8 episodes

Hlaðvarp um lífeyrismál og hvaðeina sem þeim við kemur. Leitast er við að útskýra hlutina á mannamáli.

Hlaðvarp Almenna, lífeyrismál á mannamáli Almenni lífeyrissjóðurinn

    • Arts

Hlaðvarp um lífeyrismál og hvaðeina sem þeim við kemur. Leitast er við að útskýra hlutina á mannamáli.

    #8 Seðlar - borðspil um fjármál

    #8 Seðlar - borðspil um fjármál

    Kannski eru leikir og spil heppileg leið til að efla fjármálalæsi og fræða fólk um fjármál og lífeyrismál á skemmtilegan hátt. Í þættinum kynnumst við verkfræðinemunum Tristani Þórðarsyni og Veigari Elí Grétarssyni sem eru að þróa borðspil um fjármál sem þeir kalla Seðla.

    • 13 min
    #7 Ungt fólk vill læra um lífeyrismál

    #7 Ungt fólk vill læra um lífeyrismál

    Rannsókn á þekkingu og viðhorfi ungs fólks á lífeyrismálum leiðir í ljós að ungt fólk vilji læra um lífeyrismál. Ásdís Rún Ragnarsdóttir gerði rannsóknina í meistaranámi í mannauðsstjórnun og segir frá niðurstöðum hennar í 7. þætti af Hlaðvarpi Almenna í samtali við Halldór Bachmann, kynningarstjóra sjóðsins.

    • 38 min
    #6 Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna

    #6 Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna

    Hjónum og sambúðarfólki stendur til boða að jafna lífeyrisréttindi sín. Úrræðið skiptir sérstaklega miklu máli þegar mikill munur hefur verið á tekjum á milli hjóna eða sambúðarfólks á starfsævinni, til dæmis ef annað hjóna er heimavinnandi en hitt aflar tekna á vinnumarkaði. Í þessum þætti af Hlaðvarpi Almenna ræða Þórhildur Stefánsdóttir ráðgjafi hjá Almenna og Halldór Bachmann kynningarstjóri Almenna við Þórey S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða um málið.Meðal...

    • 16 min
    #5 Örorka og úrræði

    #5 Örorka og úrræði

    Hvaða úrræði lífeyrssjóðir og Virk gagnvart örorku og hvernig má nýta þau úrræði til að komast aftur af stað út í atvinnulífið? Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingar er gestur Þórhildar Stefánsdóttur, ráðgjafa Almenna og Halldórs Bachmann, kynningarstjóra Almenna. 0:0001:49 Réttindi í lífeyrissjóðum skiptist í tvennt 04:34 Hlutverk Virk starfsendurhæfingarsjóðs 05:20 Hvernig gengur þjónusta Virk fyrir sig? 06:15 Hvaða þjónusta er í boði hjá Virk?...

    • 28 min
    #4 Sjálfbærni í fjárfestingum

    #4 Sjálfbærni í fjárfestingum

    Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð í fjárfestingum er að komast af hugmyndastigi yfir á framkvæmdastig. Í þessum þætti af Hlaðvarpi Almenna er farið á dýptina um stöðuna, þróunina og áskoranirnar í þessum málum. Fram koma þau Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og Copenhagen Business School og Lára Jóhannsdóttir, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild HÍ. Helga Indriðadóttir, sjóðsstjóri hjá Almenna og stjórnarmaður í Iceland SIF og Halldór ...

    • 1 hr 9 min
    #3 Algengar spurningar

    #3 Algengar spurningar

    Hvaða spurningar eru oftast að berast til Almenna lífeyrissjóðsins þessa dagana, hafa þær breyst á síðustu áratugum og myndu aðrar spurningar nýtast sjóðfélögum betur? Brynja Margrét Kjærnested og Þórhildur Stefánsdóttir, reyndustu ráðgjafar sjóðsins leitast við að svara þessum spurningum og miðla af áratuga langri reynslu sinni og þekkingu.

    • 25 min

Top Podcasts In Arts

Bragðheimar
Bragðheimar
Eftirmál
Tal
Víkingar
RÚV
Life with Marianna
Dear Media, Marianna Hewitt
Sjáandinn á Vesturbrú
RÚV
Fed with Chris van Tulleken
BBC Radio 4