181 episodes

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Flakk RÚV

    • Arts
    • 5.0 • 6 Ratings

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

    Flakkað um við- og tengibyggingar

    Flakkað um við- og tengibyggingar

    6. febrúar 2016
    Flakkað um við- og tengibyggingar
    Umsjón: Lísa Pálsdóttir

    Farið í miðbæ Reykjavíkur og nokkrar eldri og yngri við- og tengibyggingar skoðaðar í fylgd Péturs Ármannssonar arkitekts. Einnig er viðbygging við Hverfisgötu 71 skoðuð og farið í heimsókn til eiganda og hönnuðar.
    Rætt við Pétur Ármannsson arkitekt um Dómkrikjuna, Kringluna við Alþingishúsið og fl. um menningarpólitík, hvaða áherslur eigi að vera í við- og tengibyggingum og fl.
    Rætt við Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara, en hann á Hverfisgötu 71 og gerði upp og byggði við, sagt frá húsinu og fl.
    Rætt við Margréti Harðardóttur arkitekt hjá Studio Granda sem hannaði uppgjör og viðbyggingu að Hverfisgötu 71, um áherslur og byggingastíl nútímans, það smáa og það stóra.
    Rætt aftur við Pétur Ármannsson og gengð að Lækjargötu og rætt um viðbyggingu við gamla Landsjrórahúsið á Bernhöftstorfunni við Amtmannsstíg (Humarhúsið) um fleiri við byggingar í borginni svo sem Elliheimilið Grund og fl.

    • 52 min
    Flakkað um ólöglegt vinnuafl

    Flakkað um ólöglegt vinnuafl

    Fjallað um ólöglegt vinnuafl á Íslandi. Fyrst heyrðum við af slíku þegar Kárahnjúkar risu, og þá var bæði um að ræða brot á kjarasamningum og léglegur aðbúnaður. Með aukningu ferðamanna og uppbyggingu hótela og annars er aftur farið að bera á ólöglegu vinnuafli, ungt fólk og útlendingar er helst útsett fyrir slíku. Rætt við fjórar stofnanir sem koma að þessum málum. ASÍ, Vinnumalastofnun, Samtök Iðnaðarins og Lögregluna.

    Rætt við Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar ASÍ, um aðgerðir hjá verkalýðshreyfingunni og væntanlegt átak í samvinnu við aðra undir yfirskriftinni „Einn réttur ekkert svindl“.
    Rætt við Gísla Davíð Karlsson lögfræðing hjá Vinnumálastofnun um aðkomu þeirra að ólöglegu vinnuafli, kennitöluflakk, og ráðstefnu í Evrópu sem hann sat nýverið og hvernig mál eru tækluð annars staðar.
    Rætt við Almar Guðmundsson framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins um þeirra samtök og hvernig þeir bregðast við svindli innan þeirra raða, kennitöluflakk og fl.
    Rætt við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðallögfræðing Lögreglustjóraembættisins á Höfuðborgarsvæðinu um aðkomu lögreglu í slíkum málum, dómsmál og refsiramma.

    • 52 min
    Flakkað um uppbyggingu í miðborginni

    Flakkað um uppbyggingu í miðborginni

    HVer byggir, hver ræður, hver á?

    Rætt við Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um væntanlegar íbúða- og hótelbyggingar í borginni, hverjar eru áherslurnar og fl.
    Rætt við Tönju Pollock listakonu, sem var talsmaður Hjartagarðsins (Hljómalindarreitur) áður en byggingaframkvæmdir hófust, Viðtalið var í Flakki árið 2012
    Rætt við Pálmar Harðarsson framkvæmdastj. Þingvangs og Jón Ragnar Magnússon byggingastjóra, Hljómalindarreitur er í eigu Þingvangs og birtist nú hægt og bítandi með samstarfi við listamenn Hjartagarðsins
    Rætt við Gunnar S. Helgason framkv.stj. Regins fasteingnafélags, sem á 1/3 af byggingareit við Hörður neðan Arnarhóls, hann lýsir furðu á mótmælum ráðamanna, því reiturinn hefur verið eigu ríkis og borgar, deiliskipulagður af þeim og síðan seldur. Reginn á Egilshöll og Smáralind auk fjölda annara bygginga í landinu.

    • 51 min
    Flakkað um Bræðraborgarstíg - fyrri þáttur

    Flakkað um Bræðraborgarstíg - fyrri þáttur

    Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir sögu götunnar, gengið frá Vesturgötu að Öldugötu. Eldeyjar-Hjalti bjó á númer 8. Sveinn rak flottasta bakarí í bænum á nr. 1 og Jón Sím bakaði á númer 16. Tvö forlög eru við götuna, Forlagið og Bjartur, einnig er útgerðarfélagið Brim við götuna. Brauð, bækur og fiskur.
    Rætt við Jóhann Pál Valdimarsson sem hefur rekið sínar bókaútgáfur á tveimur stöðum við götuna á nr. 16 og nú nr. 7, en hann býr einnig í húsinu og Bræðró er hans staður í lífinu,.
    Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim sem nú er á nr. 16 gerði húsið upp frá grunni, en mun senn flytja á Fiskislóð. Rætt við hann um skipulag, virðingu fyrir því gamla og gróna og fl.

    • 49 min
    Flakkað um Bræðraborgarstíg - síðari þáttur

    Flakkað um Bræðraborgarstíg - síðari þáttur

    Jón Smali og Gvendur dúllari. Viðurnefni hafa alltaf verið til á Íslandi, kannski voru þau fleiri í gamla daga, en margir þeirra sem bjuggu við Bræðraborgarstíg áttu sér viðurnefni.
    Leigði út pláss í fataskápnum
    Jón smali var vatnsberi í Reykjavík, talinn afar samansaumaður en séður í peningamálum enda tókst honum að byggja sér hús, sem hann leigði svo meira og minna út, og bjó í einni kytru sjálfur, segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um einn íbúa Bræðraborgarstígs. Hann byggði húsið Miðdal sem er nr. 19 seint á nítjándu öld, nú búa í húsinu Markús Þór Andrésson og Dorothee Kirch, en þau eru bæði sýningarstjórar myndlistarsýninga. Þau eignuðust húsið fyrir 5 árum, en það er gætt þeim undrum að virðast afar lítið að utan, en er þó 5 herbergja og rúmt þegar inn er komið og hefur verið gert upp. Einnig er mikil frjósemi í húsinu en þau hjónin eignuðust nýlega dóttur númer tvö.

    Eru bæði hætt í stóru leikhúsunum
    Hjónin Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson leikarar búa við Bræðrarborgarstíg með dætrum sínum tveimur. Þau eignuðust íbúðina árið 2007. Húsið byggði skósmiður og trúboði nokkur, sem hélt samkomur á heimili sínu. Álfrún og Friðrik kusu bæði að hætta á samningum í leikhúsunum til að eiga meiri tíma með fjölskyldunni, en leiklistinn er þó ekkert farin úr lífi þeirra, hún bara blundar um tíma.

    • 50 min
    Flakkað um byggingasögu Háskóla Íslands - fyrri þáttur

    Flakkað um byggingasögu Háskóla Íslands - fyrri þáttur

    12. mars 2016
    Flakkað um byggingasögu Háskólasvæðisins - fyrri þáttur
    Umsjón Lísa Pálsdóttir

    Gengið frá Gamla Garði að Aðalbyggingu Háskóla Íslands, sagt frá Stúdentagarðinum, Setbergi, Norræna húsinu og rætt almennt um skipulag svæðisins og byggingastíl. Rætt um staðsetningu skólans og frá skipulagi Guðjóns Samúelssonar á Skeifunni og húsinu. Pétur Ármannsson arkitekt segir frá þessu
    Rætt við Brynhildi Brynjólfsdóttur fyrrverandi starfsmann nemendaskrár Háskólans og fyrrum íbúa aðlabyggingar, en foreldrar hennar voru húsverðir um árabil í húsinu og unnu hvern dag ársins. Viðtalið var áður í Flakki 2011 í tilefni af Flakki á 100 ára afmæli skólans
    Rætt við Guðmund Hálfdánarson sagnfræðing og prófessor um upphafsár Háskólans en hann skrifaði sögu hans í tilefni af 100 ára afmælinu.

    • 50 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Top Podcasts In Arts

Eftirmál
Tal
Bragðheimar
Bragðheimar
Álhatturinn
Álhatturinn
Should I Delete That?
Alex Light & Em Clarkson
The Writer Files: Writing, Productivity, Creativity, and Neuroscience
Kelton Reid
Minnie Questions with Minnie Driver
iHeartPodcasts