22 episodes

Hugvarpið er fræðsluhlaðvarp um geðheilsu! Þættirnir fjalla um allt frá áhrifaþáttum geðheilsu til geðraskana og úrræða. Markmið hlaðvarpsins er að hvetja fólk til að tala opinskátt um geðheilsu og gera upplýsingar um geðheilsu aðgengilegar fyrir sem flesta. Þáttastjórnendur eru þær Karen Geirsdóttir og Þóra Jóhannsdóttir.

Fyrstu 13 þættirnir voru gerðir í samstarfi við Hugrúnu geðfræðslufélag og framlenging á þeirri fræðslu sem félagið stendur fyrir. European Solidarity Corps styrktu verkefnið. Hugvarpið heldur nú áfram óháð félaginu.

Upphafsstef: Atli Arnarson
Lógó: Jón Hafsteinsson

Hugvarpi‪ð‬ Hugvarpið

    • Health & Fitness
    • 5.0 • 2 Ratings

Hugvarpið er fræðsluhlaðvarp um geðheilsu! Þættirnir fjalla um allt frá áhrifaþáttum geðheilsu til geðraskana og úrræða. Markmið hlaðvarpsins er að hvetja fólk til að tala opinskátt um geðheilsu og gera upplýsingar um geðheilsu aðgengilegar fyrir sem flesta. Þáttastjórnendur eru þær Karen Geirsdóttir og Þóra Jóhannsdóttir.

Fyrstu 13 þættirnir voru gerðir í samstarfi við Hugrúnu geðfræðslufélag og framlenging á þeirri fræðslu sem félagið stendur fyrir. European Solidarity Corps styrktu verkefnið. Hugvarpið heldur nú áfram óháð félaginu.

Upphafsstef: Atli Arnarson
Lógó: Jón Hafsteinsson

    Áföll (pt. II)

    Áföll (pt. II)

    Síðasti þátturinn sem Hugvarpið gefur út í haust fjallar um efni sem við höfum áður tekið fyrir, en það er áföll og áfallastreita. Í þetta sinn fengum við til okkar hana Þóru Sigríði Einarsdóttur, sálfræðing, til að ræða þetta efni. Þá fórum við meðal annars yfir muninn á því hvernig við tölum um áföll í daglegu lífi og hvernig fræðin skilgreina áföll, fleiri afleiðingar áfalla fyrir utan áfallastreitu, hvort áföll erfast, flókna áfallastreitu og hvernig er hægt að bregðast við þegar einhver nákominn okkur hefur orðið fyrir áfalli. Mjög upplýsandi þáttur sem við mælum hiklaust með fyrir alla.

    • 34 min
    Fíkn

    Fíkn

    Í þessum þætti fjöllum við um fíkn og fíknisjúkdóminn, þar sem hún Elín Þórdís Meldal, áfengis og vímuefnaráðgjafi kom til okkar og spjallaði við okkur. Við höfum áður gefið út þátt sem fjallaði um vímuefnavanda en þá kom hún Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Heilshugar, til okkar. Það sem skilur þessa tvo þætti að er að í þessum þætti fórum við nánar út í fíknisjúkdóminn, hvað það þýðir, hvað er hægt að gera, bata og fleira.

    • 41 min
    Tilfinningastjórnun

    Tilfinningastjórnun

    Í þessum þætti fengum við til okkar Guðlaugu Marion Mitchison, yfirsálfræðing á skólaskrifstofu Kópavogs (leikskóladeild) og doktorsnema við HÍ, til að ræða við okkur um tilfinningastjórnun! Við tölum um hvernig tilfinningastjórnun þróast, hvernig við lærum að vinna úr tilfinningum, ráð til foreldra og margt fleira áhugavert! Guðlaug mælir með eftirfarandi bókum fyrir foreldra sem vilja vinna með tilfinningalæsi barna sinna:

    - Súper vitrænn eftir Paola Cardenas og Soffíu Elínu Sigurðardóttur

    - Drekinn innra með mér eftur Lailu M. Arnþórsdóttur

    - Stundum verðum við reið! eftir Ástu Maríu Hjaltadóttur og Þorgerði Ragnarsdóttir (og fleiri bækur úr sama bókaflokk).

    - Bókaflokkurinn Hugarperlur eftir Laurie Wright

    - Tilfinningablær eftir Aron Má Ólafsson, Hildi Skúladóttur og Orra Gunnlaugsson.

    • 52 min
    Kvíðaraskanir

    Kvíðaraskanir

    Þessi þáttur Hugvarpsins fjallar um kvíðaraskanir! Við höfum áður tekið fyrir kvíð almennt en þessi þáttur fer ítarlega í mismunandi gerðir kvíðaraskana. Við fengum hann Sævar Má Gústavsson, sálfræðing og doktorsnema við Háskólann í Reykjavík, til að ræða við okkur. Hann sagði okkur aðeins betur frá almennri kvíðaröskun, sértækri fælni, heilsukvíðaröskun, félagskvíða og ofsakvíðaröskun.

    • 49 min
    Hvernig tölum við um geðheilsu?

    Hvernig tölum við um geðheilsu?

    Í þessum þætti fara þáttastjórnendur yfir atriði sem er gott að hafa í hug þegar við tölum um geðheilsu! Í öllum þáttum Hugvarpsins er fólk eindregið hvatt til að tala um tilfinningar sínar en það er þó alls ekki sjálfsagt að vita hvernig á að nálgast samtalið. Í þessum þætti er því farið yfir heppilegar aðstæður til að ræða geðheilsu yfir, mörk, og fleira!

    Að sjálfsögðu er aftur undirstrikað mikilvægi þess að tala hreinskilið um tilfinningar sínar og að venja sig á að nota fleiri orð en bara “vel” eða “fínt” þegar spurt er hvernig við höfum það. Við hvetjum ykkur til að líta á tilfinningahjólið hjá Sterkari út í lífið og skoða allar þær ólíku tilfinningar við upplifum öll. https://sterkariutilifid.is/verkefni/tilfinningahjol-3/ 

    • 31 min
    ADHD

    ADHD

    Þessi þáttur fjallar um ADHD en í honum áttum við mjög skemmtilegt spjall við Vilhjálm Hjálmarsson, formann ADHD samtakanna. Í þættinum fórum við yfir víðan völl en töluðum meðal annars um einkenni ADHD, birtingarmynd, meðferð og mýtur auk þess sem Vilhjálmur deildi sinni reynslu af ADHD.

    • 37 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In Health & Fitness

Með lífið í lúkunum
HeilsuErla
Huberman Lab
Scicomm Media
Feel Better, Live More with Dr Rangan Chatterjee
Dr Rangan Chatterjee: GP & Author
Heilsuvarpid
Ragga Nagli
Verkjacastið
Helga Haraldsdóttir
Fit Father Project Podcast
Fit Father Project

You Might Also Like