153 episodes

Snorri Björns og áhugavert fólk.

The Snorri Björns Podcast Show Snorri Björns

    • Society & Culture

Snorri Björns og áhugavert fólk.

    Kristján Gíslason: Suður-Ameríka

    Kristján Gíslason: Suður-Ameríka

    Með hvatningarorðum föðurs síns heitins: “aldrei hætta að þora” hefur Kristján Gíslason ýtt sér út af beinu brautinni og ferðast um allan heim, einn síns liðs á mótorhjóli.
    Eftir mikla farsæld í viðskiptalífinu, vinnustundir myrkrana á milli, litla samveru með börnunum sínum og ofgnótt af veraldlegum hlutum fann Kristján sig á efri árum í leit að einhverju þýðingarmeira en golfi og sportbílum.
     
    Kristján er nýkominn heim frá Suður-Ameríku þar sem hann hjólaði nokkra af sínum erfiðustu kílómetrum til þessa. Hér færðu sögustund af ævintýralegu ferðalagi Kristjáns og fólkinu sem varð á vegi hans.

    • 2 hrs 2 min
    Jón Gunnar Geirdal

    Jón Gunnar Geirdal

    JGG er atvinnuplöggari sem er sérlega fylginn sér. Hann hefur líklega séð og plöggað öllum bíómyndum og sjónvarpsseríum sem þú hefur heyrt af. Í þættinum ræðir hann forna tíma í útvarpi með menningarhetjum samfélagsins (Simmi, Jói, Auddi, Pétur), frasakonungs starfstitilinn og frasafræðarahlutverk hans fyrir Næturvaktina (gugga í gúmmíbát), þegar hann flutti umdeildan Jordan Belfort til landsins (“eina höggið sem ég hef tekið í mínu einyrkjabrölti”), að biðja stöðugt um hluti og hræðast ekki höfnunina (“góðar hugmyndir neita að deyja”), meistaranám í ritlist frekar en MBA, að fara frá því að horfa á sjónvarpsseríur yfir í að skrifa sjónvarpsseríur, loffaralíðan, hverju er auð-plögganlegt og hverju ekki og að missa litlu systur sína úr krabbameini.

    • 1 hr 58 min
    Lárus Welding

    Lárus Welding

    Lárus Welding setti sér það markmið að gerast bankastjóri fyrir þrítugt eftir að hafa séð Bjarna Ármannsson gera slíkt hið sama 10 árum áður.
    “Það reyndust stór mistök," enda hvarflaði ekki að honum að í kjölfar 17 mánaða sem bankastjóri myndu fylgja 17 ár af málaferlum.
    Lárus segir á einlægan hátt frá vegferðinni í átt að bankastjóratitlinum; svarta beltinu í karate, ofsakvíðakasti eftir samningaviðræður í London, glímuna við áfengi og að gefa það upp á bátinn eftir atvik degi fyrir afmæli dóttur hans, AA samtökunum, hvað starfsfólki bankanna gekk til í hruninu, heimsóknir til sálfræðings og geðlæknis og hvernig hreyfing, nám og að biðja fyrir þeim sem sóttu að honum voru mikilvæg vopn í baráttunni við vonleysið sem herjaði á hann árin eftir hrun.

    • 1 hr 34 min
    #145 - Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis

    #145 - Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis

    Guðmundur Fertram bjó til 500.000kr. verðmæti úr þorskroði sem áður fyrr var hent eða brætt en nýtist nú til að bæta og bjarga mannslífum. Fyrir tíma Kerecis var efnafræðingurinn og rekstrarverkfræðingurinn forstjóri 250 manna fyrirtækis í Danmörku, aðeins 26 ára gamall, þegar dot-com bólan reið yfir.
    Við förum yfir lærdóminn sem hann dró af þeirri vegferð, tímann hans hjá Össuri, hugmyndina að Kerecis, líffræðilegar útskýringar á því hvernig varan virkar, hvernig höfnun frá FDA varð til þess að starfsmenn Kerecis hættu og 5 barna foreldrarnir fluttu skrifstofuna heim í stofu og lexíuna um að það sé ekki nóg að vonast eftir kraftaverki.

    • 1 hr 28 min
    Rannveig Borg

    Rannveig Borg

    Rannveig Borg starfar sem lögfræðingur hjá Adecco Group í Sviss, er tveggja bóka rithöfundur og meistaranemi í fíknifræði. Hún hefur starfað sem lögfræðingur í Frakklandi, Lúxemborg, Bretlandi, Íslandi og Sviss þar sem hún er núna búsett. Rannveig segir okkur frá náminu og námserfiðleikunum í Frakklandi, átröskun sem hún glímdi við í æsku, hvernig hún tengir við fíknir og stjórnleysi annarra og nýlega ADHD greiningu sem setur líf hennar og fíkn í samhengi.

    • 1 hr 22 min
    #143 - Hjalti Karlsson

    #143 - Hjalti Karlsson

    Hjalti Karlsson vissi ekkert hvert hann væri að fara með líf sitt þegar hann sótti um í Listaháskólanum til þess eins að fá höfnun frá honum. Þrátt fyrir brjálæðislega feimni náði lífið að leiða Hjalta til New York þar sem hann fékk inn í listaháskólann Parsons og þaðan í læri hjá Stefan Sagmeister, virtum hönnuði í New York sem hannaði m.a. plötuumslög fyrir heitustu hljómsveitir samtímans, sem markaði upphaf af glæstum hönnunarferli Hjalta. Hönnunarstofan hans hefur unnið fyrir BMW, Bloomberg, Samsung, Adobe, Parsons og fleiri.
    Inntak þáttarins blandast í umræðu um rekstur, hönnun, hvernig skal verðleggja vinnu sína, að hafna kúnnunum sem borga best, áhugaverð verkefni, lífið í New York og árásirnar á Tvíburaturnana.

    • 1 hr 52 min

Top Podcasts In Society & Culture

The Stand
Global
BBC Radio
RTÉ Documentary on One
Annie Macmanus
Project Brazen

You Might Also Like

Ásgrímur Geir Logason
Ási
Helgi Ómars
Hugi Halldórsson
Helgi Jean Claessen
normidpodcast