9 episodes

Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Fólkið í garðinum RÚV

    • Arts
    • 4.7 • 9 Ratings

Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

    Fyrsti þáttur

    Fyrsti þáttur

    Í þessum þætti segir frá Guðrúnu Oddsdóttur (1779-1838), vökukonu garðsins og Sveinbirni Sveinbjörnssyni (1847-1927) tónskáldi. Sagt er meðal annars frá því hvernig þau tvö tengdust og valin atriði dregin fram sem veita ákveðna innsýn í líf þeirra.
    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

    • 39 min
    Annar þáttur

    Annar þáttur

    Í þessum þætti er staldrað við tvö leiði sem skammt er á milli og sjást nokkuð vel þegar gengið er framhjá kirkjugarðinum eftir Suðurgötunni. Þau tilheyra feðgunum Sveinbirni Egilssyni (1791-1852) og Benedikt Gröndal (1826-1907) en báðir voru þeir skáld. Sveinbjörn er fyrst og fremst þekktur fyrir þýðingar sínar úr grísku og latínu, sem og barnavísurnar sínar, til dæmis ?Fljúga hvítu fiðrildin? og auðvitað sem fyrsti rektor Menntaskólans í Reykjavík. Benedikt lagði, auk ritstarfa, stund á náttúrurannsóknir og myndlist en sjálfsævisaga hans, Dægradvöl, er líklega hans þekktasta verk og þar er að finna óborganlegar lýsingar skáldsins á umhverfi sínu, sjálfum sér og samferðafólki.
    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

    • 40 min
    Þriðji þáttur

    Þriðji þáttur

    Í þessum þætti er staldrað við leiði tvíburasystra sem hvíla í sitthvorum enda garðsins. Skáldkonurnar Herdís Andrésdóttir (1858-1939) og Ólína Andrésdóttir (1858-1935) voru fæddar í Flatey á Breiðafirði en aðskildar 4 ára gamlar. Leiðir þeirra lágu ekki aftur saman fyrr en mörgum áratugum síðar, þegar þær voru að nálgast sextugt og fluttar til Reykjavíkur. Höfðu þær þá báðar fengist við kveðskap og gáfu saman út ljóðabók nokkrum árum seinna sem hlaut afbragðs góðar viðtökur.
    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

    • 40 min
    Fimmti þáttur

    Fimmti þáttur

    Í þessum þætti er staldrað við legsteina tveggja skálda sem standa hlið við hlið við aðalinngang kirkjugarðisins Suðurgötumeginn. Rímnaskáldið Sigurð Breiðfjörð (1798-1846) kannast flestir við og er saga hans mjög skrautleg en við hlið hans er legsteinn annars skálds sem var uppi töluvert seinna en hann en var að eigin ósk grafinn við hlið Sigurðar. Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906) lést aðeins 24 ára gamall en náði á skammri ævi að yrkja mörg úrvalsljóð sem hafa haldið nafni hans á lofti.
    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

    • 40 min
    Sjötti þáttur

    Sjötti þáttur

    Í þessum þætti er staldrað við leiði tveggja merkiskvenna sem báðar störfuðu við Kvennaskólann í Reykjavík á hans upphafsárum, um ræðir Þóru Melsteð (1823-1919) sem stofnaði skólann ásamt eiginmanni sínum og Ingibjörgu H. Bjarnason (1867-1941) sem starfaði náið með Þóru og tók við stjórnartaumunum við andlát hennar, áður en hún tók sæti á alþingi fyrst íslenskra kvenna.

    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

    • 40 min
    Sjöundi þáttur

    Sjöundi þáttur

    Í þessum þætti er staldrað við leiði Jóns Borgfirðings (1826-1912) og dóttur hans Guðrúnar Borgfjörð (1856-1930).

    Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

    • 43 min

Customer Reviews

4.7 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

Top Podcasts In Arts

Bragðheimar
Bragðheimar
Eftirmál
Tal
Autor oder Autorin werden . . . ich möchte ein Buch schreiben!
Dieter Aurass
Glad We Had This Chat with Caroline Hirons
Wall to Wall Media
The New Yorker: Fiction
WNYC Studios and The New Yorker
Busy Girls Book Club
Busy Girls Book Club