150 episodes

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frjálsar hendu‪r‬ RÚV

  • Society & Culture

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Ferðasaga Steingríms Matthíassonar

  Ferðasaga Steingríms Matthíassonar

  Illugi Jökulsson gluggar í ferðasögu Steingríms Matthíassonar læknis frá 1904, þegar hann sigldi til Austurlanda á skipinu Prins Valdimar. Nú segir Steingrímur frá dvöl sinni í Hong Kong og síðan í kínverskri höfn sem Rússar réðu, Port Arthur. Þá vissu allir að stríð var í þann veginn að brjótast út millum Rússa og Japana, og Steingrímur lýsir andrúmsloftinu merkilega. Hann er skemmtilegur og athugull en það er líka merkilegt að heyra viðhorf hans og stundum fordóma í garð framandi þjóða.

  Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore

  Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore

  Umsjónarmaður les frásögn Steingríms Matthíassonar frá árinu 1903 þar sem bregður fyrir ofgnótt af litum, blómum, trjám og mannlífi á Ceylon (Sri Lanka) þar sem hann kom við á leið sinni til Kína? Hann lýsir einnig Kínverjunum í Singapore og fleiru sem fyrir augu ber. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Langferð Steingríms Matthíassonar

  Langferð Steingríms Matthíassonar

  Steingrímur Matthíasson fór í langferð til Austurlanda 1903-1904 með barkskipinu Prins Valdimar. Umsjónarmaður byrjar að lesa frásögn Steingríms, sem kemst ekki lengra en til Wales, þar sem skipið tekur kol. Steingrímur fer í heimsókn í kolanámu þar sem menn puða í kolaryki og drullu og hestar eru innilokaðir í námunum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Síðustu stundir Stalíns

  Síðustu stundir Stalíns

  Svetlana, einkadóttir Jósefs Stalín, fór til Bandaríkjanna árið 1967 og gaf út ævisögu þar sem hún sagði ónefndum vini frá því sem gerðist í Kuntseve - heimili Stalíns í nágrenni Moskvu - fyrstu dagana í mars 1953. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Reinald Kristjánsson, annar hluti

  Reinald Kristjánsson, annar hluti

  Ævisaga Reinalds Kristjánssonar nefnist Á sjó og landii. Ingvaldur Nikulásson skrifaði hana í ósentimental tón. Reinald er kominn undir tvítugt og reynir að standa á eigin fótum, sigla eigin sjó veiða sinn eigin hárkarl. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Æviminningar Reinalds Kristjánssonar pósts

  Æviminningar Reinalds Kristjánssonar pósts

  Ingjaldur Nikulásson ritaði ævisögu Reinalds Kristjánssonar pósts á Vestfjörðum, sem komu út í bókinni Á sjó og landi árið 1932. Þessi ævisaga er lítt þekkt en ansi mögnuð og lýsingar Reinalds á uppeldi sínu eftirminnilegar og átakanlegar. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To