9 episodes

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.

Eftirmál Tal

  • Arts
  • 4.9 • 235 Ratings

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.

  Lúkasarmálið

  Lúkasarmálið

  Umtalaðasti hundur Íslandssögunnar er án efa kínverski smáhundurinn Lúkas sem hvarf á Akureyri sumarið 2007. Út breiddist sú lygasaga að hópur drengja hefði leikið sér að því að drepa varnarlausan hundinn með hrottafengnum hætti. Þjóðin sameinaðist í sorg, haldnar voru minningarathafnir og kommentakerfi netheima loguðu. Þegar Lúkas fannst á lífi nokkrum vikum síðar tók málið aðra stefnu og varð kennslustund í hvernig á ekki að haga sér á internetinu.

  • 48 min
  Flugslys við Þingvallavatn

  Flugslys við Þingvallavatn

  Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Í Eftirmálum lýsir Jón Ragnar frá fyrstu hendi þeirri óhugnanlegu atburðarás sem fór af stað eftir að hann gerði yfirvöldum viðvart um að vélin hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma.

  Samsetning: Arnar Jónmundsson

  • 1 hr 15 min
  Ísafjarðarmálið

  Ísafjarðarmálið

  Eitt umtalaðasta fréttamál síðari tíma er Ísafjarðarmálið svokallaða sem setti íslenskt samfélag á hliðina í tvígang. Málið kom upp árið 2006 þegar DV birti forsíðu með fyrirsögn um einhentan kennara sem olli gríðarlegu fjaðrafoki. Málið skaut svo aftur upp kollinum sjö árum síðar en þá komu í ljós aðrar hliðar á því. Andri Ólafsson, blaðamaðurinn sem skrifaði upphaflega um málið, fer yfir atburðarásina í Eftirmálum.

  Samsetning: Arnar Jónmundsson

  • 51 min
  37 ára fangelsisdómur Söndru Sigrúnar

  37 ára fangelsisdómur Söndru Sigrúnar

  Sandra Sigrún Fenton var árið 2013 dæmd í 37 ára fangelsi fyrir tvö vopnuð rán í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Margrét Fenton, móðir Söndru, segir sögu dóttur sinnar í þættinum og lýsir aðstæðum og atburðarás sem er lyginni líkust en Sandra hefur nú afplánað níu ár af dómnum í illræmdu öryggisfangelsi í Virginíu.

  Samsetning: Arnar Jónmundsson

  • 59 min
  Flugslys við Múlakot

  Flugslys við Múlakot

  Ida Björg Wessman flugmaður missti foreldra sína og yngri bróður í hræðilegu flugslysi við Múlakot í júní 2019. Slysið vakti mikinn óhug, ekki síst í flugsamfélaginu, þar sem faðir Idu var reyndur flugstjóri og bróðir hennar nýútskrifaður flugmaður. Ida hefur ekki tjáð sig um þessa atburði hingað til en segir sögu sína í Eftirmálum.

  Samsetning: Adelina Antal

  • 1 hr 13 min
  Flótti Matthíasar Mána

  Flótti Matthíasar Mána

  Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Hann var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúin eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist á um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með haglabyssu. Margrét Frímannsdóttir, fyrrum forstöðumaður á Litla-Hrauni, fer yfir málið í þættinum.

  Samsetning: Adelina Antal

  • 42 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
235 Ratings

235 Ratings

Ólivera ,

Besta podcastið

Finnst þetta besta íslenska podcastið. Vel gerðir þættir, þægilegt að hlusta, spennandi mál. Hlakka til að hlusta á hvern þátt. Vonandi verða þeir miklu fleiri

gegils ,

🫶🏻

Frábærar

Krillag ,

Það er veisla þegar það kemur nýr þáttur af Eftirmálum

Fràbærir þættir

You Might Also Like

Ási
Ásgrímur Geir Logason
Helgi Ómars
Spjallið Podcast
Þarf alltaf að vera grín?
Inga Kristjáns