186 episodes

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Society & Culture

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Auðlindagarðurinn, barnabókasafn, málfar og Þjóðskjalasafnið

    Auðlindagarðurinn, barnabókasafn, málfar og Þjóðskjalasafnið

    Í Svartsengi starfrækir HS Orka jarðvarmavirkjun eins og flestir vita. En þar er líka unnið að því að fullnýta það sem fellur til við orkuvinnsluna, varma, koltvísýring, ylsjó og margt fleira, í Auðlindagarðinum sem svo er kallaður. Bláa lónið er líklega augljósasta dæmið um hvernig þetta fer saman. Við heimsóttum Svartsengi fyrr í sumar og ræddum þar við Dagnýju Jónsdóttur, hún er deildarstjóri Auðlindagarðsins. Við kynnum okkur Félag um barnabókasafn, þar eru nokkrar hugsjónakonur sem sumar hafa unnið að því í tugi ára að láta drauminn um íslenskt barnabókasafn verða að veruleika. Það hafa ýmsar hindranir verið í veginum - sú stærsta lítur að fjármagni til þess að koma bókunum úr pappakössunum í framtíðarhúsnæði. Svo heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands eins og hefð er fyrir. Þar tekur á móti okkur Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, skjalavörður. Hún ætlar að sýna okkur merkileg skjöl frá upphafi átjándu aldar og rýna í þau með okkur. Málfarsmínútan verður svo á sínum stað.

    • 55 min
    Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði

    Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði

    Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun. Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann. Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.

    • 55 min
    Þroskunarerfðafræði, íslenskunám, málfar og vísindaspjall

    Þroskunarerfðafræði, íslenskunám, málfar og vísindaspjall

    Benedikt Hallgrímsson hefur nokkra titla, en einn þeirra er þroskunarerfðafræðingur. Benedikt var hér á landi í síðustu viku og talaði á málþingi um þróun, líffræðilega fjölbreytni og sjúkdóma. Við heyrum í honum og Arnari Pálssyni einum skipuleggjenda málþingsins. Matseðlar á ensku, starfsfólk sem talar ensku og áhyggjur af því að ferðaþjónustan grafi undan íslenskunni - þetta hefur verið töluvert í deiglunni í sumar. Flavio Spadavecchia er frá Ítalíu. Hann vann í ferðaþjónustu á Suðurlandi í nokkur ár og hefur upplifað hvernig það er að reyna að læra íslensku samhliða löngum vöktum. Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo í lok þáttar í vísindaspjall.

    • 55 min
    Tilfinningar tengdar skólabyrjun og vistun ungs fólks á elliheimilum

    Tilfinningar tengdar skólabyrjun og vistun ungs fólks á elliheimilum

    Skólabyrjun og tilfinningar sem henni tengjast. Samfélagið fór í heimsókn í Lindaskóla í Kópavogi og ræddi við Nönnu Hlín Skúladóttur kennara og Ásu Margréti Sigurjónsdóttur skólasálfræðing. Það hefur lengi tíðkast að vista ungt fólk með fötlun á hjúkrunarheimilum og Atli Þór Kristinsson, sagnfræðinemi, er að skoða þessa tilhneigingu sem teygir sig aftur til þriðja áratugarins þegar fyrstu heimilin fyrir aldraða voru stofnuð. Stefán Gíslason flytur umhverfispistil um áhyggjur og andvaraleysi í loftslagsmálum.

    • 55 min
    Stýrivextir, rafskútuslys og geitungar

    Stýrivextir, rafskútuslys og geitungar

    Stýrivextir voru í vikunni hækkaðir í fjórtánda skipti í röð og fólk er farið að finna fyrir háu vaxtastigi og verðbólgu. Við ræðum við Kristínu Eir Helgadóttur ráðgjafa hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem í ár hefur aðstoðað áttatíu manns í skuldavanda og horfir sjálf á afborganirnar af húsnæðisláninu hækka og hækka. Frásögn konu á Akureyri sem lenti í slysi á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis hefur vakið nokkra athygli. Konan sagði frá slysinu á Facebook og þar kom fram að hún reyndist höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin eftir skoðun á sjúkrahúsi. Hún sagðist skammast sín fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og vonast til að enginn þurfi að lenda í því sama. En er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að fólk geti leigt sér slík hjól undir áhrifum? Eða takmarka virkni hjólanna þannig að minni líkur séu á alvarlegum slysum? Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Hopp ætlar að ræða það við okkur á eftir. Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar. Á þessum árstíma verða geitungar oft ágengari en hvers vegna? Og hafa þeir einhvern tilgang í vistkerfinu? Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands ræðir við okkur um þá.

    • 55 min

Top Podcasts In Society & Culture

Miss Me?
BBC Sounds
Rylan: How to Be...
BBC Sounds
Where Everybody Knows Your Name with Ted Danson and Woody Harrelson (sometimes)
Team Coco & Ted Danson, Woody Harrelson
The Louis Theroux Podcast
Spotify Studios
How To Fail With Elizabeth Day
Elizabeth Day and Sony Music Entertainment
Happy Place
Fearne Cotton

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Spegillinn
RÚV
Heimskviður
RÚV
Þetta helst
RÚV