37 episodes

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

Athafnafólk Sesselja Vilhjálms

    • Business

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

    37. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

    37. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

    Viðmælandi þáttarins er Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid. Grid þróar hugbúnað sem auðveldar vinnu með tölur, myndrit og útreikninga og skákar þannig hefðbundnum töflureiknum á borð við Excel og Google Sheets. Hjálmar er fæddur árið 1976 og er alinn upp í Borgarfirðinum. Hann byrjaði að forrita 12 ára gamall og seldi sitt fyrsta hugbúnaðarleyfi aðeins 15 ára gamall. Hann gekk í Menntaskólann á Laugarvatni og þaðan lá leið hans í tölvunarfræði í Háskóla Íslands þar sem hann staldraði stutt við þar sem hann stofnaði ásamt félögum sínum tölvuleikjafyrirtækið Lon&Don. En síðar stofnaði hann farsímalausnafyrirtækið Maskínu og bókamerkja- og leitartæknifyrirtækið Spurl, sem hélt utan um bókamerki fólks á netinu (e. social bookmarking) og þróaði leitartækni sem var seld til Símans. Hjálmar vann síðan hjá Símanum í tvö ár sem yfirmaður viðskiptaþróunar. Árið 2008 stofnaði síðan Hjálmar, Datamarket, sem var fyrirtæki sem þróaði hugbúnað sem auðveldaði viðskiptavinum að finna og birta göng á myndrænan hátt. Datamarket var síðan selt fyrir 1,6 milljarð íslenskra króna ($15m) til bandaríska tæknifyrirtækisins til Qlik. Hjálmar starfaði sem framkvæmdastjóri gagna (VP of Data) hjá Qlik í um þrjú ár þangað til hann stofnaði nýtt fyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtækið Grid, þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri í dag. Hjálmar hefur einnig verið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í gegnum fjárfestingafélagið, Investa, og setið í ýmsum stjórnum t.d. eins og hjá fjölmiðlinum Kjarnanum, Trackwell og Tal.

    Þátturinn er í boði Icelandair.

    • 1 hr 35 min
    36. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair

    36. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair

    Viðmælandi þáttarins er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair. Sylvía er fædd árið 1980 og er alin upp í Vesturbænum. Hún gekk í Kvennaskólinn í Reykjavík og kláraði BS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla íslands og Master í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Sylvía starfaði í fimm ár hjá Amazon, fyrst sem sérfræðingur í nýfjárfestingum á fjármálasviði og seinna sem yfirmaður viðskiptagreindar og vörustjóri í Kindle deild Amazon. Sylvía hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Icelandair, forstöðumaður tekjustýringar og jarðvarmadeildar hjá Landsvirkjun og forstöðumaður viðbúnaðarsviðs Seðlabanka Íslands. Sylvía hefur einnig starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og setið í ýmsum stjórnum t.d. eins hjá og Símanum, Íslandssjóðum, Ölgerðinni og Orkufjarskiptum.

    Þátturinn er í boði Icelandair.

    • 1 hr 9 min
    35. Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma

    35. Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma

    Viðmælandi þáttarins er Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma. Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Félagið var stofnað árið 2018 en nú starfa þar um 160 manns. Jónína er fædd árið 1972 og er alin upp í Kópavoginum þar sem hún gekk í grunnskóla. Hún fór í Menntaskólann í Hamrahlíð og kláraði Masterspróf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Jónína starfaði í um sextán ár hjá Medis, dótturfélagi Actavis, sem síðar var selt til Teva árið 2016. Medis sérhæfir sig í sölu á lyfjahugviti og samheitalyfjum til annarra lyfjafyritækja um allan heim. Hjá Medis gengdi Jónína ýmsum stjórnendastöðum, leiddi m.a. viðskiptaþróun félagsins auk þess að vera staðgengill forstjóra. Þegar Jónína hætti hjá Medis var félagið með um 110 starfsmenn í 10 löndum, með sölu á 250 lyfjum og veltu um 500 milljóna evra. Jónína hefur einnig setið í ýmsum stjórnum eins og í stjórn Samtaka Iðnaðarins, Samtaka Atvinnulífins, Medis Pharma á Íslandi sem og í Hollandi.

    Þátturinn er kostaður af Icelandair.

    • 1 hr 14 min
    34. Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus

    34. Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus

    Viðmælandi þáttarins er Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands/Motus. Greiðslumiðlun býður upp á skráningar- og greiðslulausnir fyrir fyrirtæki, félagasamtök og opinbera aðila. Brynja er fædd árið 1976 og ólst upp í Laugardalnum í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð en þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þar sem hún lauk BS prófi í Iðnaðarverkfræði og síðar MS gráðu í Aðgerðargreiningu frá Georgia Insitute of Technology. Brynja hefur m.a. unnið sem forstöðumaður sölumála hjá Símanum, samskipastjóri hjá OZ og lengst af sem forstjóri Creditinfo á Íslandi og forstjóri CreditInfo á Norðurlöndunum. En Creditinfo er fyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, áhættumati og fjölmiðlavöktun fyrirtækja. Brynja hefur setið í ýmsum stjórnum t.d. hjá Fossum fjárfestingabanka, Sensa, Lífsverki og Viðskiptaráði. 

    Þátturinn er kostaður af Icelandair.

    • 1 hr 10 min
    33. Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Experian

    33. Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Experian

    Viðmælandi þáttarins er Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Experian, sem er breskt gagna- og tæknifyrirtæki staðsett í London. Sigríður er fædd árið 1968 og ólst upp í miðbænum og svo Smáíbúðarhverfinu. Hún gekk í Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Réttó og síðan Menntaskólann við Sund. Sigríður er doktor í leiðtoga- og nýsköpunarfræðum frá The University of Manchester, er með MBA frá IESE Business School og er markaðsfræðingur frá Háskólanum í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Sigríður hefur búið og unnið víða erlendis og m.a. starfað sem stjórnandi hjá American Express um árabil, nýsköpunarstjóri hjá breska bankanum Santander og framkvæmdastjóri hjá Tesco, bresku smásölukeðjunni. Sigríður hefur einnig setið í ýmsum stjórnum t.d. eins og breska félaginu AutoTrader og stjórn Frumtaks, vísissjóðs.



    Þátturinn er kostaður af Icelandair.

    • 1 hr 6 min
    32. Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Transition Labs

    32. Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Transition Labs

    Viðmælandi þáttarins er Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Transition Labs. Félagið starfar með leiðandi erlendum loftslagsverkefnum, og aðstoðar þau við að byggja þau upp á Íslandi. Kjartan er fæddur árið 1972 og alinn upp í Fossvoginum. Hann gekk í Réttarholtsskóla og síðan lá leið hans í Menntaskólann við Sund. Kjartan lauk BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Genóa á Ítalíu, og síðar MBA-prófi frá Harvard Business School. Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki og komið að uppbyggingu fjömargra margra sprota- og tæknifyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis sem stjórnarmaður, fjárfestir og ráðgjafi. Meðal þeirra má nefna félögin Basno, Datamarket, GRID og Taktikal. Hann hefur starfað sem fjárfestingastjóri hjá vísisjóðnum Brunni Ventures, framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Volta, og stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Basno. Áður starfaði Kjartan um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann í New York og leiddi nýsköpunarverkefni fyrir ýmis dótturfyrirtæki hennar, svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media.

    En fyrir það starfaði Kjartan sem markaðsstjóri bókaforlagsins Vaka-Helgafell, og framkvæmdastjóri Markaðs- og þróunarmála hjá Eddu útgáfu. Utan viðskiptalífsins hefur Kjartan setið í stjórnum fjölmargra samtaka og stofnanna t.d. eins og UNICEF á Íslandi og Hörpu, tónlistarhúss.

    Þessi þáttur er í boði Icelandair.

    • 1 hr 12 min

Top Podcasts In Business

Steven Bartlett
Jim Power & Chris Johns
Rick Larkin
Newstalk
Global
Bloomberg

You Might Also Like

Tal
Hugi Halldórsson
Steve Dagskrá
Hjörvar Hafliðason
Fjármálakastið
Pyngjan