60 episodes

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

Athafnafólk Sesselja Vilhjálms

  • Business

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

  60. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

  60. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

  Viðmælandi þáttarins er Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að meta og auka fjölbreytileika og inngildingu með örfræðslu, inngildingarkönnun, aðgerðaráætlun og mælaborði. Alda hugbúnaðurinn fór í loftið haustið 2023 og var í lok þess árs valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu .

  Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Capacent og vann m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra,  framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margs konar félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur.

  Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

  • 1 hr 27 min
  59. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good

  59. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good

  Viðmælandi þáttarins er Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri matvælafyrirtækisins GOOD GOOD. Fyrirtækið framleiðir m.a. sykurlausar sultur, sætuefni og súkkulaði- og hnetusmjör. GOOD GOOD hefur safnað um $25m+ frá fjárfestum og sækir nú fram á Bandaríkjamarkaði. Garðar er fæddur árið 1984 og ólst upp í Langholtshverfinu. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Master gráðu í Upplifunarhagkerfinu (e. Experience Economy) frá Háskólanum í Árósum. Garðar var áður meðstofnandi og framkvæmdastjóri saltframleiðslufyrirtækisins Norður Salt og meðstofnandi Saltverks Reykjaness ehf.  Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

  • 1 hr 20 min
  58. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns

  58. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns

  Viðmælandi þáttarins er Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, fasteignafélags sem er skráð á íslenska aðalmarkaðinn. Jón er fæddur árið 1985 og ólst upp í Hafnarfirðinum. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í byggingaverkfræði frá DTU háskólanum í Danmörku. Jón hefur starfað sem verkfræðingur hjá Mannviti, sérfræðingur í eignastýringu hjá Kviku og forstöðumaður hjá GAMMA,  þangað til hann tók við forstjórastarfi Kaldalóns.

  Þátturinn er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

  • 1 hr 14 min
  57. Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fv. forstjóri Dominos

  57. Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fv. forstjóri Dominos

  Viðmælandi þáttarins er Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Domino’s. Birgir er fæddur árið 1972 og ólst upp á Borgarnesi og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur og lauk BS í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Pompeu Fabra Barcelona. Birgir starfaði í 10 ár sem forstjóri Domino’s á Íslandi og 13 ár sem “Group Managing Director” hjá Strax en hann sat einnig í stjórn félagsins. Fyrirtækið framleiðir og dreifir aukahluti fyrir farsíma. 

  Birgir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Cintamani og fjárfest og setið í ýmsum stjórnum m.a. sem stjórnarformaður Billboard/Dengsa/BBI, auglýsingafyrirtækis, sem var selt til Símans núna í janúar 2024. Hann hefur einnig setið í stjórnum Domino’s í Noregi, veitingastaðarins Joe & the Juice, afþreyingarfyrirtæksins Lava Show, tæknifyrirtækjanna Andes og Prógramm og leitarsjóðsins Leitar Capital Partners. Ásamt því að taka þátt í fasteignamarkaðnum í gegnum EB Invest.  

  Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

  • 1 hr 26 min
  56. Jón Björnsson, forstjóri Origo

  56. Jón Björnsson, forstjóri Origo

  Viðmælandi þáttarins er Jón Björnsson, forstjóri Origo. Origo er samstæða þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni með um 500 starfsmenn og býður fyrirtækið upp á þjónustu við rekstur og innviði, hugbúnað og notendabúnað. Jón er fæddur árið 1968 og ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hann gekk í Verzlunarskóla Íslands og er lauk síðan B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Rider University í New Jersey. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar frá 2014 en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum frá 2002. Jón situr m.a. í stjórn netverslunarinnar Boozt.com, Dropp og Brauð & Co.

  Þátturinn er í boði Arion, Krónunnar og Icelandair.

  • 1 hr 31 min
  55. Þorsteinn Baldur Friðriksson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Rocky Road

  55. Þorsteinn Baldur Friðriksson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Rocky Road

  Viðmælandi þáttarins er Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastóri og meðstofnandi leikjafyrirtækisins Rocky Road en fyrirtækið þróar nú nýjan samfélagsleikjamiðil fyrir snjallsíma. Fyrirtækið hefur nú safnað um samtals 700 milljónum kr. frá innlendum og erlendum fjárfestum, þ.á.m. íslenska vísissjóðnum Crowberry Capital, Luminar Ventures og Sisu Ventures.

  Þorsteinn er fæddur árið 1979 og ólst upp í Vesturbænum. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og síðar MBA gráðu frá Oxford háskóla í Englandi. Þorsteinn stofnaði leikjafyrirtækið Plain Vanilla árið 2010 sem gaf m.a. út vinsæla spurningaleikinn Quizup sem fór sigurför um heiminn og safnaði í um 7 ma. kr. frá erlendum fjárfestum þ.á.m. frá Sequoia fjárfestingasjóði. Fyrirtækið var síðan selt til GluMobile árið 2016. Þorsteinn stofnaði einnig leikjafyrirtækið Teatime Games, sem bjó til farsímaleiki sem nýttu nýja tækni til að gera leiki persónulegri með myndspjalli og gáfu þá m.a. út spurningaleikinn Trivia Royal. Þorsteinn vann áður í sölu- og markaðsmálum hjá fjarskiptafyrirtækinu Hive, Industria, Vodafone, TM og BT.

  Þorsteinn hefur setið í stjórn Icelandic Startups (Klak) og í stjórn hugbúnaðarfyrirtækjanna Oz og Sling. 

  Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

  • 1 hr 51 min

Top Podcasts In Business

DOAC
NK Productions/EMcG
Pushkin Industries
Gary Fox
Inside Business with Ciaran Hancock
Jim Power & Chris Johns

You Might Also Like

Þjóðmál
Tal
RÚV
Hugi Halldórsson
Hjörvar Hafliðason
Helgi Ómars