100 episodes

Stjórnmál, listir og menning, umhverfismál, efnahagsmál, viðskipti og hugmyndafræði. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er alltaf til hægri.

Óli Björn - Alltaf til hægri olibjorn

  • Politics
  • 5.0 • 2 Ratings

Stjórnmál, listir og menning, umhverfismál, efnahagsmál, viðskipti og hugmyndafræði. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er alltaf til hægri.

  Sótt að frelsinu

  Sótt að frelsinu

  Hægt og bítandi hafa stjórnvöld víða um heim takmarkað ýmis borgaraleg réttindi á undanförnum árum. Covid-19 heimsfaraldurinn gaf mörgum skjól eða afsökun til að takmarka frelsi borgaranna enn frekar. Staða mannréttinda í heiminum versnaði nær stöðugt frá árinu 2008 til 2020 á mælikvarða Frelsisvísitölunnar [Human Freedom Index] sem Cato stofnunin í Bandaríkjunum og Fraser stofnunin í Kanada, standa sameiginlega að. Yfir 94% jarðarbúa urðu að sætta sig minna frelsi árið 2020 en 2019.

  • 8 min
  Uppreisn frjálshyggjunnar

  Uppreisn frjálshyggjunnar

  Fyrir 44 árum kom út bókin Uppreisn frjálshyggjunnar - ritgerðarsafn 15 ungra karla og kvenna sem áttu það sameiginlegt að vera virkir þátttakendur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Bókinni var ætlað að vera innlegg í hugmyndabaráttu samtímans og vopn í baráttunni milli stjórnlyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæði og frjálshyggju hins vegar. 
  Þótt bókin beri merki þess tíma sem hún var skrifuð, á hún enn erindi við alla sem láta sig hugmyndabaráttu einhverju skipa. Hún var og er enn brýning fyrir alla sjálfstæðismenn að vera trúir hugsjónum um frelsi einstaklingsins og hvatning til að marka skýra stefnu og verða hreyfing fólks úr öllum stéttum en ekki stofnun sem sækir allt sitt vit til embættismanna. 
  Að þessu sinni sæki ég í skrif Davíðs Oddssonar, Friðriks Sophussonar og Þorsteins Pálssonar. 

  • 17 min
  Varðmenn kerfisins og hagkvæmni ríkisrekstrar

  Varðmenn kerfisins og hagkvæmni ríkisrekstrar

  Talsmenn ríkisrekstrar þola illa að bent sé á mikla aukningu ríkisútgjalda á umliðnum árum. Og fátt virðist fara verr í þá en þegar spurt er hvort almenningur fái betri og tryggari þjónustu í samræmi við aukin útgjöld ríkisins. Varðmenn ríkisrekstrar – kerfisins – bregðast hart við þegar reynt er að spyrna við fótunum – koma böndum á aukningu ríkisútgjalda og hærri skattheimtu. Í draumaríki þeirra eru lífsgæði mæld út frá hlutfallslegri stærð þeirrar sneiðar sem hið opinbera tekur af þjóðarkökunni – hversu djúpt er seilst í vasa launafólks og fyrirtækja. Því stærri sneið og því dýpra sem er farið, því betra er samfélagið. Engu skiptir þótt kakan verði sífellt minni og krónunum í vösum launafólks fækki. Hlutfallsleg stærð sneiðarinnar er mælikvarðinn, sem allt miðast við.
  Þessi hugsunarháttur ríkisrekstrarsinna mun fyrr fremur en síðar leiða okkur í ógöngur og draga úr lífskjörum til framtíðar.
  Verkefni komandi ára er því ekki að auka enn frekar útgjöld ríkisins, heldur að aukna framleiðni í opinberum rekstri og tryggja aukna hagkvæmni.

  • 15 min
  Innræting eða menntun?

  Innræting eða menntun?

  Hvernig kennara dettur í hug að setja þekkta hrotta, morðingja og andlýðræðissinna við hlið íslensks stjórnmálamanns er óskiljanlegt nema að tilgangurinn hafi verið sá einn að vekja ákveðin hugrenningatengsl hjá nemendum: Í raun séu hugmyndafræðileg tengsl á milli formanns Miðflokksins og tveggja af verstu illmennum sögunnar. Hitler og Mussolini eru í hópi með Stalín og Maó. Allir áttu þeir blóði drifna slóð og virtu líf einstaklinga að vettugi og fótum tróðu frelsi og lýðræði. Sigmundur Davíð á ekkert skylt við ódæðismennina - allra síst hugmyndafræðilega.
  Í annarri kennskustofu er Sjálfstæðisflokknum líkt við Þýskaland Hitlers, Gestapo og útrýmingu kynþátta. Forherðingin er fullkomin. Fölsunin og rangfærslurnar eru yfirgengilegar. 
  Kennsla sem byggir á innrætingu og fölsunum hentar aðeins þeim sem aðhyllast forræðishyggju og ganga á hólm við frjálsa og sjálfstæða hugsun. Innræting og falsanir eiga ekkert skylt við menntun eða gagnrýna hugsun.
   

  • 8 min
  Kom blessuð, ljóssins hátíð

  Kom blessuð, ljóssins hátíð

  Jólin eru hátíð ljóss og friðar, hátíð gleði, fegurðar og hins sanna og góða. Þegar við fögnum komu frelsarans öðlumst við ró hugans. Helgi jólanna stendur okkur öllum til boða ef við opnum hjartað fyrir ljósinu. Guð hvorki neyðir okkur eða þvingar til að taka á móti Jesú. Hann býður öllum sem vilja leiðarljós kærleika og vonar.
  Ég óska öllum gleðilegra jóla. 

  • 9 min
  Að láta sig dreyma og gefast ekki upp

  Að láta sig dreyma og gefast ekki upp

  Lög­gjaf­inn mót­ar lög­in og þær leik­regl­ur sem eru í gildi á hverj­um tíma. For­rétt­indi Rík­is­út­varps­ins og ójöfn og erfið staða sjálf­stæðra fjölmiðla, er ákvörðun sem nýt­ur stuðnings meiri hluta þing­manna. Ég hef orðað þetta þannig að mjúkar hendur og hlýjar faðma Ríkisútvarpið á hverju ári. Þetta sést ágætlega þegar horft er til framlaga ríkisins til ríkismiðilsins sem fjármögnuð eru með útvarpsgjaldi.
  En þótt erfitt hafi verið að tryggja heilbrigðra rekstrarumhverfi sjálfstæðra fjölmiðla kemur ekki til greina að leggja árar í bát. Í baráttu fyrir framgangi hugmynda, að ekki sé talað um baráttu fyrir tilvist öflugra frjálsra fjölmiðla, er ekki aðeins nauðsynlegt að láta sig dreyma heldur neita að gefast upp.

  • 14 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

You Might Also Like

Þjóðmál
Fjármálakastið
Hjörvar Hafliðason
Freakonomics Radio + Stitcher