja fyrirlestur um þessi mál í morgun á fundi um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði. Við forvitnumst um nýtt rannsóknasetur skapandi greina sem hefur verið komið á fót. Þetta er samstarfsverkefni fimm háskóla og markmiðið er að ?stuðla að samráði á milli háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, efla samstarf sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og bæta gagnaöflun og greiningu sem nýtist svo aftur rannsóknum og þekkingarmiðlun innan þessa ört vaxandi geira,? eins og segir í umfjöllun á vef háskólans á Bifröst. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er stjórnarformaður þessa nýja rannsóknaseturs. Umhverfispistill dagsins í höndum Stefáns Gíslasonar.

    • 55 min
    Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

    Verðmætir aldraðir, svansvottun og sandlóa, málfar og skötuselur

    Í gær var kynnt heildarendurskoðun og aðgerðaráætlun vegna þjónustu við eldra fólk undir yfirskriftinni Gott að eldast. Þá var líka sagt frá greiningu sem KPMG vann fyrir stjórnvöld þar sem kemur fram að eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og að það er mikilvægt að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Það er líka efnahagslega ábatasamt. Þetta er verðmætur hópur. Endurskoðunin og aðgerðaáætlunin voru unninn í samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara. Helgi Pétursson er formaður Landssambandsins. Við heimsækjum svo framkvæmdasvæði á Seltjarnarnesi þar sem verið er að reisa svansvottaðar byggingar - og forvitnumst um hvað í því felst með Sigrúnu Melax gæðastjóra Já Verks - og sjáum líka húsið sem starfsfólkið þarna er búið er að reisa yfir sandlóu og hreiður hennar, það er óheppilega staðsett á svæðinu miðju við vegaslóða stórvirkra vinnuvéla - en allt er reynt til að sambýlið gangi upp. Fallegt. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Við fáum svo dýraspjall í lok þáttar, Magnús Thorlacius sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kemur til okkar og segir okkur allt um sitt helsta hugðarefni, skötuselinn.

    • 55 min
    Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

    Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

    Við ætlum að forvitnast um Samninginn um alþjóðverslun með tegundir í útrýmingarhættu - CITES. Ísland hefur verið aðili að samingnum síðan árið 2000. Sigurður Þráinsson deildarstjóri hjá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þekkir samninginn í hörgul. Hann sest hjá okkur eftir smástund. Garðeigendum og öðru áhugafólki um trjágróður og plöntur er öllu lokið og gerði nýafstaðin Hvítasunnuhelgi útslagið að því er virðist, í það minnsta suðvestanlands. Laufblöð, blóm og brum hefur fokið af trjám og runnum og þau standa eftir ber, blóm og garðagróður hefur visnað, allt er brúnt eða dautt og bara fátt sem minnir á vor eða sumar. Hefur þetta vor vinda vætu og kulda drepið allt og er sumrinu í garðinum aflýst? Guðríður Helgadóttir garðyrkjusérfræðingur kemur til okkar. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og við fáum svo Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins í spjall um netsvindl, en sífellt fleiri svikahrappar virðast útbúa auglýsingar á facebook með tilboðum sem eru of góð til að vera sönn - en fjölmörg falla engu að síður fyrir.

    • 55 min
    Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

    Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

    Hvað áttu að gera ef þú rekst á mögulegar fornminjar á víðavangi? Það gerist nefnilega frekar reglulega á Íslandi að almenningur gangi fram á fornleifar, þekkt dæmi eru til að mynda rjúpnaskytturnar sem fundu sverð frá víkindaöld og göngufólkið sem fann skrautprýddar líkamsleifar konu frá 10. öld uppi á heiði. Þór Hjaltalín sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands fer yfir þetta með okkur, kemur með ráðleggingar og sögur og ýmsar vangaveltur. Mjaldurinn Hvaldimir, sem hefur verið grunaður um að vera rússneskur njósnahvalur, sást nýlega á sundi við strendur Svíþjóðar. Áður hafði hann sóst eftir félagsskap sjómanna við Noreg. Við vitum ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara blessaður, en hann hefur augljóslega alist upp í haldi manna. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur og lektor við Háskóla Íslands ætlar að segja okkur frá Hvaldimir, mjöldrum og sjávarspendýrum sem hafa verið í haldi manna. Við fáum málfarsmínútu að hætti hússins og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fræða okkur um leiðir til að veita ungum börnum með hnetuofnæmi meðferð. Svokallaða afnæmingu.

    • 55 min

Top Podcasts In Society & Culture

Miss Me?
BBC Sounds
The Louis Theroux Podcast
Spotify Studios
Uncanny
BBC Radio 4
Happy Place
Fearne Cotton
Life with Nat
Keep It Light Media
Sit With Us
Dom and Ella

You Might Also Like